Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar var fyrsti píramídinn?

Unnar Árnason


Þrepapíramídinn í Sakkara.

Fyrsti píramídinn er talinn hafa verið reistur í Egyptalandi á árunum kringum 2650-2575 f.Kr. Þá ríkti faraóinn Djoser sem var af 3. konungsættinni. Arkitektinn var Imhotep, maður svo þekktur af fróðleik, vísdómi og stjórnvisku að síðar var hann dýrkaður sem lækningaguð bæði í Egyptalandi og Grikklandi (þar sem hann rann saman við guðinn Asklepíus). Fyrsti píramídinn er í Sakkara (Saqqarah) og er hann gjarnan kenndur við þann stað, en einnig af lögun sinni og nefndur þrepapíramídinn í Sakkara.

Neðsta þrep hans var upphaflega sérstök bygging, gerð samkvæmt egypskri hefð um grafhýsi, svonefnd mastaba. Mastaban var 8 metra há og hver hlið um 63 metrar á lengd. Bætt var við hverja hlið og fleiri þrep byggð ofan á mastöbuna, alls sex mishá þrep um 60 metra há. Grunnflöturinn varð að ferhyrningi, 120 metra löngum og 108 metra breiðum.

Þrepapíramídinn í Sakkara er elsta „merkilega“ steinbygging Fornegypta og telst marka upphafið að þeirra frægu byggingahefð. Imhotepi er með þessari byggingu sinni eignað að innleiða hið svonefnda Gamla konungsveldi (2575-2130 f.Kr.) í Egyptalandi. Flókið kerfi ganga og herbergja er að finna inni í píramídanum en stærsta herbergið er eiginlegt grafhýsi Djosers, við endann á 25 metra löngum og 8 metra breiðum gangi

Fleiri yngri dæmi eru um að byggingum, upphaflega reistar með annað form í huga, hafi verið breytt í píramída í Egyptalandi. „Skakki“ píramídinn í Dasjúr (Dahshür), skammt frá Sakkara, var reistur á valdatíma faraósins Snefrus (af 4. konungsættinni) og hefur sérkennilegan, tvískiptan halla. Einnig frá tíma Snefrus er píramídinn í Mædúm (Maydum), sem er „sannur“ píramídi, það er með sléttar og jafnar hliðar. Elsta dæmið um að píramídi hafi verið hannaður og byggður frá grunni er norður-steinpíramídinn í Dasjúr. Hliðar hans eru 220 metra langar og hæðin 120 metrar. Hann er gjarnan eignaður Snefru líka. Enn yngri eru svo hinir frægu píramídar í Giza, reistir af faraóunum Khufu, Khafre og Menkhare.


Skakki píramídinn í Dasjúr.

Þess má geta að píramídarnir í Mið- og Suður-Ameríku eru taldir þó nokkuð yngri en þeir í Egyptalandi, byggðir á síðustu árhundruðunum fyrir Kristsburð.

Heimildir og myndir:

Hér var svarað eftirtöldum spurningum:
  • Hver var fyrsti píramídinn? Hverjir byggðu hann? (Hrefna Ólafsdóttir)
  • Hver hannaði fyrsta píramídann? (Birgir Ragnarsson)

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

7.3.2003

Spyrjandi

Hrefna Ólafsdóttir, f. 1990
Birgir Ragnarsson, f. 1989

Tilvísun

Unnar Árnason. „Hvar var fyrsti píramídinn?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2003, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3212.

Unnar Árnason. (2003, 7. mars). Hvar var fyrsti píramídinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3212

Unnar Árnason. „Hvar var fyrsti píramídinn?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2003. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3212>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar var fyrsti píramídinn?

Þrepapíramídinn í Sakkara.

Fyrsti píramídinn er talinn hafa verið reistur í Egyptalandi á árunum kringum 2650-2575 f.Kr. Þá ríkti faraóinn Djoser sem var af 3. konungsættinni. Arkitektinn var Imhotep, maður svo þekktur af fróðleik, vísdómi og stjórnvisku að síðar var hann dýrkaður sem lækningaguð bæði í Egyptalandi og Grikklandi (þar sem hann rann saman við guðinn Asklepíus). Fyrsti píramídinn er í Sakkara (Saqqarah) og er hann gjarnan kenndur við þann stað, en einnig af lögun sinni og nefndur þrepapíramídinn í Sakkara.

Neðsta þrep hans var upphaflega sérstök bygging, gerð samkvæmt egypskri hefð um grafhýsi, svonefnd mastaba. Mastaban var 8 metra há og hver hlið um 63 metrar á lengd. Bætt var við hverja hlið og fleiri þrep byggð ofan á mastöbuna, alls sex mishá þrep um 60 metra há. Grunnflöturinn varð að ferhyrningi, 120 metra löngum og 108 metra breiðum.

Þrepapíramídinn í Sakkara er elsta „merkilega“ steinbygging Fornegypta og telst marka upphafið að þeirra frægu byggingahefð. Imhotepi er með þessari byggingu sinni eignað að innleiða hið svonefnda Gamla konungsveldi (2575-2130 f.Kr.) í Egyptalandi. Flókið kerfi ganga og herbergja er að finna inni í píramídanum en stærsta herbergið er eiginlegt grafhýsi Djosers, við endann á 25 metra löngum og 8 metra breiðum gangi

Fleiri yngri dæmi eru um að byggingum, upphaflega reistar með annað form í huga, hafi verið breytt í píramída í Egyptalandi. „Skakki“ píramídinn í Dasjúr (Dahshür), skammt frá Sakkara, var reistur á valdatíma faraósins Snefrus (af 4. konungsættinni) og hefur sérkennilegan, tvískiptan halla. Einnig frá tíma Snefrus er píramídinn í Mædúm (Maydum), sem er „sannur“ píramídi, það er með sléttar og jafnar hliðar. Elsta dæmið um að píramídi hafi verið hannaður og byggður frá grunni er norður-steinpíramídinn í Dasjúr. Hliðar hans eru 220 metra langar og hæðin 120 metrar. Hann er gjarnan eignaður Snefru líka. Enn yngri eru svo hinir frægu píramídar í Giza, reistir af faraóunum Khufu, Khafre og Menkhare.


Skakki píramídinn í Dasjúr.

Þess má geta að píramídarnir í Mið- og Suður-Ameríku eru taldir þó nokkuð yngri en þeir í Egyptalandi, byggðir á síðustu árhundruðunum fyrir Kristsburð.

Heimildir og myndir:

Hér var svarað eftirtöldum spurningum:
  • Hver var fyrsti píramídinn? Hverjir byggðu hann? (Hrefna Ólafsdóttir)
  • Hver hannaði fyrsta píramídann? (Birgir Ragnarsson)...