Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvað er ABC-greining?

Gylfi Magnússon

ABC-greining byggist upphaflega á rannsóknum ítalska verkfræðingsins Vilfredo Pareto (1848-1923). Hann veitti því meðal annars athygli að 80% af verðmætum á Ítalíu voru í eigu um það bil 20% þjóðarinnar. Við nánari skoðun hefur komið í ljós að slík 80/20 skipting er nokkuð algeng á fleiri sviðum. Til dæmis er oft ekki fjarri lagi að 80% af veltu fyrirtækis sé vegna þess fimmtungs viðskiptavina sem mest kaupir eða vegna þess fimmtungs af vörum sem mest selst af. Þetta er þó vitaskuld ekki algild regla.

Í ljósi þessarar niðurstöðu hafa ýmis fyrirtæki séð sér hag í því að skipta vörum (eða viðskiptavinum) í hópa, þannig að til dæmis þau 20% sem mestu skipta eru í fyrsta hóp (A), þær vörur (eða viðskiptavinir) sem næstmestu máli skipta eru í öðrum hóp (B), oftast meirihlutinn, og afgangurinn er í enn öðrum hóp (C). Síðan er athyglinni sérstaklega beint að hópi A, þær vörur (eða viðskiptavinir) sem eru í hópi B fá nokkra athygli en lítið er lagt í að fylgjast með hópi C.

Þetta gæti til dæmis verið notað við birgðaeftirlit þannig að vörur í hópi A eru taldar með stuttu millibili og vel fylgst með birgðum af þeim, en minna lagt upp úr að fylgjast með birgðum af vörum í hópi B og enn minna eftirlit haft með vörum í hópi C. Vitaskuld kemur líka til greina að nota aðra skiptingu en þessa, til dæmis í tvo hópa eða fleiri en þrjá, allt eftir aðstæðum hjá hverju fyrirtæki og hlutföllin í hverjum hóp eru mismunandi eftir fyrirtækjum.

Slík skipting á vörum eða viðskiptavinum er stundum kölluð ABC-greining en einnig þekkist nafnið Pareto-greining og þá er stundum rætt um að nota 80/20 regluna. Skammstöfunin ABC er einnig notuð yfir önnur hugtök í viðskiptafræði, til dæmis activity based costing sem hefur verið þýtt sem verkgrundaður kostnaðarreikningur en það er alveg óskylt þeirri ABC-greiningu sem byggist á hugmynd Pareto.

Nánara lesefni um ABC-greiningu má finna í ýmsum kennslubókum, til dæmis um birgðastýringu, og auk þess eru fjölmargar greinar um hana á vefnum.

Myndir:

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

7.3.2003

Spyrjandi

Anna Halldórsdóttir

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað er ABC-greining?“ Vísindavefurinn, 7. mars 2003. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3214.

Gylfi Magnússon. (2003, 7. mars). Hvað er ABC-greining? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3214

Gylfi Magnússon. „Hvað er ABC-greining?“ Vísindavefurinn. 7. mar. 2003. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3214>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er ABC-greining?
ABC-greining byggist upphaflega á rannsóknum ítalska verkfræðingsins Vilfredo Pareto (1848-1923). Hann veitti því meðal annars athygli að 80% af verðmætum á Ítalíu voru í eigu um það bil 20% þjóðarinnar. Við nánari skoðun hefur komið í ljós að slík 80/20 skipting er nokkuð algeng á fleiri sviðum. Til dæmis er oft ekki fjarri lagi að 80% af veltu fyrirtækis sé vegna þess fimmtungs viðskiptavina sem mest kaupir eða vegna þess fimmtungs af vörum sem mest selst af. Þetta er þó vitaskuld ekki algild regla.

Í ljósi þessarar niðurstöðu hafa ýmis fyrirtæki séð sér hag í því að skipta vörum (eða viðskiptavinum) í hópa, þannig að til dæmis þau 20% sem mestu skipta eru í fyrsta hóp (A), þær vörur (eða viðskiptavinir) sem næstmestu máli skipta eru í öðrum hóp (B), oftast meirihlutinn, og afgangurinn er í enn öðrum hóp (C). Síðan er athyglinni sérstaklega beint að hópi A, þær vörur (eða viðskiptavinir) sem eru í hópi B fá nokkra athygli en lítið er lagt í að fylgjast með hópi C.

Þetta gæti til dæmis verið notað við birgðaeftirlit þannig að vörur í hópi A eru taldar með stuttu millibili og vel fylgst með birgðum af þeim, en minna lagt upp úr að fylgjast með birgðum af vörum í hópi B og enn minna eftirlit haft með vörum í hópi C. Vitaskuld kemur líka til greina að nota aðra skiptingu en þessa, til dæmis í tvo hópa eða fleiri en þrjá, allt eftir aðstæðum hjá hverju fyrirtæki og hlutföllin í hverjum hóp eru mismunandi eftir fyrirtækjum.

Slík skipting á vörum eða viðskiptavinum er stundum kölluð ABC-greining en einnig þekkist nafnið Pareto-greining og þá er stundum rætt um að nota 80/20 regluna. Skammstöfunin ABC er einnig notuð yfir önnur hugtök í viðskiptafræði, til dæmis activity based costing sem hefur verið þýtt sem verkgrundaður kostnaðarreikningur en það er alveg óskylt þeirri ABC-greiningu sem byggist á hugmynd Pareto.

Nánara lesefni um ABC-greiningu má finna í ýmsum kennslubókum, til dæmis um birgðastýringu, og auk þess eru fjölmargar greinar um hana á vefnum.

Myndir:...