Sólin Sólin Rís 10:39 • sest 15:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:40 • Sest 22:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:26 • Síðdegis: 23:02 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:56 • Síðdegis: 16:54 í Reykjavík

Hvað er marblettur?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Hér eru einnig svör við spurningunum:
 • Hvernig fær maður marbletti og af hverju breytist liturinn á húðinni?
 • Af hverju fær maður kúlur ef maður rekur sig í?

Allir hafa dottið eða rekið sig í eitthvað og fengið í kjölfarið kúlu á höggstað og síðan marblett. Marblettur myndast eftir högg sem nær til mjúku vefjanna undir húð. Þegar þessir vefir skaddast rofna litlar bláæðar og háræðar undir húðinni og blóð lekur út úr þeim. Rauðkornin sem safnast fyrir undir húðinni valda bláum, fjólubláum, rauðum og svörtum litum sem einkenna marbletti fyrstu 10 dagana eða svo eftir höggið.Þrátt fyrir að marblettir myndist við margs konar ólíkar aðstæður fara þeir allir í gegnum sömu litríku breytingarnar við bataferli líkamans. Marblettur tekur á sig flesta liti regnbogans áður en hann fölnar og hverfur endanlega. Litabreytingarnar eru merki um að líkaminn sé að brjóta niður blóðfrumurnar sem söfnuðust undir húðina og eru efnaferli líkamans þar að verki.

„Lífsferill“ marbletts er nokkurn veginn svona:
 • Eftir nokkuð þungt högg, til dæmis á fótlegg, myndast fljótlega kúla á höggstaðnum sem er rauð- eða fjólubláleit að lit og aum viðkomu. Þroti í kúlunni stafar af blóðsöfnun undir vefjunum.
 • Eftir nokkra daga er marbletturinn blár eða jafnvel svartur að lit.
 • Eftir 5-10 daga er hann orðinn grænn eða jafnvel gulur.
 • Eftir 10-14 daga er hann að öllum líkindum orðinn ljósbrúnn að lit og dofnar smám saman þar til hann hverfur alveg.

Fyrst eftir högg er gott að setja kaldan bakstur á höggstaðinn í að minnsta kosti 10 mínútur til að draga úr bólgumyndun og mari. Flestir marblettir eru horfnir með öllu eftir tvær vikur og sumir jafnvel fyrr. Ef marblettur hverfur ekki á tveimur vikum ætti að skoða málið nánar.

Til frekari fróðleiks má benda á svar sama höfundar við spurningunni Hvað er bólga? og pistil Sólveigar Dóru Magnúsdóttur læknis Tognanir og marblettir - góð ráð sem finna má á doktor.is

Heimild:

Kidshealth.org

Mynd: CADETS Canada

Höfundur

Útgáfudagur

27.3.2003

Spyrjandi

Arnór Guðmundsson, f. 1992
Hildur Björk Pálsdóttir, f. 1990
Eyþór Örn Eggertsson, f. 1987

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er marblettur?“ Vísindavefurinn, 27. mars 2003. Sótt 29. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=3288.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2003, 27. mars). Hvað er marblettur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3288

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er marblettur?“ Vísindavefurinn. 27. mar. 2003. Vefsíða. 29. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3288>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er marblettur?
Hér eru einnig svör við spurningunum:

 • Hvernig fær maður marbletti og af hverju breytist liturinn á húðinni?
 • Af hverju fær maður kúlur ef maður rekur sig í?

Allir hafa dottið eða rekið sig í eitthvað og fengið í kjölfarið kúlu á höggstað og síðan marblett. Marblettur myndast eftir högg sem nær til mjúku vefjanna undir húð. Þegar þessir vefir skaddast rofna litlar bláæðar og háræðar undir húðinni og blóð lekur út úr þeim. Rauðkornin sem safnast fyrir undir húðinni valda bláum, fjólubláum, rauðum og svörtum litum sem einkenna marbletti fyrstu 10 dagana eða svo eftir höggið.Þrátt fyrir að marblettir myndist við margs konar ólíkar aðstæður fara þeir allir í gegnum sömu litríku breytingarnar við bataferli líkamans. Marblettur tekur á sig flesta liti regnbogans áður en hann fölnar og hverfur endanlega. Litabreytingarnar eru merki um að líkaminn sé að brjóta niður blóðfrumurnar sem söfnuðust undir húðina og eru efnaferli líkamans þar að verki.

„Lífsferill“ marbletts er nokkurn veginn svona:
 • Eftir nokkuð þungt högg, til dæmis á fótlegg, myndast fljótlega kúla á höggstaðnum sem er rauð- eða fjólubláleit að lit og aum viðkomu. Þroti í kúlunni stafar af blóðsöfnun undir vefjunum.
 • Eftir nokkra daga er marbletturinn blár eða jafnvel svartur að lit.
 • Eftir 5-10 daga er hann orðinn grænn eða jafnvel gulur.
 • Eftir 10-14 daga er hann að öllum líkindum orðinn ljósbrúnn að lit og dofnar smám saman þar til hann hverfur alveg.

Fyrst eftir högg er gott að setja kaldan bakstur á höggstaðinn í að minnsta kosti 10 mínútur til að draga úr bólgumyndun og mari. Flestir marblettir eru horfnir með öllu eftir tvær vikur og sumir jafnvel fyrr. Ef marblettur hverfur ekki á tveimur vikum ætti að skoða málið nánar.

Til frekari fróðleiks má benda á svar sama höfundar við spurningunni Hvað er bólga? og pistil Sólveigar Dóru Magnúsdóttur læknis Tognanir og marblettir - góð ráð sem finna má á doktor.is

Heimild:

Kidshealth.org

Mynd: CADETS Canada...