Sólin Sólin Rís 09:28 • sest 16:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:28 • sest 16:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:46 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 15:13 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um sæskjaldbökur?

Jón Már Halldórsson

Sæskjaldbökur kallast allar tegundir skjaldbaka af ættunum Dermochelyidae og Cheloniidae. Ættin Cheloniidea telur 6 tegundir en Dermochelyidae aðeins eina, alls 7 tegundir. Þær lifa einungis í hlýjum sjó við miðbaug.

Leðurskjaldbaka (Dermochelys coriacea).

Leðurskjaldbakan (Dermochelys coriacea, e. leatherback turtle) er stærst allra sæskjaldbaka og um leið stærsta skjaldbakan í heiminum. Hún getur náð 2,1 m á lengd og vegið upp undir 550 kg. Hún fær þetta nafn, leðurskjaldbaka, vegna þess að skjöldurinn er ekki ber heldur hylur hann svartgrátt skinn, ólíkt öðrum skjaldbökum. Leðurskjaldbakan er alæta og étur allt, hvort sem það er upprunnið úr jurtaríkinu eða dýraríkinu. Hún á sér heimkynni í höfunum kringum miðbaug, Indlandshafi, Kyrrahafi og Atlantshafi, en er einnig algeng við Suður-Kyrrahafseyjar. Líkt og aðrar sæskjaldbökur eyðir hún langmestum tíma sínum í hafinu og þar æxlast hún, en þegar tími er kominn til að verpa eggjum fara kvendýrin á einhverja nálæga strönd, verpa í sandinn og moka yfir leðurkennd eggin.

Leðurskjaldbakan er í mikilli útrýmingarhættu nú um stundir og hefur reyndar horfið algerlega af mörgum svæðum. Mannfólkið sækir aðallega í eggin en einnig hafa mengun og fiskinet orðið henni að fjörtjóni. Leðurskjaldbakan er ein af tveimur skjaldbökutegundum í heiminum sem hafa einhvers konar eitur í holdi sínu. Þetta efnasamband nefnist chelonitoxin (mætti íslenska sem skjaldbökueitur) og er ekki sérlega vel þekkt. Neysla þess getur valdið niðurgangi, ælu og sviða í munni og samdrátti í meltingarfærum. Reyndar er umdeilt hvort leðurskjaldbakan sé eitruð því hún er mikið drepin til matar. Telja má víst að viðkomandi veiðimenn kunni ráð til að losna við þetta efnasamband með einhverri meðferð á kjötinu.

Grænskjaldbakan (Chelonia mydas).

Önnur tegund sækjaldbaka sem vert er að minnast á er grænskjaldbakan (Chelonia mydas) sem tilheyrir hinni ætt sæskjaldbaka, Cheloniidae. Þetta er einnig nokkuð stórvaxin tegund, getur orðið 90-140 kg. Hún lifir allt í kringum heiminn í hitabeltissjó og étur þara, en nýklaktir ungar éta einnig smá sjávardýr, svo sem svampa, orma og hveljur. Ólíkt leðurskjaldbökunni heldur grænskjaldbakan sig oft á sjávarströndum og lætur þar sólina verma sig. Grænskjaldbökurnar fá nafn sitt af lit holdsins en ekki skjöldsins. Grænskjaldbökur verða kynþroska á aldursbilinu 10-24 ára. Hjá grænu sæskjaldbökunni fer æxlun fram neðan sjávar, oftast á grunnsævi innan við 1 km frá ströndinni. Stundum geta orðið hörð átök milli karldýranna á fengitímanum og reyna þeir gjarnan að bíta hvern annan í hnakkann. Meðgöngutími grænskjaldböku er langur eða 40-72 dagar. Þegar kvendýrið finnur að tími er kominn til að verpa, syndir það upp á ströndina og grefur í sandinn klukkutímum saman áður en það kemur eggjunum þar fyrir. Venjulega verpir þessi tegund 100-200 eggjum.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.3.2003

Síðast uppfært

7.10.2022

Spyrjandi

Tinna Jónasdóttir, f. 1987

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um sæskjaldbökur?“ Vísindavefurinn, 28. mars 2003, sótt 6. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3289.

Jón Már Halldórsson. (2003, 28. mars). Hvað getið þið sagt mér um sæskjaldbökur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3289

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um sæskjaldbökur?“ Vísindavefurinn. 28. mar. 2003. Vefsíða. 6. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3289>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um sæskjaldbökur?
Sæskjaldbökur kallast allar tegundir skjaldbaka af ættunum Dermochelyidae og Cheloniidae. Ættin Cheloniidea telur 6 tegundir en Dermochelyidae aðeins eina, alls 7 tegundir. Þær lifa einungis í hlýjum sjó við miðbaug.

Leðurskjaldbaka (Dermochelys coriacea).

Leðurskjaldbakan (Dermochelys coriacea, e. leatherback turtle) er stærst allra sæskjaldbaka og um leið stærsta skjaldbakan í heiminum. Hún getur náð 2,1 m á lengd og vegið upp undir 550 kg. Hún fær þetta nafn, leðurskjaldbaka, vegna þess að skjöldurinn er ekki ber heldur hylur hann svartgrátt skinn, ólíkt öðrum skjaldbökum. Leðurskjaldbakan er alæta og étur allt, hvort sem það er upprunnið úr jurtaríkinu eða dýraríkinu. Hún á sér heimkynni í höfunum kringum miðbaug, Indlandshafi, Kyrrahafi og Atlantshafi, en er einnig algeng við Suður-Kyrrahafseyjar. Líkt og aðrar sæskjaldbökur eyðir hún langmestum tíma sínum í hafinu og þar æxlast hún, en þegar tími er kominn til að verpa eggjum fara kvendýrin á einhverja nálæga strönd, verpa í sandinn og moka yfir leðurkennd eggin.

Leðurskjaldbakan er í mikilli útrýmingarhættu nú um stundir og hefur reyndar horfið algerlega af mörgum svæðum. Mannfólkið sækir aðallega í eggin en einnig hafa mengun og fiskinet orðið henni að fjörtjóni. Leðurskjaldbakan er ein af tveimur skjaldbökutegundum í heiminum sem hafa einhvers konar eitur í holdi sínu. Þetta efnasamband nefnist chelonitoxin (mætti íslenska sem skjaldbökueitur) og er ekki sérlega vel þekkt. Neysla þess getur valdið niðurgangi, ælu og sviða í munni og samdrátti í meltingarfærum. Reyndar er umdeilt hvort leðurskjaldbakan sé eitruð því hún er mikið drepin til matar. Telja má víst að viðkomandi veiðimenn kunni ráð til að losna við þetta efnasamband með einhverri meðferð á kjötinu.

Grænskjaldbakan (Chelonia mydas).

Önnur tegund sækjaldbaka sem vert er að minnast á er grænskjaldbakan (Chelonia mydas) sem tilheyrir hinni ætt sæskjaldbaka, Cheloniidae. Þetta er einnig nokkuð stórvaxin tegund, getur orðið 90-140 kg. Hún lifir allt í kringum heiminn í hitabeltissjó og étur þara, en nýklaktir ungar éta einnig smá sjávardýr, svo sem svampa, orma og hveljur. Ólíkt leðurskjaldbökunni heldur grænskjaldbakan sig oft á sjávarströndum og lætur þar sólina verma sig. Grænskjaldbökurnar fá nafn sitt af lit holdsins en ekki skjöldsins. Grænskjaldbökur verða kynþroska á aldursbilinu 10-24 ára. Hjá grænu sæskjaldbökunni fer æxlun fram neðan sjávar, oftast á grunnsævi innan við 1 km frá ströndinni. Stundum geta orðið hörð átök milli karldýranna á fengitímanum og reyna þeir gjarnan að bíta hvern annan í hnakkann. Meðgöngutími grænskjaldböku er langur eða 40-72 dagar. Þegar kvendýrið finnur að tími er kominn til að verpa, syndir það upp á ströndina og grefur í sandinn klukkutímum saman áður en það kemur eggjunum þar fyrir. Venjulega verpir þessi tegund 100-200 eggjum.

Heimildir og myndir:...