Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvaða tegund af skjaldböku fann Einar Hansen á Hólmavík árið 1963?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega spurningin var:

Hvað getið þið sagt mér um skjaldbökufund Einars Hansen á Hólmavík 1963? Hafa áður fundist skjaldbökur svo norðarlega?

Á haustmánuðum árið 1963 fann Einar Hansen, Hólmvíkingur af norsku bergi brotinn, nýlega dauða sæskjaldböku í Steingrímsfirði rétt innan við Grímsey. Einar og sonur hans voru á heimleið úr róðri þegar þeir tóku eftir skepnunni sem maraði í hálfu kafi. Héldu þeir fyrst að um bobbing væri að ræða en þegar nær kom sáu þeir hvers lags var. Þeim tókst að festa hákarlakrók í kjaftinn á skjaldbökunni og draga hana meðfram síðu bátsins til hafnar á Hólmavík. Skjaldbakan vakti að vonum mikla athygli þegar hún var dregin að landi. Hún var í fyrstu geymd í frystihúsi þorpsins en síðan keypt af Náttúrugripasafni Íslands.

Einar Hansen og skjaldbakan sem reyndist vera af tegundinni Dermochelys coriacea.

Sæskjaldbakan í Steingrímsfirði var af tegund sem nefnist á íslensku leðurbaka eða leðurskjaldbaka (Dermochelys coriacea) og er stærsta skjaldbökutegund í heimi. Reyndist þessi tiltekna skjaldbaka hafa verið 370-380 kg, 203 cm á lengd og 240 cm á breidd (ásamt bægslum).

Tegundin skiptist í þrjá meginstofna sem hafa útbreiðslu í Atlantshafi, í Austur-Kyrrrahafi og Vestur-Kyrrahafi auk minni stofna víðar. Útbreiðsla tegundarinnar miðast við hlý- og heittempraðan sjó en stundum þvælast skjaldbökurnar út fyrir heimkynni sín. Skjaldbakan sem fannst í Steingrímsfirði tilheyrði væntanlega Atlantshafsstofninum. Leðurskjaldbökur hafa oft fundist við strendur í Norðvestur-Evrópu og er talið að þær séu komnar úr Vestur-Indíum og hafi borist með Golfstraumnum norður eftir. Ekki er höfundi þessa svars kunnugt um hversu norðarlega leðurskjaldbaka hefur flækst en vitað er að hún hefur fundist við Norður-Noreg og einnig við strendur Grænlands.

Leðurskjaldbökur eru sæskjaldbökur og koma aðeins upp á land til að verpa eggjum.

Fundur Steingrímsfjarðarskjaldbökunnar er fyrsti staðfesti fundur leðurskjaldböku hér við land. Árið 2007 sáu farþegar í hvalaskoðunarferð undan Reykjanesi sæskjaldböku á sundi sem mögulega gat verið leðurskjaldbaka. Við nánari athugun er þó líklegt að þar hafi verið um að ræða einstakling af tegundinni Caretta caretta sem á íslensku kallast klumbudraga og er nokkru minni en leðurskjaldbakan.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

5.5.2020

Spyrjandi

Hörður Ernir Heiðarsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða tegund af skjaldböku fann Einar Hansen á Hólmavík árið 1963?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2020. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=78504.

Jón Már Halldórsson. (2020, 5. maí). Hvaða tegund af skjaldböku fann Einar Hansen á Hólmavík árið 1963? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=78504

Jón Már Halldórsson. „Hvaða tegund af skjaldböku fann Einar Hansen á Hólmavík árið 1963?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2020. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=78504>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða tegund af skjaldböku fann Einar Hansen á Hólmavík árið 1963?
Upprunalega spurningin var:

Hvað getið þið sagt mér um skjaldbökufund Einars Hansen á Hólmavík 1963? Hafa áður fundist skjaldbökur svo norðarlega?

Á haustmánuðum árið 1963 fann Einar Hansen, Hólmvíkingur af norsku bergi brotinn, nýlega dauða sæskjaldböku í Steingrímsfirði rétt innan við Grímsey. Einar og sonur hans voru á heimleið úr róðri þegar þeir tóku eftir skepnunni sem maraði í hálfu kafi. Héldu þeir fyrst að um bobbing væri að ræða en þegar nær kom sáu þeir hvers lags var. Þeim tókst að festa hákarlakrók í kjaftinn á skjaldbökunni og draga hana meðfram síðu bátsins til hafnar á Hólmavík. Skjaldbakan vakti að vonum mikla athygli þegar hún var dregin að landi. Hún var í fyrstu geymd í frystihúsi þorpsins en síðan keypt af Náttúrugripasafni Íslands.

Einar Hansen og skjaldbakan sem reyndist vera af tegundinni Dermochelys coriacea.

Sæskjaldbakan í Steingrímsfirði var af tegund sem nefnist á íslensku leðurbaka eða leðurskjaldbaka (Dermochelys coriacea) og er stærsta skjaldbökutegund í heimi. Reyndist þessi tiltekna skjaldbaka hafa verið 370-380 kg, 203 cm á lengd og 240 cm á breidd (ásamt bægslum).

Tegundin skiptist í þrjá meginstofna sem hafa útbreiðslu í Atlantshafi, í Austur-Kyrrrahafi og Vestur-Kyrrahafi auk minni stofna víðar. Útbreiðsla tegundarinnar miðast við hlý- og heittempraðan sjó en stundum þvælast skjaldbökurnar út fyrir heimkynni sín. Skjaldbakan sem fannst í Steingrímsfirði tilheyrði væntanlega Atlantshafsstofninum. Leðurskjaldbökur hafa oft fundist við strendur í Norðvestur-Evrópu og er talið að þær séu komnar úr Vestur-Indíum og hafi borist með Golfstraumnum norður eftir. Ekki er höfundi þessa svars kunnugt um hversu norðarlega leðurskjaldbaka hefur flækst en vitað er að hún hefur fundist við Norður-Noreg og einnig við strendur Grænlands.

Leðurskjaldbökur eru sæskjaldbökur og koma aðeins upp á land til að verpa eggjum.

Fundur Steingrímsfjarðarskjaldbökunnar er fyrsti staðfesti fundur leðurskjaldböku hér við land. Árið 2007 sáu farþegar í hvalaskoðunarferð undan Reykjanesi sæskjaldböku á sundi sem mögulega gat verið leðurskjaldbaka. Við nánari athugun er þó líklegt að þar hafi verið um að ræða einstakling af tegundinni Caretta caretta sem á íslensku kallast klumbudraga og er nokkru minni en leðurskjaldbakan.

Heimildir og myndir:...