Sólin Sólin Rís 05:29 • sest 21:25 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:47 • Sest 05:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:41 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:54 • Síðdegis: 24:11 í Reykjavík

Hvað eru til margar tegundir af skjaldbökum?

Jón Már Halldórsson

Skjaldbökur eru frumstæð skriðdýr af ættbálknum Chelonia. Í dag er talið að þekktar skjaldbökutegundir séu alls 348 og 119 undirtegundir. Af þessum tegundum eru aðeins sjö tegundir svokallaðra sjávarblaka, aðrar lifa í fersku vatni eða á landi. Helsta einkenni skjaldbaka er vitanlega skjöldurinn sem umlykur skrokkinn. Ef hætta steðjar að skjaldbökum geta þær dregið bæði fætur og höfuð inn undir hann.

Tegundin Chrysemys picta sem má kalla blettaskjaldböku er útbreiddasta skjaldbaka Norður-Ameríku og jafnframt sú tegund sem teygir heimkynni sín lengst í norður.

Þótt langflestar skjaldbökur lifi í votlendi í hitabeltinu finnast skjaldbökur í öllum heimsálfum nema Suðurskautslandinu. Þær finnast í graslendi í miðríkjum Bandaríkjanna, regnskógum Suðaustur-Asíu, staktrjáasléttum Afríku og í eyðimörkum Miðausturlanda.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.5.2018

Spyrjandi

Pála Regína Ólafsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir af skjaldbökum?“ Vísindavefurinn, 16. maí 2018. Sótt 22. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=75381.

Jón Már Halldórsson. (2018, 16. maí). Hvað eru til margar tegundir af skjaldbökum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=75381

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margar tegundir af skjaldbökum?“ Vísindavefurinn. 16. maí. 2018. Vefsíða. 22. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=75381>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margar tegundir af skjaldbökum?
Skjaldbökur eru frumstæð skriðdýr af ættbálknum Chelonia. Í dag er talið að þekktar skjaldbökutegundir séu alls 348 og 119 undirtegundir. Af þessum tegundum eru aðeins sjö tegundir svokallaðra sjávarblaka, aðrar lifa í fersku vatni eða á landi. Helsta einkenni skjaldbaka er vitanlega skjöldurinn sem umlykur skrokkinn. Ef hætta steðjar að skjaldbökum geta þær dregið bæði fætur og höfuð inn undir hann.

Tegundin Chrysemys picta sem má kalla blettaskjaldböku er útbreiddasta skjaldbaka Norður-Ameríku og jafnframt sú tegund sem teygir heimkynni sín lengst í norður.

Þótt langflestar skjaldbökur lifi í votlendi í hitabeltinu finnast skjaldbökur í öllum heimsálfum nema Suðurskautslandinu. Þær finnast í graslendi í miðríkjum Bandaríkjanna, regnskógum Suðaustur-Asíu, staktrjáasléttum Afríku og í eyðimörkum Miðausturlanda.

Heimildir og mynd:

...