Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er mannkynið ekki búið að þróa sig þannig að það séu ekki til nein „sokkahár“ fyrst maður verður stundum svona aumur í þeim?

Ritstjórn Vísindavefsins

Þetta er auðvitað meðal helstu þróunargalla mannkyns. Meðal annarra galla má telja takmarkaðan fjölda handa (hver mundi ekki vilja hafa fjórar hendur?) og vandræðin sem hljótast af því að ekki er hægt að vera nema á einum stað í einu.

Vísindavefurinn leiðir um þessar mundir vinnuhóp vísindamanna um heim allan sem leitar að lausnum á þessum bagalegu vandamálum en rannsóknir fara enn sem komið er leynt af öryggisástæðum.

Að sjálfsögðu hefði mátt ætla að svokölluð sokkahár, eða hár á fótleggjum, hefðu horfið með náttúruvali enda augljóst að fólk með hárlausa fótleggi er hæfara til að lifa af og eignast afkvæmi. Því miður hefur þetta brugðist. Þar má til dæmis kenna því um að nokkur fjöldi einstaklinga stundar það að raka á sér fótleggina eða eyða fótleggjahárum með öðrum hætti. Þetta fólk er að villa á sér heimildir þar sem verðandi makar halda að um sé að ræða einstaklinga sem eru lausir við fótaháragen og því mun hæfari en aðrir til undaneldis. Eftir að þetta fláráða fólk hefur náð takmarki sínu kemur svo upp úr kafinu að hárvöxtur á fótleggjum þess er ekkert minni en gengur og gerist.

Ritstjórn Vísindavefsins sér fyrir sér tvær ósamrýmanlegar lausnir á þessum alvarlega vanda og leggur til að blásið verði til þjóðaratkvæðis til að velja á milli þeirra. Fyrri kosturinn er sá að allur rakstur eða önnur eyðing fótleggjahára verði bönnuð með lögum. Aðeins þannig getur náttúruvalið fengið að hafa sinn gang í þessum efnum. Seinni möguleikinn er að við hættum að hafa áhyggjur af náttúruvalinu, löggjafinn grípi ekki til neinna aðgerða og fólk sem telur sig eiga við vandamál að stríða vegna sokkahára fjárfesti í góðri rakvél eða hætti að ganga í sokkum.

Myndin er fengin af vefsetrinu Party Domain.

Útgáfudagur

28.3.2003

Spyrjandi

Bragi Bragason

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Af hverju er mannkynið ekki búið að þróa sig þannig að það séu ekki til nein „sokkahár“ fyrst maður verður stundum svona aumur í þeim?“ Vísindavefurinn, 28. mars 2003, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3292.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2003, 28. mars). Af hverju er mannkynið ekki búið að þróa sig þannig að það séu ekki til nein „sokkahár“ fyrst maður verður stundum svona aumur í þeim? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3292

Ritstjórn Vísindavefsins. „Af hverju er mannkynið ekki búið að þróa sig þannig að það séu ekki til nein „sokkahár“ fyrst maður verður stundum svona aumur í þeim?“ Vísindavefurinn. 28. mar. 2003. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3292>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er mannkynið ekki búið að þróa sig þannig að það séu ekki til nein „sokkahár“ fyrst maður verður stundum svona aumur í þeim?
Þetta er auðvitað meðal helstu þróunargalla mannkyns. Meðal annarra galla má telja takmarkaðan fjölda handa (hver mundi ekki vilja hafa fjórar hendur?) og vandræðin sem hljótast af því að ekki er hægt að vera nema á einum stað í einu.

Vísindavefurinn leiðir um þessar mundir vinnuhóp vísindamanna um heim allan sem leitar að lausnum á þessum bagalegu vandamálum en rannsóknir fara enn sem komið er leynt af öryggisástæðum.

Að sjálfsögðu hefði mátt ætla að svokölluð sokkahár, eða hár á fótleggjum, hefðu horfið með náttúruvali enda augljóst að fólk með hárlausa fótleggi er hæfara til að lifa af og eignast afkvæmi. Því miður hefur þetta brugðist. Þar má til dæmis kenna því um að nokkur fjöldi einstaklinga stundar það að raka á sér fótleggina eða eyða fótleggjahárum með öðrum hætti. Þetta fólk er að villa á sér heimildir þar sem verðandi makar halda að um sé að ræða einstaklinga sem eru lausir við fótaháragen og því mun hæfari en aðrir til undaneldis. Eftir að þetta fláráða fólk hefur náð takmarki sínu kemur svo upp úr kafinu að hárvöxtur á fótleggjum þess er ekkert minni en gengur og gerist.

Ritstjórn Vísindavefsins sér fyrir sér tvær ósamrýmanlegar lausnir á þessum alvarlega vanda og leggur til að blásið verði til þjóðaratkvæðis til að velja á milli þeirra. Fyrri kosturinn er sá að allur rakstur eða önnur eyðing fótleggjahára verði bönnuð með lögum. Aðeins þannig getur náttúruvalið fengið að hafa sinn gang í þessum efnum. Seinni möguleikinn er að við hættum að hafa áhyggjur af náttúruvalinu, löggjafinn grípi ekki til neinna aðgerða og fólk sem telur sig eiga við vandamál að stríða vegna sokkahára fjárfesti í góðri rakvél eða hætti að ganga í sokkum.

Myndin er fengin af vefsetrinu Party Domain....