Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Hvaða spendýrategund telur flesta einstaklinga?

Jón Már Halldórsson

Spurningin hljóðaði upphaflega svona:
Hvaða spendýrategund telur flesta einstaklinga, og hvað er talið að til séu mörg dýr af þeirri tegund?

Þar sem nákvæm stofnstærð flestra spendýrategunda á heimsvísu er ekki kunn, sérstaklega hjá smærri spendýrum eins og nagdýrum (rodentia), er svarið ekki að fullu ljóst. Eitt af því sem ákvarðar heildarstofnstærð dýra, þeirra á meðal spendýra, er stærð ákjósanlegs búsvæðis, þar sem dýrið getur dafnað, haft nægt æti og skjól og alið upp unga sína. Annað er lífsrými hvers einstaklings, það er að segja, sum dýr eins og hjartardýr, þurfa sitt svæði til að geta framfleytt sér en smávaxin spendýr þurfa minna rými og fæðu.

Þegar siðmenningin leit dagsins ljós fyrir fáeinum þúsundum ára, fóru menn fyrst að breyta umhverfi sínu varanlega. Landbúnaðarvæðingin olli umtalsverðum breytingum á búsvæðum langflestra spendýra og leiddu þessar breytingar til þess að sumum tegundum fækkaði en aðrar náðu að aðlagast þeim breytingum sem urðu, lærðu að komast af í skjóli mannsins og þeim fjölgaði mjög, til dæmis rottum og húsamúsum.

Ljóst er að þeim spendýrum farnast best í dag sem hafa náð að aðlagast nógu hratt þessum breytingum á náttúrunni og geta lifað í skjóli mannsins án þess að vera neitt sértaklega áberandi í nánasta umhverfi hans. Þetta eru frekar smá dýr sem geta leynst fyrir mannskepnunni en finna sér nægt æti. Brúnrottur (Rattus norvegicus) koma upp í hugann en sú tegund hefur náð að nema land um allan heim í samfloti með manninum.




Rottur hafa verið, og eru enn, mikill áhrifavaldur fyrir mannkynið. Þær eru sjúkdómsberar auk þess sem ótrúlega stór hluti af kornuppskeru heimsins tapast vegna vegna þeirra. Talið er að sjúkdómar sem berast með brúnrottum, og nokkrum öðrum tegundum rotta, hafi lagt fleiri manneskjur í gröfina en öll hernaðarátök sem mannskepnan hefur háð í sögunni!

Yfirvöld á Bretlandseyjum hafa orðið miklar áhyggjur af stórfelldri aukningu á rottum í stórborgum. Ástæðan fyrir aukningunni er sú að rottum farnast vel á öllu því rusli sem maðurinn hendir frá sér, sérstaklega skyndibitum sem fleygt er hvar sem er. Yfirvöld telja að stofnstærðaraukningin hafi verið um 24% á árunum 1998-2001. Brúnrottur æxlast hratt og getur hvert kvendýr alið af sér ungahóp í hverjum mánuði og ef aðstæður eru góðar, er hér um sprengingu í fjölda að ræða. Eitt rottupar getur til dæmis á einu ári alið af sér allt að 800 unga!

Æxlunartímabilið er reyndar bundið við hlýjustu mánuði ársins hjá flestum rottum, en það er endilega ekki reglan því rottur sem lifa í byggingum, ræsum eða við svipaðar aðstæður, æxlast allt árið ólíkt öðrum brúnrottum sem lifa utan stórborga líkt og þær gera hér á landi.

Að mati sérfræðinga í meindýravörnum í Bretlandi, er talið að heildarstofnstærð rotta þar sé um 60 milljónir dýra, eða ein rotta á hvert mannsbarn! Síðastliðin ár hefur hagamúsum og fleiri „meindýrum“ fækkað talsvert og telja menn að rottur leggi smærri nagdýr sér til munns, ekki síður en sorp. Sömu sögu er að segja frá Rússlandi en brúnrottum þar hefur fjölgað á 10 árum um nær 100% giska stjórnvöld á, og sömu sögu er að segja frá New York. Þar segir Billy Perkins, sem situr í meindýravarnarnefnd borgarinnar, að þar séu 9 rottur á hvert mannsbarn í borginni sem gerir um 70.000.000 rottur í borginni allri.

Ekki er ljóst hver heildarstofnstærð brúnrotta er á jörðinni en hún virðist fylgja manninum hvert sem er og lifa í öruggu skjóli hans fyrir öðrum afræningjum, nema manninum sjálfum. Reynslan sýnir okkur að ekkert hefur gengið að fækka þeim geysilegu stóru stofnum rotta sem deila borgunum með okkur. Hvað eru margar rottur til? Sú tala er ekki kunn en sennilega eru mun fleiri brúnrottur en menn á jörðinni. Kannski eru þær 10 milljarðar, kannski fleiri, en án efa telur spendýrategundin Rattus norvegicus flesta einstaklinga meðal spendýra jarðarinnar.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

1.4.2003

Spyrjandi

Steinn Halldórsson, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða spendýrategund telur flesta einstaklinga?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2003. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3299.

Jón Már Halldórsson. (2003, 1. apríl). Hvaða spendýrategund telur flesta einstaklinga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3299

Jón Már Halldórsson. „Hvaða spendýrategund telur flesta einstaklinga?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2003. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3299>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða spendýrategund telur flesta einstaklinga?
Spurningin hljóðaði upphaflega svona:

Hvaða spendýrategund telur flesta einstaklinga, og hvað er talið að til séu mörg dýr af þeirri tegund?

Þar sem nákvæm stofnstærð flestra spendýrategunda á heimsvísu er ekki kunn, sérstaklega hjá smærri spendýrum eins og nagdýrum (rodentia), er svarið ekki að fullu ljóst. Eitt af því sem ákvarðar heildarstofnstærð dýra, þeirra á meðal spendýra, er stærð ákjósanlegs búsvæðis, þar sem dýrið getur dafnað, haft nægt æti og skjól og alið upp unga sína. Annað er lífsrými hvers einstaklings, það er að segja, sum dýr eins og hjartardýr, þurfa sitt svæði til að geta framfleytt sér en smávaxin spendýr þurfa minna rými og fæðu.

Þegar siðmenningin leit dagsins ljós fyrir fáeinum þúsundum ára, fóru menn fyrst að breyta umhverfi sínu varanlega. Landbúnaðarvæðingin olli umtalsverðum breytingum á búsvæðum langflestra spendýra og leiddu þessar breytingar til þess að sumum tegundum fækkaði en aðrar náðu að aðlagast þeim breytingum sem urðu, lærðu að komast af í skjóli mannsins og þeim fjölgaði mjög, til dæmis rottum og húsamúsum.

Ljóst er að þeim spendýrum farnast best í dag sem hafa náð að aðlagast nógu hratt þessum breytingum á náttúrunni og geta lifað í skjóli mannsins án þess að vera neitt sértaklega áberandi í nánasta umhverfi hans. Þetta eru frekar smá dýr sem geta leynst fyrir mannskepnunni en finna sér nægt æti. Brúnrottur (Rattus norvegicus) koma upp í hugann en sú tegund hefur náð að nema land um allan heim í samfloti með manninum.




Rottur hafa verið, og eru enn, mikill áhrifavaldur fyrir mannkynið. Þær eru sjúkdómsberar auk þess sem ótrúlega stór hluti af kornuppskeru heimsins tapast vegna vegna þeirra. Talið er að sjúkdómar sem berast með brúnrottum, og nokkrum öðrum tegundum rotta, hafi lagt fleiri manneskjur í gröfina en öll hernaðarátök sem mannskepnan hefur háð í sögunni!

Yfirvöld á Bretlandseyjum hafa orðið miklar áhyggjur af stórfelldri aukningu á rottum í stórborgum. Ástæðan fyrir aukningunni er sú að rottum farnast vel á öllu því rusli sem maðurinn hendir frá sér, sérstaklega skyndibitum sem fleygt er hvar sem er. Yfirvöld telja að stofnstærðaraukningin hafi verið um 24% á árunum 1998-2001. Brúnrottur æxlast hratt og getur hvert kvendýr alið af sér ungahóp í hverjum mánuði og ef aðstæður eru góðar, er hér um sprengingu í fjölda að ræða. Eitt rottupar getur til dæmis á einu ári alið af sér allt að 800 unga!

Æxlunartímabilið er reyndar bundið við hlýjustu mánuði ársins hjá flestum rottum, en það er endilega ekki reglan því rottur sem lifa í byggingum, ræsum eða við svipaðar aðstæður, æxlast allt árið ólíkt öðrum brúnrottum sem lifa utan stórborga líkt og þær gera hér á landi.

Að mati sérfræðinga í meindýravörnum í Bretlandi, er talið að heildarstofnstærð rotta þar sé um 60 milljónir dýra, eða ein rotta á hvert mannsbarn! Síðastliðin ár hefur hagamúsum og fleiri „meindýrum“ fækkað talsvert og telja menn að rottur leggi smærri nagdýr sér til munns, ekki síður en sorp. Sömu sögu er að segja frá Rússlandi en brúnrottum þar hefur fjölgað á 10 árum um nær 100% giska stjórnvöld á, og sömu sögu er að segja frá New York. Þar segir Billy Perkins, sem situr í meindýravarnarnefnd borgarinnar, að þar séu 9 rottur á hvert mannsbarn í borginni sem gerir um 70.000.000 rottur í borginni allri.

Ekki er ljóst hver heildarstofnstærð brúnrotta er á jörðinni en hún virðist fylgja manninum hvert sem er og lifa í öruggu skjóli hans fyrir öðrum afræningjum, nema manninum sjálfum. Reynslan sýnir okkur að ekkert hefur gengið að fækka þeim geysilegu stóru stofnum rotta sem deila borgunum með okkur. Hvað eru margar rottur til? Sú tala er ekki kunn en sennilega eru mun fleiri brúnrottur en menn á jörðinni. Kannski eru þær 10 milljarðar, kannski fleiri, en án efa telur spendýrategundin Rattus norvegicus flesta einstaklinga meðal spendýra jarðarinnar.

Heimildir og mynd:...