Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru hundar með sex skilningarvit?

Vanalega er talað um að skilningarvit dýra séu fimm. Þau eru sjón, heyrn, þefskyn, bragðskyn og snertiskyn. Fæstir efast líklega um að hundar hafi þessi fimm skilningarvit.

Í sumum fræðum eru skilningarvitin talin vera sex, en að vísu er það sjötta ekki alltaf það sama. Í íþróttasálfræði er til dæmis talað um að líkamsvitund sé sjötta skilningarvitið. Ekki er ólíklegt að hundar búi einnig yfir því. Í svonefndum nýaldarfræðum er sjötta skilningarvitið talið vera innra skilningarvit mannsins. Ef við höfum þetta innra skilningarvit, finnst mér ekki ólíklegt að hundar hafi það líka.

Svo virðist einnig vera að dýr sýni tilfinningar eins og gleði, hryggð og reiði eins og fram kemur í svari eftir Jón Má Halldórsson á Vísindavefnum, við spurningunni Grætur einhver dýrategund, önnur en maðurinn?

Hægt er að lesa um sjón hunda á Vísindavefnum í svari eftir Jón Má Halldórsson, við spurningunni Hvernig sjá hundar? Um lyktarskyn hunda má lesa á vefsetrinu snerpa.is/hundar

Mynd: Hundurinn Lappi
Þetta svar er eftir grunnskólanema á námskeiði Vísindavefsins sem haldið er í samvinnu við samtökin Heimili og skóla og Fræðslumiðstöð Reykjavíkurborgar vegna bráðgerra barna.

Útgáfudagur

1.4.2003

Spyrjandi

Guðmundur Felixson, f. 1990

Efnisorð

Höfundur

grunnskólanemi í Varmárskóla

Tilvísun

Hrefna Jónsdóttir. „Eru hundar með sex skilningarvit?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2003. Sótt 27. janúar 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=3301.

Hrefna Jónsdóttir. (2003, 1. apríl). Eru hundar með sex skilningarvit? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3301

Hrefna Jónsdóttir. „Eru hundar með sex skilningarvit?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2003. Vefsíða. 27. jan. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3301>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ásta Bryndís Schram

1958

Ásta Bryndís Schram er lektor og kennsluþróunarstjóri við Heilbrigðisvísindasvið HÍ auk þess sem hún starfar við kennsluráðgjöf hjá Kennslumiðstöð. Meginviðfangsefni hennar í rannsóknum er áhugahvöt, sjálfsmynd, samsömun og samspil þessara þátta við kennsluaðferðir.