Sólin Sólin Rís 08:40 • sest 18:42 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:24 • Sest 09:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:32 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:29 • Síðdegis: 14:44 í Reykjavík

Hver er munurinn á vefsíðuheitunum: .asp , .htm , .html, .php o.s.frv.?

Daði Ingólfsson

Þegar vafrað er um netið sendir vafrinn fyrirspurn til netþjóns (e. webserver) sem túlkar fyrirspurnina, vinnur úr henni og sendir niðurstöðu til baka til vafrans, venjulega á HTML-formi. HTML (Hyper Text Markup Language) er samsafn skipana um hvernig vafrinn eigi að birta heimasíðuna, til dæmis hvar, hvernig og hvaða texti og myndir skuli birtast á skjá viðtakandans.

Endingar eins og asp, html, php, jsp, txt og xml, hjálpa netþjóninum að skilja hvernig hann eigi að meðhöndla fyrirspurnina. Einföldustu fyrirspurnirnar eru þegar þær enda til dæmis á html eða htm (endingar á skjölum sem innihalda HTML-kóða), jpg, gif, png (endingar á myndum) og txt (endingar á skjölum sem innihalda texta). Þá finnur netþjónninn einfaldlega það skjal sem spurt er um og sendir innihaldið til baka til vafrans. Hann móttekur skjalið og birtir á skjá notendans. Þegar um einfalda mynd eða texta er að ræða birtir vafrinn það einfaldlega efst til vinstri, en ef um er að ræða HTML-skjal, túlkar vafrarinn skjalið og birtir innihald þess í samræmi við skipanir html-kóðans.

Nú er það svo að sumir vefir eru afar stórir og það væri mjög óhagstætt að geyma eitt HTML-skjal fyrir hverja mismunandi síðu vefjarins. Ef við tökum mbl.is sem dæmi sjáum við að allar fréttir líta eins út: Efst eru tengingar í mismunandi svæði vefsins, vinstra megin eru meðal annars tengingar innan fréttahluta vefjarins og hægra megin er pláss fyrir auglýsingar. Fréttin sjálf birtist alltaf á sama stað, í miðjunni, með fyrirsögn og texta með mynd efst hægra megin ef mynd fylgir fréttinni. Nú eru fleiri þúsund fréttir á Morgunblaðsvefnum og ef allar ættu að eiga sitt eigið HTML skjal væri bæði erfitt að hafa stjórn á innihaldinu, og ef ákveðið væri að breyta umbrotin (til dæmis merki vefsins) þyrfti að breyta því í öllum skjölunum.

Þegar vefsíðuheitið er til dæmis asp eða php þýðir það að vefirnir eru forritaðir á einn eða annan hátt. Fréttahluti Morgunblaðsvefjarins er til dæmis forritaður þannig að sjálfar fréttirnar eru í gagnagrunni og þegar beðið er um ákveðna frétt (til dæmis fréttina um dauða kindarinnar Dollý sem er nr. 1017725 í gagnagrunni Morgunblaðsvefsins - númerið sést í vafraranum þegar beðið er um fréttina) sér forritið um að sækja hana í gagnagrunninn og birta hana á ákveðnum stað í fyrirfram ákveðnu umbroti. Forritið getur í raun unnið með fyrirspurnina á óteljandi vísu, en algengast er að það sé notað til að sækja texta og tilvísanir í myndir í gagnagrunn sem síðan er settur á rétta staði í HTML-kóðann, sem síðan er sendur til viðtakandans.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:

Höfundur

Daði Ingólfsson

tölvunarfræðingur

Útgáfudagur

2.4.2003

Spyrjandi

Dagur Hilmarsson, f. 1986

Tilvísun

Daði Ingólfsson. „Hver er munurinn á vefsíðuheitunum: .asp , .htm , .html, .php o.s.frv.?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2003. Sótt 28. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3305.

Daði Ingólfsson. (2003, 2. apríl). Hver er munurinn á vefsíðuheitunum: .asp , .htm , .html, .php o.s.frv.? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3305

Daði Ingólfsson. „Hver er munurinn á vefsíðuheitunum: .asp , .htm , .html, .php o.s.frv.?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2003. Vefsíða. 28. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3305>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er munurinn á vefsíðuheitunum: .asp , .htm , .html, .php o.s.frv.?
Þegar vafrað er um netið sendir vafrinn fyrirspurn til netþjóns (e. webserver) sem túlkar fyrirspurnina, vinnur úr henni og sendir niðurstöðu til baka til vafrans, venjulega á HTML-formi. HTML (Hyper Text Markup Language) er samsafn skipana um hvernig vafrinn eigi að birta heimasíðuna, til dæmis hvar, hvernig og hvaða texti og myndir skuli birtast á skjá viðtakandans.

Endingar eins og asp, html, php, jsp, txt og xml, hjálpa netþjóninum að skilja hvernig hann eigi að meðhöndla fyrirspurnina. Einföldustu fyrirspurnirnar eru þegar þær enda til dæmis á html eða htm (endingar á skjölum sem innihalda HTML-kóða), jpg, gif, png (endingar á myndum) og txt (endingar á skjölum sem innihalda texta). Þá finnur netþjónninn einfaldlega það skjal sem spurt er um og sendir innihaldið til baka til vafrans. Hann móttekur skjalið og birtir á skjá notendans. Þegar um einfalda mynd eða texta er að ræða birtir vafrinn það einfaldlega efst til vinstri, en ef um er að ræða HTML-skjal, túlkar vafrarinn skjalið og birtir innihald þess í samræmi við skipanir html-kóðans.

Nú er það svo að sumir vefir eru afar stórir og það væri mjög óhagstætt að geyma eitt HTML-skjal fyrir hverja mismunandi síðu vefjarins. Ef við tökum mbl.is sem dæmi sjáum við að allar fréttir líta eins út: Efst eru tengingar í mismunandi svæði vefsins, vinstra megin eru meðal annars tengingar innan fréttahluta vefjarins og hægra megin er pláss fyrir auglýsingar. Fréttin sjálf birtist alltaf á sama stað, í miðjunni, með fyrirsögn og texta með mynd efst hægra megin ef mynd fylgir fréttinni. Nú eru fleiri þúsund fréttir á Morgunblaðsvefnum og ef allar ættu að eiga sitt eigið HTML skjal væri bæði erfitt að hafa stjórn á innihaldinu, og ef ákveðið væri að breyta umbrotin (til dæmis merki vefsins) þyrfti að breyta því í öllum skjölunum.

Þegar vefsíðuheitið er til dæmis asp eða php þýðir það að vefirnir eru forritaðir á einn eða annan hátt. Fréttahluti Morgunblaðsvefjarins er til dæmis forritaður þannig að sjálfar fréttirnar eru í gagnagrunni og þegar beðið er um ákveðna frétt (til dæmis fréttina um dauða kindarinnar Dollý sem er nr. 1017725 í gagnagrunni Morgunblaðsvefsins - númerið sést í vafraranum þegar beðið er um fréttina) sér forritið um að sækja hana í gagnagrunninn og birta hana á ákveðnum stað í fyrirfram ákveðnu umbroti. Forritið getur í raun unnið með fyrirspurnina á óteljandi vísu, en algengast er að það sé notað til að sækja texta og tilvísanir í myndir í gagnagrunn sem síðan er settur á rétta staði í HTML-kóðann, sem síðan er sendur til viðtakandans.

Frekara lesefni af Vísindavefnum:...