Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað geta uglur orðið gamlar? Í hvaða löndum lifa uglur?

Jón Már Halldórsson

Uglur heyra undir flokk einsleits hóps fugla sem nefnist Strigiformes á fræðimáli. Þær eru ránfuglar og veiða aðallega þegar skyggja tekur. Alls eru þekktar um 334 tegundir í 48 ættkvíslum. Uglur finnast á öllum meginlöndunum nema Suðurheimskautslandinu. Þær finnast ennfremur á fjölda eyja í Suður-Kyrrahafinu. Uglur lifa á margvíslegu búsvæði, svo sem í þéttum skógum eða graslendi, og snæuglur finnast á hánorðlægum svæðum, nánar tiltekið á túndrum Kanada og Síberíu, sem og á Grænlandi.Turnuglunni (Tyto alba, e barn owl)

hefur verið líkt við fljúgandi vofu

Elstu steingerðu leifar af fugli sem heyrir til Strigiformes, eru frá eósentímabilinu (55-38 milljón ár) og hefur þessi hugsanlegi forfaðir ugla nútímans verið nefndur Protostrix. Margar tegundir ugla sem nú eru útdauðar, náðu mun meiri stærð en stærstu núlifandi uglur. Tegundin Ornimegalonyx oteroi var tvöfalt stærri en stærstu uglur nútímans, hún var ófleyg og uppi á plíósentímabilinu (10- 1,8 milljón ár).

Þar sem langflestar uglutegundir í heiminum eru næturdýr, eru ýmsir þættir í líffræði þeirra ekki vel þekktir. Þar með talið er hversu gamlar þær geta orðið en vitað er að uglur, líkt og flestir aðrir ránfuglar, geta náð háum aldri. Eins og sameiginlegt er öllum villtum dýrum ná uglur ekki hárri elli í blóðugri lífsbaráttunni. Því er haldið fram að uglur sem hafa verið hafðar í haldi, hafi náð rúmlega 30 ára aldri, en það hefur ekki verið staðfest. Vitað er að fuglafræðingar sem rannsakað hafa uglur í náttúrunni, svo sem stóru eyrugluna (Bubo virginianus) sem lifir í Ameríku, hafa staðfest að elstu fuglarnir nái rúmlega 12 ára aldri. Ekki fann ég meiri upplýsingar um um „elli“ annarra uglutegunda en stóra eyruglan hefur verið talsvert rannsökuð.

Heimildir og mynd:


Fleiri svör um uglur á Vísindavefnum:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.4.2003

Spyrjandi

Gunnlaugur Ragnarsson, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað geta uglur orðið gamlar? Í hvaða löndum lifa uglur?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2003, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3310.

Jón Már Halldórsson. (2003, 4. apríl). Hvað geta uglur orðið gamlar? Í hvaða löndum lifa uglur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3310

Jón Már Halldórsson. „Hvað geta uglur orðið gamlar? Í hvaða löndum lifa uglur?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2003. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3310>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað geta uglur orðið gamlar? Í hvaða löndum lifa uglur?
Uglur heyra undir flokk einsleits hóps fugla sem nefnist Strigiformes á fræðimáli. Þær eru ránfuglar og veiða aðallega þegar skyggja tekur. Alls eru þekktar um 334 tegundir í 48 ættkvíslum. Uglur finnast á öllum meginlöndunum nema Suðurheimskautslandinu. Þær finnast ennfremur á fjölda eyja í Suður-Kyrrahafinu. Uglur lifa á margvíslegu búsvæði, svo sem í þéttum skógum eða graslendi, og snæuglur finnast á hánorðlægum svæðum, nánar tiltekið á túndrum Kanada og Síberíu, sem og á Grænlandi.Turnuglunni (Tyto alba, e barn owl)

hefur verið líkt við fljúgandi vofu

Elstu steingerðu leifar af fugli sem heyrir til Strigiformes, eru frá eósentímabilinu (55-38 milljón ár) og hefur þessi hugsanlegi forfaðir ugla nútímans verið nefndur Protostrix. Margar tegundir ugla sem nú eru útdauðar, náðu mun meiri stærð en stærstu núlifandi uglur. Tegundin Ornimegalonyx oteroi var tvöfalt stærri en stærstu uglur nútímans, hún var ófleyg og uppi á plíósentímabilinu (10- 1,8 milljón ár).

Þar sem langflestar uglutegundir í heiminum eru næturdýr, eru ýmsir þættir í líffræði þeirra ekki vel þekktir. Þar með talið er hversu gamlar þær geta orðið en vitað er að uglur, líkt og flestir aðrir ránfuglar, geta náð háum aldri. Eins og sameiginlegt er öllum villtum dýrum ná uglur ekki hárri elli í blóðugri lífsbaráttunni. Því er haldið fram að uglur sem hafa verið hafðar í haldi, hafi náð rúmlega 30 ára aldri, en það hefur ekki verið staðfest. Vitað er að fuglafræðingar sem rannsakað hafa uglur í náttúrunni, svo sem stóru eyrugluna (Bubo virginianus) sem lifir í Ameríku, hafa staðfest að elstu fuglarnir nái rúmlega 12 ára aldri. Ekki fann ég meiri upplýsingar um um „elli“ annarra uglutegunda en stóra eyruglan hefur verið talsvert rannsökuð.

Heimildir og mynd:


Fleiri svör um uglur á Vísindavefnum:...