Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru uglur ránfuglar?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Ég var að velta því fyrir mér eftir að hafa lesið eftirfarandi grein, þar sem fram kemur að ránfuglategundirnar á Íslandi séu aðeins þrjár: Fálki, smyrill og haförn (Er fálkastofn á Íslandi og hversu stór er hann?) Ég fór þá að hugsa hvort uglan væri ekki líka ránfugl og fann eftirfarandi grein þar sem fram kemur að hún sé svo: Hvað geta uglur orðið gamlar? Í hvaða löndum lifa uglur? Með von um svör velti ég fyrir mér hvað sé satt. Kær kveðja, Magnús Máni.

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega þetta: Jú, uglur eru ránfuglar en þær tilheyra ekki ættbálki ránfugla.

Íslenska hugtakið ránfugl er notað um fugla sem drepa sér dýr til matar. Á ensku eru notuð tvö sambærileg hugtök: raptor og bird of prey. Orðið raptor kemur beint úr latínu og merkir 'ræningi' eða 'ruplari'.

Samkvæmt skilgreiningu eru allir fuglar sem drepa dýr sér til matar ránfuglar. Það á einnig við um uglur sem veiða aðallega um nætur og eru þess vegna stundum nefndar náttránfuglar á íslensku.

Uglur eru ránfuglar. Þær tilheyra hins vegar ekki ættbálki ránfugla. Á myndinni sést brandugla (Asio flammeus).

Það flækir síðan aðeins málið að á íslensku er hugtakið ránfuglar einnig notað um sérstakan ættbálk fugla sem nefnist á latínu Accipitriformes.[1] Innan hans eru um 260 tegundir fugla. Áður fyrr tilheyrðu fálkar ættbálki ránfugla en þeir eru nú í ættbálki fálka sem kallast á latínu Falconiformes. Innan hans eru rúmlega 60 tegundir. Það sama á við um hræva (gamma nýja heimsins). Þeir teljast ekki lengur til ættbálks ránfugla heldur til ættbálks hræva (Cathartiformes).

Á Íslandi lifir ein tegund fugla sem tilheyrir ættbálki ránfugla (Accipitriformes):
  • haförn (Haliaeetus albicilla).

Tvær tegundir fugla sem tilheyra ættbálki fálka (Falconiformes) lifa hér:
  • fálki (Falco rusticolus)
  • smyrill (Falco columbarius)

Uglur tilheyra ættbálki ugla. Hann kallast á fræðimáli Strigiformes og telur rúmlega 200 tegundir, þrjár þeirra lifa hér[2]:
  • brandugla (Asio flammeus)
  • eyrugla (Asio otus)
  • snæugla (Bubo scandiacus)

Allar fuglategundirnar sem hér hafa verið nefndar eru ránfuglar, þrátt fyrir að aðeins ein þeirra tilheyri ættbálki ránfugla.

Að lokum er rétt að benda áhugasömum á að hægt er að fletta upp flokkunarfræði tegunda á vefnum The Catalogue of Life.

Tilvísanir:
  1. ^ Ættbálkur (ordo) er sérstakt skipulagsstig í flokkun lífvera. Í ættbálki er hópur líkra ætta.
  2. ^ Lengi vel var branduglan eina uglutegundin sem verpti hér að staðaldri en undanfarin ár hefur eyruglan sótt í sig veðrið. Vorið 2019 fundust til að mynda 11 eyrugluóðul á landinu. Snæuglan er aðallega flækingsfugl á Íslandi en þó kemur fyrir að hún verpi á landinu.

Heimild:ir

Mynd:

Höfundur þakkar Jóni Má Halldórssyni líffræðingi fyrir yfirlestur.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

3.2.2023

Spyrjandi

Magnús Máni Sigurgeirsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Eru uglur ránfuglar?“ Vísindavefurinn, 3. febrúar 2023, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=84537.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2023, 3. febrúar). Eru uglur ránfuglar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=84537

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Eru uglur ránfuglar?“ Vísindavefurinn. 3. feb. 2023. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=84537>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru uglur ránfuglar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Ég var að velta því fyrir mér eftir að hafa lesið eftirfarandi grein, þar sem fram kemur að ránfuglategundirnar á Íslandi séu aðeins þrjár: Fálki, smyrill og haförn (Er fálkastofn á Íslandi og hversu stór er hann?) Ég fór þá að hugsa hvort uglan væri ekki líka ránfugl og fann eftirfarandi grein þar sem fram kemur að hún sé svo: Hvað geta uglur orðið gamlar? Í hvaða löndum lifa uglur? Með von um svör velti ég fyrir mér hvað sé satt. Kær kveðja, Magnús Máni.

Stutta svarið við spurningunni er einfaldlega þetta: Jú, uglur eru ránfuglar en þær tilheyra ekki ættbálki ránfugla.

Íslenska hugtakið ránfugl er notað um fugla sem drepa sér dýr til matar. Á ensku eru notuð tvö sambærileg hugtök: raptor og bird of prey. Orðið raptor kemur beint úr latínu og merkir 'ræningi' eða 'ruplari'.

Samkvæmt skilgreiningu eru allir fuglar sem drepa dýr sér til matar ránfuglar. Það á einnig við um uglur sem veiða aðallega um nætur og eru þess vegna stundum nefndar náttránfuglar á íslensku.

Uglur eru ránfuglar. Þær tilheyra hins vegar ekki ættbálki ránfugla. Á myndinni sést brandugla (Asio flammeus).

Það flækir síðan aðeins málið að á íslensku er hugtakið ránfuglar einnig notað um sérstakan ættbálk fugla sem nefnist á latínu Accipitriformes.[1] Innan hans eru um 260 tegundir fugla. Áður fyrr tilheyrðu fálkar ættbálki ránfugla en þeir eru nú í ættbálki fálka sem kallast á latínu Falconiformes. Innan hans eru rúmlega 60 tegundir. Það sama á við um hræva (gamma nýja heimsins). Þeir teljast ekki lengur til ættbálks ránfugla heldur til ættbálks hræva (Cathartiformes).

Á Íslandi lifir ein tegund fugla sem tilheyrir ættbálki ránfugla (Accipitriformes):
  • haförn (Haliaeetus albicilla).

Tvær tegundir fugla sem tilheyra ættbálki fálka (Falconiformes) lifa hér:
  • fálki (Falco rusticolus)
  • smyrill (Falco columbarius)

Uglur tilheyra ættbálki ugla. Hann kallast á fræðimáli Strigiformes og telur rúmlega 200 tegundir, þrjár þeirra lifa hér[2]:
  • brandugla (Asio flammeus)
  • eyrugla (Asio otus)
  • snæugla (Bubo scandiacus)

Allar fuglategundirnar sem hér hafa verið nefndar eru ránfuglar, þrátt fyrir að aðeins ein þeirra tilheyri ættbálki ránfugla.

Að lokum er rétt að benda áhugasömum á að hægt er að fletta upp flokkunarfræði tegunda á vefnum The Catalogue of Life.

Tilvísanir:
  1. ^ Ættbálkur (ordo) er sérstakt skipulagsstig í flokkun lífvera. Í ættbálki er hópur líkra ætta.
  2. ^ Lengi vel var branduglan eina uglutegundin sem verpti hér að staðaldri en undanfarin ár hefur eyruglan sótt í sig veðrið. Vorið 2019 fundust til að mynda 11 eyrugluóðul á landinu. Snæuglan er aðallega flækingsfugl á Íslandi en þó kemur fyrir að hún verpi á landinu.

Heimild:ir

Mynd:

Höfundur þakkar Jóni Má Halldórssyni líffræðingi fyrir yfirlestur....