Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er fálkastofn á Íslandi og hversu stór er hann?

Jón Már Halldórsson

Fálkinn (Falco rusticolus) er staðfugl á Íslandi og ein þriggja tegunda þekktra ránfugla sem verpa hér á landi, hinar eru haförn (Haliaeetus albicilla) og smyrill (Falco columbarius).[1] Heimkynni fálkans er allt í kringum norðurheimskautið. Tegundin skiptist í nokkrar deilitegundir og kallast sú sem verpir hér á landi Falco rusticolus islandicus. Íslenski fálkastofninn er ekki alveg einangraður þar sem fálkar frá Grænlandi (Falco rusticolus candicans - hvítfálkar) heimsækja landið á hverju ári.

Fjöldi fálka hér á landi er ekki mikill. Talið er að varpstofninn sé 300-400 pör og á veturna geti fjöldinn verið allt að 2.000 fuglar. Rjúpan er helsta fæða fálkans og virðist varpárangur og afkoma unga ráðast að miklu leyti af stofnstærð rjúpunnar, þegar rjúpnastofninum hnignar gerist það sama hjá fálkanum.

Talið er að yfir veturinn geti fálkastofninn á Íslandi talið allt að 2.000 fugla.

Fálkinn er alfriðaður á Íslandi og nýtur jafnframt aukinnar verndar þar sem bannað er að raska ró fálka við hreiður, svo sem til ljósmyndunar, nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Samkvæmt flokkun Alþjóðanáttúruverndarsambandsins (IUCN) telst stofninn vera í nokkurri hættu.

Tilvísun:
  1. ^ Tegundirnar fálki og smyrill tilheyra ættbálki fálka (Falconiformes) en haförn tilheyrir ættbálki ránfugla (Accipitriformes). Þrjár uglutegundir lifa hér einnig. Þær eru ránfuglar en tilheyra ættbálki sem kallast Strigiformes á fræðimáli. Sjá nánar um þetta í svari við spurningunni Eru uglur ránfuglar?

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.3.2022

Síðast uppfært

3.2.2023

Spyrjandi

Lilja

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er fálkastofn á Íslandi og hversu stór er hann?“ Vísindavefurinn, 10. mars 2022, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=83296.

Jón Már Halldórsson. (2022, 10. mars). Er fálkastofn á Íslandi og hversu stór er hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=83296

Jón Már Halldórsson. „Er fálkastofn á Íslandi og hversu stór er hann?“ Vísindavefurinn. 10. mar. 2022. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=83296>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er fálkastofn á Íslandi og hversu stór er hann?
Fálkinn (Falco rusticolus) er staðfugl á Íslandi og ein þriggja tegunda þekktra ránfugla sem verpa hér á landi, hinar eru haförn (Haliaeetus albicilla) og smyrill (Falco columbarius).[1] Heimkynni fálkans er allt í kringum norðurheimskautið. Tegundin skiptist í nokkrar deilitegundir og kallast sú sem verpir hér á landi Falco rusticolus islandicus. Íslenski fálkastofninn er ekki alveg einangraður þar sem fálkar frá Grænlandi (Falco rusticolus candicans - hvítfálkar) heimsækja landið á hverju ári.

Fjöldi fálka hér á landi er ekki mikill. Talið er að varpstofninn sé 300-400 pör og á veturna geti fjöldinn verið allt að 2.000 fuglar. Rjúpan er helsta fæða fálkans og virðist varpárangur og afkoma unga ráðast að miklu leyti af stofnstærð rjúpunnar, þegar rjúpnastofninum hnignar gerist það sama hjá fálkanum.

Talið er að yfir veturinn geti fálkastofninn á Íslandi talið allt að 2.000 fugla.

Fálkinn er alfriðaður á Íslandi og nýtur jafnframt aukinnar verndar þar sem bannað er að raska ró fálka við hreiður, svo sem til ljósmyndunar, nema með leyfi Umhverfisstofnunar. Samkvæmt flokkun Alþjóðanáttúruverndarsambandsins (IUCN) telst stofninn vera í nokkurri hættu.

Tilvísun:
  1. ^ Tegundirnar fálki og smyrill tilheyra ættbálki fálka (Falconiformes) en haförn tilheyrir ættbálki ránfugla (Accipitriformes). Þrjár uglutegundir lifa hér einnig. Þær eru ránfuglar en tilheyra ættbálki sem kallast Strigiformes á fræðimáli. Sjá nánar um þetta í svari við spurningunni Eru uglur ránfuglar?

Heimildir og mynd:...