Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:37 • sest 20:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:16 • Síðdegis: 22:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:58 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru til margir hvítir fálkar?

Jón Már Halldórsson

Fálki eða valur (Falco rusticolus) finnst á túndrusvæðum allt í kringum norðurskautið. Tegundin skiptist í nokkrar deilitegundir og kallast sú sem verpir hér á landi Falco rusticolus islandicus.

Á Grænlandi verpir deilitegundin Falco rusticolus candicans sem er hvít á lit og kallast ýmist grænlandsfálki, snæfálki eða hvítfálki. Grænlandsfálki er nú alfriðaður á Grænlandi. Árið 1958 var sett bann við tínslu á eggjum hans en frá 1960 hefur friðunin verið víðtækari og eru veiðar á honum nú alveg bannaðar. Fálkinn verpir á íslausum svæðum við ströndina allt frá norðurströnd Grænlands suður til Hvarfs.



Grænlandsfálki eða hvítfálki (Falco rusticolus candicans).

Grænlandsfálkar eru ekki margir. Stofnstærðarmælingar frá 10. áratug síðustu aldar benda til að varpstofninn sé einhvers staðar á bilinu 500 til 1000 varppör. Grænlenski stofninn hefur sýnt miklar sveiflur í stofnstærð og er það að öllum líkindum vegna breytilegs fæðuframboðs. Eins og á Íslandi er rjúpa (Lagopus mutus) mikilvæg í fæðu hvítfálkans en snæhérinn (Lepus arcticus) er honum þó einnig mikilvægur. Rannsóknir hafa sýnt að þessar tvær tegundir vega á bilinu 79-91% í heildarfæðu hans. Önnur mikilvæg uppistaða í fæðu grænlandsfálka eru ýmsar tegundir spörfugla, vatna- og bjargfuglar og yrðlingar.

Grænlandsfálki flækist oft hingað til lands og vekur þá mikla athygli. Frá 1979 til 2007 eru skráð 59 tilvik um heimsóknir hans til Íslands. Hann hefur sést á öllum tímum árs nema helst yfir sumarið og svo virðist sem heimsóknir hans séu að verða algengari. Ekki er þó alveg víst hvort þetta stafi af raunverulegri fjölgun heimsókna eða hvort ástæðuna megi rekja til fjölgunar áhugasamra fuglaskoðara sem tilkynna um þennan gest frá Grænlandi.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Travis L. Booms, Mark R. Fuller. 2003. Gyrfalcon Diet in Central West Greenland during the Nesting Period. The Condor, 105 (3):528-537.
  • International action plan, gyrfalcon (Falco rusticolus). Unnið af Birdlife international fyrir European commision. Desember 1999.
  • The Icelandic Birding Pages
  • Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

28.12.2007

Spyrjandi

Hanna Kristín Steinarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margir hvítir fálkar?“ Vísindavefurinn, 28. desember 2007, sótt 10. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6976.

Jón Már Halldórsson. (2007, 28. desember). Hvað eru til margir hvítir fálkar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6976

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru til margir hvítir fálkar?“ Vísindavefurinn. 28. des. 2007. Vefsíða. 10. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6976>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru til margir hvítir fálkar?
Fálki eða valur (Falco rusticolus) finnst á túndrusvæðum allt í kringum norðurskautið. Tegundin skiptist í nokkrar deilitegundir og kallast sú sem verpir hér á landi Falco rusticolus islandicus.

Á Grænlandi verpir deilitegundin Falco rusticolus candicans sem er hvít á lit og kallast ýmist grænlandsfálki, snæfálki eða hvítfálki. Grænlandsfálki er nú alfriðaður á Grænlandi. Árið 1958 var sett bann við tínslu á eggjum hans en frá 1960 hefur friðunin verið víðtækari og eru veiðar á honum nú alveg bannaðar. Fálkinn verpir á íslausum svæðum við ströndina allt frá norðurströnd Grænlands suður til Hvarfs.



Grænlandsfálki eða hvítfálki (Falco rusticolus candicans).

Grænlandsfálkar eru ekki margir. Stofnstærðarmælingar frá 10. áratug síðustu aldar benda til að varpstofninn sé einhvers staðar á bilinu 500 til 1000 varppör. Grænlenski stofninn hefur sýnt miklar sveiflur í stofnstærð og er það að öllum líkindum vegna breytilegs fæðuframboðs. Eins og á Íslandi er rjúpa (Lagopus mutus) mikilvæg í fæðu hvítfálkans en snæhérinn (Lepus arcticus) er honum þó einnig mikilvægur. Rannsóknir hafa sýnt að þessar tvær tegundir vega á bilinu 79-91% í heildarfæðu hans. Önnur mikilvæg uppistaða í fæðu grænlandsfálka eru ýmsar tegundir spörfugla, vatna- og bjargfuglar og yrðlingar.

Grænlandsfálki flækist oft hingað til lands og vekur þá mikla athygli. Frá 1979 til 2007 eru skráð 59 tilvik um heimsóknir hans til Íslands. Hann hefur sést á öllum tímum árs nema helst yfir sumarið og svo virðist sem heimsóknir hans séu að verða algengari. Ekki er þó alveg víst hvort þetta stafi af raunverulegri fjölgun heimsókna eða hvort ástæðuna megi rekja til fjölgunar áhugasamra fuglaskoðara sem tilkynna um þennan gest frá Grænlandi.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

  • Travis L. Booms, Mark R. Fuller. 2003. Gyrfalcon Diet in Central West Greenland during the Nesting Period. The Condor, 105 (3):528-537.
  • International action plan, gyrfalcon (Falco rusticolus). Unnið af Birdlife international fyrir European commision. Desember 1999.
  • The Icelandic Birding Pages
  • Mynd: Jóhann Óli Hilmarsson
...