Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gætu snæhérar lifað á Íslandi?

Jón Már Halldórsson

Það er ágætt að byrja á því að leiðrétta algengan misskilning á nafngiftum snæhéra. Samkvæmt Dýra- og plöntuorðabók Óskars Ingimarssonar er latneskt heiti snæhérans Lepus timidus. Tegundin Lepus americanus er hins vegar oft nefnd snæheri, en samkvæmt Dýra- og plöntuorðabókinni heitir hún í raun snjóþrúguhéri eða á ensku 'snowshoe hare'. Þessi nafngift vísar til breiðra fóta þeirra, sem er aðlögun að lífi á snæbreiðum Norður-Ameríku. Þriðja hérategundin sem aðlöguð er að kaldri veðráttu norðurhjarans er pólhérinn (Lepus arcticus), sem sumir dýrafræðingar vilja flokka sem undirtegund snæhérans eða Lepus timidus arcticus.



Snæhéri (Lepus timidus)

Þessar þrjár tegundir lifa á mjög ólíkum svæðum og útbreiðslusværi þeirra skarast ekki. Snjóþrúguhérinn (Lepus americanus) lifir á meginlandi Norður-Ameríku, en útbreiðsla snæhérans nær hins vegar yfir mjög stórt svæði allt frá Skandinavíu til austurhluta Rússlands. Einnig finnast einangraðir stofnar á Bretlandseyjum, í Ölpunum og á japönsku eyjunni Hokkaido. Snæhérinn lifir því við mjög fjölbreytilegar aðstæður, svo sem í barrskógum, á heiðum og upp til fjalla. Það er því freistandi að álykta að L. Timidus gæti haslað sér völl í íslenskri náttúru.



Snjóþrúguhéri (Lepus americanus)

Sú tegund sem fræðilega séð væri líklegust til að berast hingað af sjálfsdáðum er pólhérinn, en hann finnst víða á túndrusvæðum Grænlands og Kanada. Það er þó ólíklegt að hann gæti lifað af ferðalag yfir Grænlandssund á rekís líkt og ísbirnir hafa gert, þar sem útilokað er að hann geti aflað sér fæðu líkt og birnirnir gera meðan á ferðalaginu stendur.



Pólhéri (Lepus arcticus)

Landfræðileg einangrun Íslands er líklega helsta orsök þess hversu fá villt spendýra lifa hér á landi. Við landnám var refurinn (Alopex lagopus) eina landspendýrið sem lifði hér á landi, en öll önnur landspendýr bárust hingað með mönnum, svo sem mýs, rottur, minkur og hreindýr. Kanínur virðast einnig hafa spjarað sig vel ef miðað er við fréttir frá Vestmannaeyjum, en þær hafa jafnframt náð að festa sig í sessi á "grænum" svæðum víða á Höfuðborgarsvæðinu.

Frekari upplýsingar má finna í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.11.2005

Spyrjandi

Jón Hansson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Gætu snæhérar lifað á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 21. nóvember 2005, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5421.

Jón Már Halldórsson. (2005, 21. nóvember). Gætu snæhérar lifað á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5421

Jón Már Halldórsson. „Gætu snæhérar lifað á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 21. nóv. 2005. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5421>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gætu snæhérar lifað á Íslandi?
Það er ágætt að byrja á því að leiðrétta algengan misskilning á nafngiftum snæhéra. Samkvæmt Dýra- og plöntuorðabók Óskars Ingimarssonar er latneskt heiti snæhérans Lepus timidus. Tegundin Lepus americanus er hins vegar oft nefnd snæheri, en samkvæmt Dýra- og plöntuorðabókinni heitir hún í raun snjóþrúguhéri eða á ensku 'snowshoe hare'. Þessi nafngift vísar til breiðra fóta þeirra, sem er aðlögun að lífi á snæbreiðum Norður-Ameríku. Þriðja hérategundin sem aðlöguð er að kaldri veðráttu norðurhjarans er pólhérinn (Lepus arcticus), sem sumir dýrafræðingar vilja flokka sem undirtegund snæhérans eða Lepus timidus arcticus.



Snæhéri (Lepus timidus)

Þessar þrjár tegundir lifa á mjög ólíkum svæðum og útbreiðslusværi þeirra skarast ekki. Snjóþrúguhérinn (Lepus americanus) lifir á meginlandi Norður-Ameríku, en útbreiðsla snæhérans nær hins vegar yfir mjög stórt svæði allt frá Skandinavíu til austurhluta Rússlands. Einnig finnast einangraðir stofnar á Bretlandseyjum, í Ölpunum og á japönsku eyjunni Hokkaido. Snæhérinn lifir því við mjög fjölbreytilegar aðstæður, svo sem í barrskógum, á heiðum og upp til fjalla. Það er því freistandi að álykta að L. Timidus gæti haslað sér völl í íslenskri náttúru.



Snjóþrúguhéri (Lepus americanus)

Sú tegund sem fræðilega séð væri líklegust til að berast hingað af sjálfsdáðum er pólhérinn, en hann finnst víða á túndrusvæðum Grænlands og Kanada. Það er þó ólíklegt að hann gæti lifað af ferðalag yfir Grænlandssund á rekís líkt og ísbirnir hafa gert, þar sem útilokað er að hann geti aflað sér fæðu líkt og birnirnir gera meðan á ferðalaginu stendur.



Pólhéri (Lepus arcticus)

Landfræðileg einangrun Íslands er líklega helsta orsök þess hversu fá villt spendýra lifa hér á landi. Við landnám var refurinn (Alopex lagopus) eina landspendýrið sem lifði hér á landi, en öll önnur landspendýr bárust hingað með mönnum, svo sem mýs, rottur, minkur og hreindýr. Kanínur virðast einnig hafa spjarað sig vel ef miðað er við fréttir frá Vestmannaeyjum, en þær hafa jafnframt náð að festa sig í sessi á "grænum" svæðum víða á Höfuðborgarsvæðinu.

Frekari upplýsingar má finna í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir: