Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Eru vinnanlegir málmar eða önnur verðmæti í leðjunni í vatni Jöklu?

Sigurður SteinþórssonÍ heild sinni hjóðar spurningin svona:
Eru vinnanlegir málmar eða önnur verðmæti í leðjunni í vatni Jökulsár - „Jöklu“? Þarna er náttúran búin að forvinna bergmassann.

Því miður er því ekki að fagna um framburð Jöklu að þar séu vinnanleg verðmæti umfram annað berg á Íslandi. Framburður jökuláa er mestmegnis jökulleir, það er bergsvarf sem myndast þegar skriðjöklar naga berggrunninn, auk annars efnis sem berst í þær með ám og vindi. Þess vegna er efnasamsetning leðjunnar hin sama og bergsins - eini munurinn er sá að í fyrra tilvikinu er bergið mulið.

Verðmæt efni geta safnast á einn stað með ýmsum hætti þannig að þau verði í vinnanlegu magni. Í flestum tilvikum gerist sú samsöfnun í „þroskaðra jarðfræðilegu umhverfi“ en hér ríkir, því Ísland er við upphaf þess þróunarferlis sem myndar meginlöndin úr frumbráðum frá iðrum jarðar.

Frá þessu eru þó ýmsar undantekningar, en meðal jarðefna sem á ýmsum tímum hefur komið til tals að nema hér á landi eru járn, kol, grafít, kopar, gull, títan, brennisteinn og leir, svo sem sjá má af eftirfarandi tilvitnun í Steinarit Jóns Ólafssonar frá Grunnavík (um 1737). Lokakaflinn, „Um málmana, de metallis“, hefst þannig:
Um þá [málmana] er ei heldur margt að segja. Ég hygg það mála sannast sem sagt er að Herra Þorkell Arngrímsson hafi svarað Christiano Quinto kóngi þá hann sendi hann sem chymicum til Íslands að rannsaka um málma, að þar væri að sönnu allra handa málmar en svo lítið að það væri ei ómaksins vert.

Jón Ólafsson nefnir hins vegar járnvinnslu, með vísan til Egils sögu Skallagrímssonar, en segir meinið vera hve litlir skógarnir séu og langt frá. Þá segir hann menn halda að við laugar og hveri mætti fá marga góða málma, kannski gull og silfur, „ef menn vissu chymice [með aðferðum efnafræðinnar] að útlokka þá úr grjóti og sandi.“

Járn var sem sagt numið úr mýrarauða hér á landi og víðar um Norðurlönd fram eftir öldum, og má finna gjallhauga sem bera vitni um þá iðju á ýmsum stöðum, svo sem á Eiðum í Eiðaþinghá. Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri þar, hélt því fram að járnvinnslan hefði átt verulegan þátt í eyðingu skóganna.

Sömuleiðis var brennisteinn numinn í Þingeyjarsýslu, Krísuvík og Brennisteinsfjöllum, og skrifaði Jónas Hallgrímsson skáld og náttúrufræðingur mikla skýrslu um brennisteininn og vinnslu hans þegar hann var í Sórey. Síðustu tilraunir til brennisteinsvinnslu voru gerðar um miðja 20. öld í S-Þingeyjarsýslu, en án árangurs.

Annað verkefni Jónasar Hallgrímssonar var að skoða „blyant“, eða grafít, sem Færeyingurinn Mohr hafði talið sig finna hjá Siglufirði. Það var þó sennilega surtarbrandur. Kol, það er surtarbrandur, voru numin á nokkrum stöðum á fyrri hluta 20. aldar, til dæmis á Tjörnesi, í Dalasýslu og á Barðaströnd. Ýmsar tilraunir hafa líka verið gerðar til að nýta „Búðardalsleirinn“ til leirmunagerðar en með takmörkuðum árangri.

Hugmyndir hafa einnig kviknað um að nema kopar í Svínhólanámu í A-Skaftafellssýslu og títan úr Mýrdalssandi. Í fyrra tilvikinu er um að ræða koparkís (CuFeS2) í fornri gígfyllingu þar eystra, en það er í alltof litlu magni til þess að hagnýtt sé að vinna það. Í síðara tilvikinu er títanið (um 4% TiO2 af berginu) að mestu uppleyst í ókristölluðu gleri og þannig ekki unnt að skilja það frá.

Loks má geta þess, með vísan til Grunnavíkur-Jóns hér að ofan, að í jarðhitakerfum safnast ýmis efni – meðal annars gull og silfur – en rannsóknir hafa sýnt að magnið er alltof lítið til að það sé vinnanlegt. Svo furðulegt sem það má teljast er helsta gullnáman sem fundist hefur hér á landi, sú náma sem þýskir jarðfræðingar fundu fyrir Einar Benediktsson skáld nálægt Miðdal í Mosfellssveit, og vantar þó mikið á að hún sé vinnanleg vegna smæðar.

Eftir sem áður er það því vatnið, heitt og kalt, sem er okkar helsta auðlind af jarðefna toga.

Mynd af Jökulsárgljúfri: Náttúruvernd Ríkisins

Myndir af járni og brennisteini: ChemSoc

Mynd af kolum: Mineral Information Institute

Höfundur

Sigurður Steinþórsson

prófessor emeritus

Útgáfudagur

11.4.2003

Spyrjandi

Ragnar Þorvaldsson

Tilvísun

Sigurður Steinþórsson. „Eru vinnanlegir málmar eða önnur verðmæti í leðjunni í vatni Jöklu?“ Vísindavefurinn, 11. apríl 2003, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3334.

Sigurður Steinþórsson. (2003, 11. apríl). Eru vinnanlegir málmar eða önnur verðmæti í leðjunni í vatni Jöklu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3334

Sigurður Steinþórsson. „Eru vinnanlegir málmar eða önnur verðmæti í leðjunni í vatni Jöklu?“ Vísindavefurinn. 11. apr. 2003. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3334>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Eru vinnanlegir málmar eða önnur verðmæti í leðjunni í vatni Jöklu?Í heild sinni hjóðar spurningin svona:
Eru vinnanlegir málmar eða önnur verðmæti í leðjunni í vatni Jökulsár - „Jöklu“? Þarna er náttúran búin að forvinna bergmassann.

Því miður er því ekki að fagna um framburð Jöklu að þar séu vinnanleg verðmæti umfram annað berg á Íslandi. Framburður jökuláa er mestmegnis jökulleir, það er bergsvarf sem myndast þegar skriðjöklar naga berggrunninn, auk annars efnis sem berst í þær með ám og vindi. Þess vegna er efnasamsetning leðjunnar hin sama og bergsins - eini munurinn er sá að í fyrra tilvikinu er bergið mulið.

Verðmæt efni geta safnast á einn stað með ýmsum hætti þannig að þau verði í vinnanlegu magni. Í flestum tilvikum gerist sú samsöfnun í „þroskaðra jarðfræðilegu umhverfi“ en hér ríkir, því Ísland er við upphaf þess þróunarferlis sem myndar meginlöndin úr frumbráðum frá iðrum jarðar.

Frá þessu eru þó ýmsar undantekningar, en meðal jarðefna sem á ýmsum tímum hefur komið til tals að nema hér á landi eru járn, kol, grafít, kopar, gull, títan, brennisteinn og leir, svo sem sjá má af eftirfarandi tilvitnun í Steinarit Jóns Ólafssonar frá Grunnavík (um 1737). Lokakaflinn, „Um málmana, de metallis“, hefst þannig:
Um þá [málmana] er ei heldur margt að segja. Ég hygg það mála sannast sem sagt er að Herra Þorkell Arngrímsson hafi svarað Christiano Quinto kóngi þá hann sendi hann sem chymicum til Íslands að rannsaka um málma, að þar væri að sönnu allra handa málmar en svo lítið að það væri ei ómaksins vert.

Jón Ólafsson nefnir hins vegar járnvinnslu, með vísan til Egils sögu Skallagrímssonar, en segir meinið vera hve litlir skógarnir séu og langt frá. Þá segir hann menn halda að við laugar og hveri mætti fá marga góða málma, kannski gull og silfur, „ef menn vissu chymice [með aðferðum efnafræðinnar] að útlokka þá úr grjóti og sandi.“

Járn var sem sagt numið úr mýrarauða hér á landi og víðar um Norðurlönd fram eftir öldum, og má finna gjallhauga sem bera vitni um þá iðju á ýmsum stöðum, svo sem á Eiðum í Eiðaþinghá. Þórarinn Þórarinsson, skólastjóri þar, hélt því fram að járnvinnslan hefði átt verulegan þátt í eyðingu skóganna.

Sömuleiðis var brennisteinn numinn í Þingeyjarsýslu, Krísuvík og Brennisteinsfjöllum, og skrifaði Jónas Hallgrímsson skáld og náttúrufræðingur mikla skýrslu um brennisteininn og vinnslu hans þegar hann var í Sórey. Síðustu tilraunir til brennisteinsvinnslu voru gerðar um miðja 20. öld í S-Þingeyjarsýslu, en án árangurs.

Annað verkefni Jónasar Hallgrímssonar var að skoða „blyant“, eða grafít, sem Færeyingurinn Mohr hafði talið sig finna hjá Siglufirði. Það var þó sennilega surtarbrandur. Kol, það er surtarbrandur, voru numin á nokkrum stöðum á fyrri hluta 20. aldar, til dæmis á Tjörnesi, í Dalasýslu og á Barðaströnd. Ýmsar tilraunir hafa líka verið gerðar til að nýta „Búðardalsleirinn“ til leirmunagerðar en með takmörkuðum árangri.

Hugmyndir hafa einnig kviknað um að nema kopar í Svínhólanámu í A-Skaftafellssýslu og títan úr Mýrdalssandi. Í fyrra tilvikinu er um að ræða koparkís (CuFeS2) í fornri gígfyllingu þar eystra, en það er í alltof litlu magni til þess að hagnýtt sé að vinna það. Í síðara tilvikinu er títanið (um 4% TiO2 af berginu) að mestu uppleyst í ókristölluðu gleri og þannig ekki unnt að skilja það frá.

Loks má geta þess, með vísan til Grunnavíkur-Jóns hér að ofan, að í jarðhitakerfum safnast ýmis efni – meðal annars gull og silfur – en rannsóknir hafa sýnt að magnið er alltof lítið til að það sé vinnanlegt. Svo furðulegt sem það má teljast er helsta gullnáman sem fundist hefur hér á landi, sú náma sem þýskir jarðfræðingar fundu fyrir Einar Benediktsson skáld nálægt Miðdal í Mosfellssveit, og vantar þó mikið á að hún sé vinnanleg vegna smæðar.

Eftir sem áður er það því vatnið, heitt og kalt, sem er okkar helsta auðlind af jarðefna toga.

Mynd af Jökulsárgljúfri: Náttúruvernd Ríkisins

Myndir af járni og brennisteini: ChemSoc

Mynd af kolum: Mineral Information Institute...