Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Jökulár eiga upptök sín í jöklum, eins og nafnið bendir til, og oftast má líta á þessar ár sem framlengingu skriðjökla sem frá meginjöklum falla. Jöklarnir eru eins konar forðabúr fyrir vatn – þegar veðurfar er kalt safna þeir vatni í formi íss, en við hlýnandi veðurfar rýrna þeir; meiri ís bráðnar á sumri en svarar snjónum sem féll á vetri. Jökulárnar eru þannig bræðsluvatn, bæði ofan af skriðjöklum sem undan þeim. Skriðjöklarnir naga berggrunninn sem þeir skríða yfir og mynda fíngerða mylsnu, svokallaðan gorm eða jökulleir, sem veldur gráhvítum („mórauðum“) lit jökulánna.
Upptök Jökulsár í Lóni.
Vegna þess að jökulár eru bræðsluvatn jökla eru þær mjög háðar veðurfari og dagsveiflu lofthita. Þannig eru þær jafnast minnstar undir morgun, eftir kulda næturinnar, en stærstar undir kvöld eftir sólríkan dag. Jafnframt má ætla að jökulárnar hafi verið minni en síðar varð á „litlu ísöldinni“ frá 1300 til 1900 þegar loftslag fór kólnandi og jöklarnir uxu svo mjög að þeir urðu hvað stæstir í 10.000 ár eftir að ísöld lauk. Á 20. öld, og enn fremur í byrjun hinnar 21., hafa jöklar landsins rýrnað með sívaxandi hraða og jökulárnar bólgnað sem því nemur.
Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndast jökulár og af hverju eru þær svona á litinn?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2011, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=57897.
Sigurður Steinþórsson. (2011, 29. apríl). Hvernig myndast jökulár og af hverju eru þær svona á litinn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=57897
Sigurður Steinþórsson. „Hvernig myndast jökulár og af hverju eru þær svona á litinn?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2011. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=57897>.