
Vegna þess að jökulár eru bræðsluvatn jökla eru þær mjög háðar veðurfari og dagsveiflu lofthita. Þannig eru þær jafnast minnstar undir morgun, eftir kulda næturinnar, en stærstar undir kvöld eftir sólríkan dag. Jafnframt má ætla að jökulárnar hafi verið minni en síðar varð á „litlu ísöldinni“ frá 1300 til 1900 þegar loftslag fór kólnandi og jöklarnir uxu svo mjög að þeir urðu hvað stæstir í 10.000 ár eftir að ísöld lauk. Á 20. öld, og enn fremur í byrjun hinnar 21., hafa jöklar landsins rýrnað með sívaxandi hraða og jökulárnar bólgnað sem því nemur. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Af hverju rennur engin jökulá úr Snæfellsjökli? eftir Odd Sigurðsson
- Úr hvaða jökli kemur Þjórsá? eftir Emilíu Dagnýju Sveinbjörnsdóttur
- Hvað er jökulrof? Hvernig verður jökulrof og landmótun jökla á Íslandi? eftir Sigurð Steinþórsson
- Hvað gerist þegar jöklar hopa? eftir Sigurð Steinþórsson
- Picasa - lindaboga.