Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað gildir um skyldleika hjónaefna, mega til dæmis fjórmenningar giftast?

JGÞ

Fjórmenningar eru þeir sem eiga sama langalangafa og/eða langalangömmu. Þeir eru semsagt skyldir í fjórða lið. Um skyldleika hjónaefna gildir það eitt samkvæmt hjúskaparlögumekki má "vígja skyldmenni í beinan legg né systkin." Með orðalaginu 'beinan legg' er átt við að annar einstaklingurinn sé afkomandi hins.

Ekki má vígja skyldmenni í beinan legg né systkin. Það eru einu takmarkanirnar á skyldleika hjónaefna samkvæmt hjúskaparlögum.

Ekkert er því til fyrirstöðu að fjórmenningar stofni til hjúskapar ef þeir uppfylla einnig önnur hjónavígsluskilyrði sem eru þessi:
  • að þeir hafi náð 18 ára aldri, fjórmenningar undir 18 ára aldri geta þó sótt um leyfi til að ganga í hjúskap ef vilyrði forsjárforeldra liggur fyrir
  • að þeir hafi ekki verið sviptir lögræði
  • að annar fjórmenningurinn hafi ekki ættleitt hinn, ef svo er þarf að fella ættleiðingu niður fyrir giftingu
  • að þeir séu ekki þegar í hjúskap, eða
  • að ef þeir hafa verið áður í hjúskap, þá séu opinber skipti annað hvort hafin eða einkaskiptum lokið vegna fjárskipta hjónaefnis og fyrri maka.
Ef fjórmenningar sem uppfylla ofangreind skilyrði ganga í hjúskap en annar þeirra vill síðan ógilda hjúskapinn gildir um það samkvæmt V. kafla sömu laga að hann getur krafist ógildingar ef hann:
  • var viti sínu fjær þegar vígslan fór fram
  • hafi af vangá látið vígja sig öðrum en þeim sem hann hafði bundist hjúskaparorði
  • telur að hinn fjórmenningurinn hafi vísvitandi villt á sér heimildir eða leynt atvikum úr lífi sínu er mundu hafa fælt hann frá hjúskapnum ef hann vitað hefði, eða
  • hefur verið neyddur til vígslunnar.
Rétt er að taka fram að ógilding hjúskapar getur ekki farið fram ef meira en þrjú ár eru liðin frá hjónavígslu.

Það sem hér hefur verið sagt um fjórmenninga á allt eins við um alla aðra sem falla ekki undir takmörkunina í feitletruðu orðunum í upphafi svarsins. Þar á meðal eru tvímenningar en þeir eiga sameiginlegan afa eða ömmu og nefnast öðru nafni systkinabörn.

Takmarkanir á hjónaböndum skyldra einstaklinga voru miklu strangari áður fyrr og er trúlegt að spurningin sé beint eða óbeint komin til út af því.

Mynd:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.4.2003

Spyrjandi

Alexandra Sigurjónsdóttir, f. 1988

Tilvísun

JGÞ. „Hvað gildir um skyldleika hjónaefna, mega til dæmis fjórmenningar giftast?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2003. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3361.

JGÞ. (2003, 25. apríl). Hvað gildir um skyldleika hjónaefna, mega til dæmis fjórmenningar giftast? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3361

JGÞ. „Hvað gildir um skyldleika hjónaefna, mega til dæmis fjórmenningar giftast?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2003. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3361>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað gildir um skyldleika hjónaefna, mega til dæmis fjórmenningar giftast?
Fjórmenningar eru þeir sem eiga sama langalangafa og/eða langalangömmu. Þeir eru semsagt skyldir í fjórða lið. Um skyldleika hjónaefna gildir það eitt samkvæmt hjúskaparlögumekki má "vígja skyldmenni í beinan legg né systkin." Með orðalaginu 'beinan legg' er átt við að annar einstaklingurinn sé afkomandi hins.

Ekki má vígja skyldmenni í beinan legg né systkin. Það eru einu takmarkanirnar á skyldleika hjónaefna samkvæmt hjúskaparlögum.

Ekkert er því til fyrirstöðu að fjórmenningar stofni til hjúskapar ef þeir uppfylla einnig önnur hjónavígsluskilyrði sem eru þessi:
  • að þeir hafi náð 18 ára aldri, fjórmenningar undir 18 ára aldri geta þó sótt um leyfi til að ganga í hjúskap ef vilyrði forsjárforeldra liggur fyrir
  • að þeir hafi ekki verið sviptir lögræði
  • að annar fjórmenningurinn hafi ekki ættleitt hinn, ef svo er þarf að fella ættleiðingu niður fyrir giftingu
  • að þeir séu ekki þegar í hjúskap, eða
  • að ef þeir hafa verið áður í hjúskap, þá séu opinber skipti annað hvort hafin eða einkaskiptum lokið vegna fjárskipta hjónaefnis og fyrri maka.
Ef fjórmenningar sem uppfylla ofangreind skilyrði ganga í hjúskap en annar þeirra vill síðan ógilda hjúskapinn gildir um það samkvæmt V. kafla sömu laga að hann getur krafist ógildingar ef hann:
  • var viti sínu fjær þegar vígslan fór fram
  • hafi af vangá látið vígja sig öðrum en þeim sem hann hafði bundist hjúskaparorði
  • telur að hinn fjórmenningurinn hafi vísvitandi villt á sér heimildir eða leynt atvikum úr lífi sínu er mundu hafa fælt hann frá hjúskapnum ef hann vitað hefði, eða
  • hefur verið neyddur til vígslunnar.
Rétt er að taka fram að ógilding hjúskapar getur ekki farið fram ef meira en þrjú ár eru liðin frá hjónavígslu.

Það sem hér hefur verið sagt um fjórmenninga á allt eins við um alla aðra sem falla ekki undir takmörkunina í feitletruðu orðunum í upphafi svarsins. Þar á meðal eru tvímenningar en þeir eiga sameiginlegan afa eða ömmu og nefnast öðru nafni systkinabörn.

Takmarkanir á hjónaböndum skyldra einstaklinga voru miklu strangari áður fyrr og er trúlegt að spurningin sé beint eða óbeint komin til út af því.

Mynd: