Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Á hve margra ára fresti ber bolludag, öskudag og sprengidag upp á sama mánaðardag?

ÞV

Svarið við þessu er frekar einfalt: Bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru alltaf hver á eftir öðrum, bolludagur á mánudegi, sprengidagur á þriðjudegi og öskudagur á miðvikudegi. Þeir geta því aldrei fallið á sama dag.

Bolludagur er mánudagurinn í sjöundu viku fyrir páska og getur fallið á tímabilið frá 2. febrúar til 8. mars. Hann dregur nafn sitt af bolluátinu sem einkennir hann og barst hingað seint á nítjándu öld ásamt þeim sið að vekja menn með flengingum þennan mánudag.

Sprengidagur er þriðjudagurinn í sömu viku. Líklegt er að kjötátið sem tengist þessum degi eigi rætur að rekja til katólsku. Fasta katólskra byrjar einmitt daginn eftir og þá borða þeir ekki kjöt svo sem kunnugt er. Íslenska heitið, sprengidagur, er þekkt frá átjándu öld. Það tengist sjálfsagt kappsfullu áti í huga margra en líklegt er að sú hugmynd sé alþýðuskýring. Hitt er líklegra að nafnið beri að rekja til þeirrar katólsku venju að stökkva vatni á kirkjugesti þennan dag. Dagar sem slíkur siður fylgir heita á þýsku "Sprengtag" og hefði það heiti getað borist til Íslands með þýskum biskupum eða kaupmönnum á síðmiðöldum.

Öskudagur er miðvikudagurinn í sjöundu viku fyrir páska. Þá hefst langafasta í katólskum sið og stendur allt til páskadags. Heiti dagsins er dregið af því að þá var ösku dreift yfir höfuð iðrandi gesta í katólskum kirkjum. Nafnið er þekkt frá miðri fjórtándu öld en gæti verið nokkru eldra.

Spurninguna má einnig skilja á þann veg að átt sé við það hvenær hver dagur um sig fellur aftur á sama mánaðardag. Þar sem þessir þrír dagar ákvarðast einrætt af páskadegi er þetta sama og að spyrja hve oft páskar falla á sama dag. Því er til að svara að páskadag getur borið upp á hvaða mánaðardag sem er á bilinu frá 22. mars til 25. apríl, en hann færist óreglulega milli ára innan þessa tímabils sem tekur yfir 35 daga. En að meðaltali líða 35 ár frá því að páskadagur hefur verið á tilteknum degi þar til hann gerir það næst.

Um tímasetningu páska má lesa nánar á vefsíðu Almanaks Háskólans og á ýmsum erlendum vefsetrum sem koma fram til dæmis ef orðin "Easter Day date" eru sett inn í leitarvél.

Heimild:

Árni Björnsson, Saga daganna. Reykjavík: Mál og menning, 1993, bls. 534-586.

Mynd af bollu: Culture - The Icelandic Canadian Homepage

Mynd af presti með ösku: RE:Quest

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

5.5.2003

Spyrjandi

Cecilia Þórisdóttir

Tilvísun

ÞV. „Á hve margra ára fresti ber bolludag, öskudag og sprengidag upp á sama mánaðardag?“ Vísindavefurinn, 5. maí 2003, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3391.

ÞV. (2003, 5. maí). Á hve margra ára fresti ber bolludag, öskudag og sprengidag upp á sama mánaðardag? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3391

ÞV. „Á hve margra ára fresti ber bolludag, öskudag og sprengidag upp á sama mánaðardag?“ Vísindavefurinn. 5. maí. 2003. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3391>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Á hve margra ára fresti ber bolludag, öskudag og sprengidag upp á sama mánaðardag?
Svarið við þessu er frekar einfalt: Bolludagur, sprengidagur og öskudagur eru alltaf hver á eftir öðrum, bolludagur á mánudegi, sprengidagur á þriðjudegi og öskudagur á miðvikudegi. Þeir geta því aldrei fallið á sama dag.

Bolludagur er mánudagurinn í sjöundu viku fyrir páska og getur fallið á tímabilið frá 2. febrúar til 8. mars. Hann dregur nafn sitt af bolluátinu sem einkennir hann og barst hingað seint á nítjándu öld ásamt þeim sið að vekja menn með flengingum þennan mánudag.

Sprengidagur er þriðjudagurinn í sömu viku. Líklegt er að kjötátið sem tengist þessum degi eigi rætur að rekja til katólsku. Fasta katólskra byrjar einmitt daginn eftir og þá borða þeir ekki kjöt svo sem kunnugt er. Íslenska heitið, sprengidagur, er þekkt frá átjándu öld. Það tengist sjálfsagt kappsfullu áti í huga margra en líklegt er að sú hugmynd sé alþýðuskýring. Hitt er líklegra að nafnið beri að rekja til þeirrar katólsku venju að stökkva vatni á kirkjugesti þennan dag. Dagar sem slíkur siður fylgir heita á þýsku "Sprengtag" og hefði það heiti getað borist til Íslands með þýskum biskupum eða kaupmönnum á síðmiðöldum.

Öskudagur er miðvikudagurinn í sjöundu viku fyrir páska. Þá hefst langafasta í katólskum sið og stendur allt til páskadags. Heiti dagsins er dregið af því að þá var ösku dreift yfir höfuð iðrandi gesta í katólskum kirkjum. Nafnið er þekkt frá miðri fjórtándu öld en gæti verið nokkru eldra.

Spurninguna má einnig skilja á þann veg að átt sé við það hvenær hver dagur um sig fellur aftur á sama mánaðardag. Þar sem þessir þrír dagar ákvarðast einrætt af páskadegi er þetta sama og að spyrja hve oft páskar falla á sama dag. Því er til að svara að páskadag getur borið upp á hvaða mánaðardag sem er á bilinu frá 22. mars til 25. apríl, en hann færist óreglulega milli ára innan þessa tímabils sem tekur yfir 35 daga. En að meðaltali líða 35 ár frá því að páskadagur hefur verið á tilteknum degi þar til hann gerir það næst.

Um tímasetningu páska má lesa nánar á vefsíðu Almanaks Háskólans og á ýmsum erlendum vefsetrum sem koma fram til dæmis ef orðin "Easter Day date" eru sett inn í leitarvél.

Heimild:

Árni Björnsson, Saga daganna. Reykjavík: Mál og menning, 1993, bls. 534-586.

Mynd af bollu: Culture - The Icelandic Canadian Homepage

Mynd af presti með ösku: RE:Quest...