Sólin Sólin Rís 03:33 • sest 23:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:38 • Sest 00:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:35 • Síðdegis: 22:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:26 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:33 • sest 23:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:38 • Sest 00:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:35 • Síðdegis: 22:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:26 • Síðdegis: 16:38 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju segja menn túkall á eftir sönglínunni saltkjöt og baunir?

Guðrún Kvaran

Ekki er gott að segja hvers vegna túkall fylgir sönglinu um saltkjöt og baunir. Samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru elst dæmi um túkall frá miðri 20. öld en átt er við tveggja krónu pening eða –seðil rétt eins og nú er talað um fimmkall, tíkall, hundrað kall og þúsund kall. Orðið túkall er fengið að láni úr dönsku (to = tveir) og reyndar einhver hinna líka. Þar í landi þekkist að talað sé um femkarl, tikarl.

Hvergi hafa enn sem komið er fundist heimildir um að hægt hafi verið að kaupa saltkjöt og baunir fyrir tvær krónur.

Lengi hefur þekkst að sjóða saman saltkjöt og baunir en elsta dæmi á vefnum Tímarit.is þar sem túkallinn fylgir er frá 1979. Eitthvað mun þetta þó vera eldra, hugsanlega frá því um miðja 20. öld. Hvergi hafa enn sem komið er fundist heimildir um að hægt hafi verið að kaupa saltkjöt og baunir fyrir tvær krónur. Þó má vel hugsa sér að einhver matstaður hafi boðið upp á réttinn fyrir miðja öldina þegar tvær krónur voru einhvers virði og auglýst svo.

Mynd:


Athugasemd ritstjórnar: Una Margrét Jónsdóttir benti okkur á að lagstúfurinn „saltkjöt og baunir, túkall“ hafi fyrst komið fram á hljómplötu með Baldri og Konna árið 1954. Sjá nánar hér: Uppruni lagstúfsins fundinn - Vísir. (Sótt 16.05.2019).

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

28.4.2010

Síðast uppfært

16.2.2021

Spyrjandi

Atli Ágústsson, Sigríður Ása Einarsdóttir, Árni Pétur Reynisson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju segja menn túkall á eftir sönglínunni saltkjöt og baunir?“ Vísindavefurinn, 28. apríl 2010, sótt 12. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55377.

Guðrún Kvaran. (2010, 28. apríl). Af hverju segja menn túkall á eftir sönglínunni saltkjöt og baunir? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55377

Guðrún Kvaran. „Af hverju segja menn túkall á eftir sönglínunni saltkjöt og baunir?“ Vísindavefurinn. 28. apr. 2010. Vefsíða. 12. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55377>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju segja menn túkall á eftir sönglínunni saltkjöt og baunir?
Ekki er gott að segja hvers vegna túkall fylgir sönglinu um saltkjöt og baunir. Samkvæmt Ritmálsskrá Orðabókar Háskólans eru elst dæmi um túkall frá miðri 20. öld en átt er við tveggja krónu pening eða –seðil rétt eins og nú er talað um fimmkall, tíkall, hundrað kall og þúsund kall. Orðið túkall er fengið að láni úr dönsku (to = tveir) og reyndar einhver hinna líka. Þar í landi þekkist að talað sé um femkarl, tikarl.

Hvergi hafa enn sem komið er fundist heimildir um að hægt hafi verið að kaupa saltkjöt og baunir fyrir tvær krónur.

Lengi hefur þekkst að sjóða saman saltkjöt og baunir en elsta dæmi á vefnum Tímarit.is þar sem túkallinn fylgir er frá 1979. Eitthvað mun þetta þó vera eldra, hugsanlega frá því um miðja 20. öld. Hvergi hafa enn sem komið er fundist heimildir um að hægt hafi verið að kaupa saltkjöt og baunir fyrir tvær krónur. Þó má vel hugsa sér að einhver matstaður hafi boðið upp á réttinn fyrir miðja öldina þegar tvær krónur voru einhvers virði og auglýst svo.

Mynd:


Athugasemd ritstjórnar: Una Margrét Jónsdóttir benti okkur á að lagstúfurinn „saltkjöt og baunir, túkall“ hafi fyrst komið fram á hljómplötu með Baldri og Konna árið 1954. Sjá nánar hér: Uppruni lagstúfsins fundinn - Vísir. (Sótt 16.05.2019)....