Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:43 • sest 20:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:43 • Síðdegis: 25:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:01 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Var Billi barnungi til? Er til einhver ljósmynd af honum?

Unnar Árnason

Billi barnungi er líklega þekktastur hér á landi sem persóna í Lukku-Lákabókunum Billi barnungi og Heiðursvörður Billa barnunga. Eins og margar aðrar persónur í bókunum á Billi sér raunverulega fyrirmynd sem er „byssubófinn“ Billy the Kid. Til er ein mynd sem örugglega er af Billa og önnur er líklega af honum.

Billy the Kid er ein vinsælasta þjóðsagnahetja Villta vestursins, ásamt banka- og lestaræningjanum Jesse James. Báðir lifðu þeir utan við ramma laganna en þykja hafa haft ýmsa mannkosti sem gera þá að hetjum í augum venjulegs fólks. Margt er til dæmis sameiginlegt með Jesse James og sögum af Hróa Hetti. Hann er sagður hafa rænt hina ríku og gefið fátækum. Hvort það átti sér stoð í raunveruleikanum er annað mál.

Þjóðsagan um Billa barnunga er tvíræðari. Hann þótti stórhættulegur, með eða án byssunnar, og lengi var talið að hann hefði drepið 21 mann. Sögulegar rannsóknir á ævi Billa staðfesta þó aðeins fjögur mannvíg.



Það sem hér er verður rakið litast af sjónarhorni þeirra sem telja Billa hafa verið einn af góðu gæjunum. Kvikmyndirnar Young Guns I og II bera augljósan keim af þessu viðhorfi og eru góðar heimildir um arfleifð Billa þótt sagnfræðinni sé ekki gert hátt undir höfði.

Margt um ævi Billa barnunga er á huldu og fer oft tvennum sögum af atburðum í lífi hans. Lengi vel var álitið að hann hefði fæðst 23. nóvember 1859 en nú er talið að sú dagsetning sé tilbúningur ævisöguritara frá 19. öld. Öruggast er að segja að Billi hafi fæðst einhvern tímann á árunum 1859-1861, að öllum líkindum í írska hluta New York-borgar en einnig kann að vera að hann hafi komið í heiminn í Indianafylki eða Missouri.

Móðir Billa var írsk og hét Catherine McCarty. Billi hefur líklega gengið undir nafninu Henry McCarty á unga aldri en þegar hann komst undir hendur laganna notaði hann nafnið William H. Bonney. Bonney er ef til vill eftirnafn móður hans.

Vitað er að fjölskylda hans kom við í Kansas áður en hún settist að í Silfurborginni (Silver City) í Nýju-Mexíkó. Móðir Billa hafði greinst með berkla og þurfti að flytjast í þurrara loftslag. Hún lést af völdum berklanna árið 1874. Billa hafði vegnað ágætlega í skóla en eftir lát móður sinnar þurfti hann að sjá um sig sjálfur. Hann hafði lítillega komist í kast við lögin vegna prakkarastrika en nú lenti hann í slæmum félagsskap. Líf kúrekans heillaði Billa og í Nýju-Mexíkó lærði hann að beita hníf og byssu.

Billi fékk snemma viðurnefnið „The Kid“ sem átti bæði við ungan aldur hans og grannan vöxt. Fyrsta staðfesta dráp Billa átti sér stað í bænum Camp Grant í Arizonafylki, árið 1877. Inni á krá einni varð drukknum járnsmið mjög uppsigað við Billa, kallaði hann öllum illum nöfnum og réðst síðan á hann. Billi dró þá upp skammbyssuna og skaut járnsmiðinn sem lést skömmu síðar.

Samkvæmt þjóðsögunni á járnsmiðurinn að hafa uppnefnt Billa „billy goat“ vegna skegghýjungs. Eftir drápið reyndu kráargestir að handsama Billa og hrópuðu „Stop him! Stop him! String up that Billy the Kid!“ Þannig fékk Billi viðurnefni sitt.

Billi er þekktastur fyrir að hafa verið lykilmaður í hinu fræga Lincoln County War, valdabaráttu tveggja fylkinga stórkaupmanna og landeigenda í Lincolnsýslu í Nýju-Mexíkó. Billi vann sem kúreki fyrir mann að nafni John Turnstall sem átti í útistöðum við klíku sem kennd var við Lawrence Murphy. Þrátt fyrir að Turnstall væri aðeins nokkrum árum eldri en Billi, varð hann að föðurímynd kúrekans unga. Þegar Turnstall var myrtur snemma árs 1878 af mönnum Murphys, brást Billi illa við og fór fremstur í flokki þeirra sem leituðu hefnda.

Þegar yfir lauk lágu fjölmargir í valnum, meðal annarra lögreglustjóri einn og fulltrúi hans sem gengi Billa hafði myrt. Billa var kennt um morðið en raunar er ekki staðfest að hann hafi drepið neinn í þessari deilu. Billi var eftirlýstur þrátt fyrir það enda hafði hann tekið virkan þátt í skotbardögunum.

Billi var á flótta í marga mánuði undan réttvísinni og gaf sig að lokum fram í mars 1879 við ríkisstjóra Nýju-Mexíkó, Lee Wallace. Uppgjöfinni fylgdi tilboð um að upplýsa morð sem hin klíkan hafði framið og þannig ætlaði Billi að komast hjá hengingu. Wallace virtist ætla að taka boðinu og Billi gekkst sjálfviljugur undir einangraða fangelsisvist þangað til réttarhöldum lyki. En þegar að réttarhöldum dró fékk Billi að heyra það að Wallace ætlaði að fá hann dæmdan til dauða. Á ævintýralegan hátt tókst honum að flýja úr einangruninni og slóst í hóp dyggra félaga sem farið höfðu huldu höfði.

Árið 1880 var Pat nokkur Garrett skipaður lögreglustjóri í Lincolnsýslu og efst á verkefnalista hans var að ná Billa, dauðum eða lifandi. Sagan segir að Garrett og Billi hafi verið kunningjar og jafnvel vinir frá fyrri tíð. Í desembermánuði 1880 féll félagi Billa, Tom O’Foillard, fyrir byssukúlu leitarhóps Garretts, en Billi slapp sjálfur naumlega. Í framhaldinu var hópur Billa króaður af og gafst hann að lokum upp.

Við tóku stutt réttarhöld sem lauk með því að Billi var dæmdur til dauða. Þá var Billi orðinn þekktur í dagblöðum og viðtöl voru tekin við þennan alræmdasta byssubófa Vestursins. Þar lýsti Billi yfir sakleysi sínu og hneykslan á yfirgangi réttvísinnar. Til stóð að hengja Billa snemma í maí 1881, en nokkrum dögum áður, tókst honum aftur að flýja. Í þetta sinn drap hann tvo fangaverði með byssu annars þeirra. Auðvelt er að ímynda sér að sá atburður hafi valdið fjaðrafoki og Garrett hélt aftur á eftir Billa.

Í nokkra mánuði lék Billi lausum hala en þann 14. júlí árið 1881 féll hann fyrir hendi Garretts í bænum Fort Sumner. Þar hafði Billi ætlað að heimsækja vinkonu sína en Garrett beið á heimili hennar og skaut Billa að óvörum. Þar með lauk ævi Billa en Pats Garrett beið nokkur frægð að launum og hann skrifaði ævisögu Billa Barnunga!

Heimildir og myndir:

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

7.5.2003

Spyrjandi

Hannes Arason, f. 1995

Tilvísun

Unnar Árnason. „Var Billi barnungi til? Er til einhver ljósmynd af honum?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2003, sótt 12. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3397.

Unnar Árnason. (2003, 7. maí). Var Billi barnungi til? Er til einhver ljósmynd af honum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3397

Unnar Árnason. „Var Billi barnungi til? Er til einhver ljósmynd af honum?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2003. Vefsíða. 12. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3397>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Var Billi barnungi til? Er til einhver ljósmynd af honum?
Billi barnungi er líklega þekktastur hér á landi sem persóna í Lukku-Lákabókunum Billi barnungi og Heiðursvörður Billa barnunga. Eins og margar aðrar persónur í bókunum á Billi sér raunverulega fyrirmynd sem er „byssubófinn“ Billy the Kid. Til er ein mynd sem örugglega er af Billa og önnur er líklega af honum.

Billy the Kid er ein vinsælasta þjóðsagnahetja Villta vestursins, ásamt banka- og lestaræningjanum Jesse James. Báðir lifðu þeir utan við ramma laganna en þykja hafa haft ýmsa mannkosti sem gera þá að hetjum í augum venjulegs fólks. Margt er til dæmis sameiginlegt með Jesse James og sögum af Hróa Hetti. Hann er sagður hafa rænt hina ríku og gefið fátækum. Hvort það átti sér stoð í raunveruleikanum er annað mál.

Þjóðsagan um Billa barnunga er tvíræðari. Hann þótti stórhættulegur, með eða án byssunnar, og lengi var talið að hann hefði drepið 21 mann. Sögulegar rannsóknir á ævi Billa staðfesta þó aðeins fjögur mannvíg.



Það sem hér er verður rakið litast af sjónarhorni þeirra sem telja Billa hafa verið einn af góðu gæjunum. Kvikmyndirnar Young Guns I og II bera augljósan keim af þessu viðhorfi og eru góðar heimildir um arfleifð Billa þótt sagnfræðinni sé ekki gert hátt undir höfði.

Margt um ævi Billa barnunga er á huldu og fer oft tvennum sögum af atburðum í lífi hans. Lengi vel var álitið að hann hefði fæðst 23. nóvember 1859 en nú er talið að sú dagsetning sé tilbúningur ævisöguritara frá 19. öld. Öruggast er að segja að Billi hafi fæðst einhvern tímann á árunum 1859-1861, að öllum líkindum í írska hluta New York-borgar en einnig kann að vera að hann hafi komið í heiminn í Indianafylki eða Missouri.

Móðir Billa var írsk og hét Catherine McCarty. Billi hefur líklega gengið undir nafninu Henry McCarty á unga aldri en þegar hann komst undir hendur laganna notaði hann nafnið William H. Bonney. Bonney er ef til vill eftirnafn móður hans.

Vitað er að fjölskylda hans kom við í Kansas áður en hún settist að í Silfurborginni (Silver City) í Nýju-Mexíkó. Móðir Billa hafði greinst með berkla og þurfti að flytjast í þurrara loftslag. Hún lést af völdum berklanna árið 1874. Billa hafði vegnað ágætlega í skóla en eftir lát móður sinnar þurfti hann að sjá um sig sjálfur. Hann hafði lítillega komist í kast við lögin vegna prakkarastrika en nú lenti hann í slæmum félagsskap. Líf kúrekans heillaði Billa og í Nýju-Mexíkó lærði hann að beita hníf og byssu.

Billi fékk snemma viðurnefnið „The Kid“ sem átti bæði við ungan aldur hans og grannan vöxt. Fyrsta staðfesta dráp Billa átti sér stað í bænum Camp Grant í Arizonafylki, árið 1877. Inni á krá einni varð drukknum járnsmið mjög uppsigað við Billa, kallaði hann öllum illum nöfnum og réðst síðan á hann. Billi dró þá upp skammbyssuna og skaut járnsmiðinn sem lést skömmu síðar.

Samkvæmt þjóðsögunni á járnsmiðurinn að hafa uppnefnt Billa „billy goat“ vegna skegghýjungs. Eftir drápið reyndu kráargestir að handsama Billa og hrópuðu „Stop him! Stop him! String up that Billy the Kid!“ Þannig fékk Billi viðurnefni sitt.

Billi er þekktastur fyrir að hafa verið lykilmaður í hinu fræga Lincoln County War, valdabaráttu tveggja fylkinga stórkaupmanna og landeigenda í Lincolnsýslu í Nýju-Mexíkó. Billi vann sem kúreki fyrir mann að nafni John Turnstall sem átti í útistöðum við klíku sem kennd var við Lawrence Murphy. Þrátt fyrir að Turnstall væri aðeins nokkrum árum eldri en Billi, varð hann að föðurímynd kúrekans unga. Þegar Turnstall var myrtur snemma árs 1878 af mönnum Murphys, brást Billi illa við og fór fremstur í flokki þeirra sem leituðu hefnda.

Þegar yfir lauk lágu fjölmargir í valnum, meðal annarra lögreglustjóri einn og fulltrúi hans sem gengi Billa hafði myrt. Billa var kennt um morðið en raunar er ekki staðfest að hann hafi drepið neinn í þessari deilu. Billi var eftirlýstur þrátt fyrir það enda hafði hann tekið virkan þátt í skotbardögunum.

Billi var á flótta í marga mánuði undan réttvísinni og gaf sig að lokum fram í mars 1879 við ríkisstjóra Nýju-Mexíkó, Lee Wallace. Uppgjöfinni fylgdi tilboð um að upplýsa morð sem hin klíkan hafði framið og þannig ætlaði Billi að komast hjá hengingu. Wallace virtist ætla að taka boðinu og Billi gekkst sjálfviljugur undir einangraða fangelsisvist þangað til réttarhöldum lyki. En þegar að réttarhöldum dró fékk Billi að heyra það að Wallace ætlaði að fá hann dæmdan til dauða. Á ævintýralegan hátt tókst honum að flýja úr einangruninni og slóst í hóp dyggra félaga sem farið höfðu huldu höfði.

Árið 1880 var Pat nokkur Garrett skipaður lögreglustjóri í Lincolnsýslu og efst á verkefnalista hans var að ná Billa, dauðum eða lifandi. Sagan segir að Garrett og Billi hafi verið kunningjar og jafnvel vinir frá fyrri tíð. Í desembermánuði 1880 féll félagi Billa, Tom O’Foillard, fyrir byssukúlu leitarhóps Garretts, en Billi slapp sjálfur naumlega. Í framhaldinu var hópur Billa króaður af og gafst hann að lokum upp.

Við tóku stutt réttarhöld sem lauk með því að Billi var dæmdur til dauða. Þá var Billi orðinn þekktur í dagblöðum og viðtöl voru tekin við þennan alræmdasta byssubófa Vestursins. Þar lýsti Billi yfir sakleysi sínu og hneykslan á yfirgangi réttvísinnar. Til stóð að hengja Billa snemma í maí 1881, en nokkrum dögum áður, tókst honum aftur að flýja. Í þetta sinn drap hann tvo fangaverði með byssu annars þeirra. Auðvelt er að ímynda sér að sá atburður hafi valdið fjaðrafoki og Garrett hélt aftur á eftir Billa.

Í nokkra mánuði lék Billi lausum hala en þann 14. júlí árið 1881 féll hann fyrir hendi Garretts í bænum Fort Sumner. Þar hafði Billi ætlað að heimsækja vinkonu sína en Garrett beið á heimili hennar og skaut Billa að óvörum. Þar með lauk ævi Billa en Pats Garrett beið nokkur frægð að launum og hann skrifaði ævisögu Billa Barnunga!

Heimildir og myndir:...