Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Er það satt að til séu þrír litir af blóði í dýraríkinu?

Jón Már Halldórsson

Sameindirnar sem bindast súrefni (O2) nefnast á ensku respiratory pigments og mætti þýða á íslensku sem blóðlitarefni. Nafngiftin er tilkomin vegna þess að þessar sameindir gefa blóðinu lit, líkt og grænukorn gefa plöntum grænan lit.

Fjórir flokkar blóðlitarefna eru þekktir:
  1. Blóðrauði (hemóglóbín) hefur mesta útbreiðslu innan dýraríkisins. Í öllum hryggdýrum, þar á meðal mönnunum, er það blóðrauðinn sem flytur súrefnið frá lungunum út um líkamann. Auk þess finnst hann víða meðal hryggleysingja. Rauði liturinn helgast aðallega af járnfrumeind sem er í súrefnisbindistað blóðrauðans. Í súrefnismettaðri lausn er blóðið ljósrautt en í súrefnislítilli lausn dökkrautt (stundum bláleitt).
  2. Klórókrúórín finnst í fjórum ættum burstaorma. Blóð þeirra er grænt á lit í súrefnissnauðri lausn en rautt í súrefnismettaðri lausn. Þessi gerð blóðlitarefnis er mjög áþekk blóðrauða að byggingu.
  3. Hemrauði (hemeríþín) er fjólublár í súrefnisríkri lausn en glær í súrefnissnauðri lausn. Þessi gerð blóðlitarefna hefur afar takmarkaða útbreiðslu í dýraríkinu og þekkist einungis innan þriggja fylkinga, sipuncula, priapulida og brachiopoda. Einnig finnst þetta litarefni í blóði ættkvíslarinnar Annelida.
  4. Hemblámi (hemósíanín) er glær í súrefnislítilli lausn og blár í súrefnisríkri lausn. Hembláminn nýtur ákveðinnar sérstöðu meðal blóðlitarefnanna því að á bindistað súrefnisins er kopar (Cu2+) en ekki járnfrumeind (Fe2+). Höfuðfætlingar (Cephalopoda), svo sem kolkrabbar, hafa hembláma í blóði sínu, einnig sum krabbadýr og áttfætlur.

Því má segja að litir blóðs sem þekkjast í dýraríkinu séu í raun fimm: rauður, blár, grænn, fjólublár og glær.

Heimildir og mynd:
  • Withers P, C. 1992. Comparative Animal physiology. Saunders College Publishing
  • Dlaczego.pl

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

7.5.2003

Spyrjandi

Kolbrún Gunnlaugsdóttir, f. 1985

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Er það satt að til séu þrír litir af blóði í dýraríkinu?“ Vísindavefurinn, 7. maí 2003. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3399.

Jón Már Halldórsson. (2003, 7. maí). Er það satt að til séu þrír litir af blóði í dýraríkinu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3399

Jón Már Halldórsson. „Er það satt að til séu þrír litir af blóði í dýraríkinu?“ Vísindavefurinn. 7. maí. 2003. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3399>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er það satt að til séu þrír litir af blóði í dýraríkinu?
Sameindirnar sem bindast súrefni (O2) nefnast á ensku respiratory pigments og mætti þýða á íslensku sem blóðlitarefni. Nafngiftin er tilkomin vegna þess að þessar sameindir gefa blóðinu lit, líkt og grænukorn gefa plöntum grænan lit.

Fjórir flokkar blóðlitarefna eru þekktir:
  1. Blóðrauði (hemóglóbín) hefur mesta útbreiðslu innan dýraríkisins. Í öllum hryggdýrum, þar á meðal mönnunum, er það blóðrauðinn sem flytur súrefnið frá lungunum út um líkamann. Auk þess finnst hann víða meðal hryggleysingja. Rauði liturinn helgast aðallega af járnfrumeind sem er í súrefnisbindistað blóðrauðans. Í súrefnismettaðri lausn er blóðið ljósrautt en í súrefnislítilli lausn dökkrautt (stundum bláleitt).
  2. Klórókrúórín finnst í fjórum ættum burstaorma. Blóð þeirra er grænt á lit í súrefnissnauðri lausn en rautt í súrefnismettaðri lausn. Þessi gerð blóðlitarefnis er mjög áþekk blóðrauða að byggingu.
  3. Hemrauði (hemeríþín) er fjólublár í súrefnisríkri lausn en glær í súrefnissnauðri lausn. Þessi gerð blóðlitarefna hefur afar takmarkaða útbreiðslu í dýraríkinu og þekkist einungis innan þriggja fylkinga, sipuncula, priapulida og brachiopoda. Einnig finnst þetta litarefni í blóði ættkvíslarinnar Annelida.
  4. Hemblámi (hemósíanín) er glær í súrefnislítilli lausn og blár í súrefnisríkri lausn. Hembláminn nýtur ákveðinnar sérstöðu meðal blóðlitarefnanna því að á bindistað súrefnisins er kopar (Cu2+) en ekki járnfrumeind (Fe2+). Höfuðfætlingar (Cephalopoda), svo sem kolkrabbar, hafa hembláma í blóði sínu, einnig sum krabbadýr og áttfætlur.

Því má segja að litir blóðs sem þekkjast í dýraríkinu séu í raun fimm: rauður, blár, grænn, fjólublár og glær.

Heimildir og mynd:
  • Withers P, C. 1992. Comparative Animal physiology. Saunders College Publishing
  • Dlaczego.pl
...