Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað er háfjallaveiki?

Þuríður Þorbjarnardóttir



Háfjallaveiki er kvilli sem hrjáir fólk sem ferðast of hratt upp í mikla hæð (oftast yfir 2.400 metra), einkum þá sem búa að öllu jöfnu við sjávarmál. Í þessum hópi eru meðal annars fjallgöngumenn, aðrir göngugarpar og skíðamenn.

Orsakir og einkenni

Orsakir háfjallaveiki eru minni loftþrýstingur og lítill súrefnisstyrkur í mikilli hæð. Hún hefur áhrif á taugakerfi, lungu, vöðva og hjarta. Einkennin eru allt frá því að vera væg til þess að vera lífshættuleg.

Einkenni vægrar eða miðlungs háfjallaveiki eru eftirfarandi:
  • höfuðverkur
  • svefnerfiðleikar
  • lystarleysi
  • flökurleiki eða uppköst
  • þreyta
  • svimi eða vímutilfinning
  • hraður hjartsláttur
  • mæði við áreynslu
Einkenni sem oftast eru tengd alvarlegri háfjallaveiki eru eftirfarandi:
  • hósti
  • mæði í hvíld
  • herpingur í bringu eða óeðlilegt slímrennsli (e. congestion)
  • bláleitur húðlitur
  • vangeta til að ganga í beina línu eða ganga með öllu
  • minni meðvitund eða fráhvarf frá félagslegum samskiptum
  • rugl
  • gráleit eða föl húð (bendir til heilabjúgs)
Í flestum tilfellum eru einkennin væg en í alvarlegum tilfellum safnast vökvi í lungun (lungnabjúgur - e. pulmonary edema) og í kjölfarið koma fram mæði og erfiðleikar við öndun. Það síðarnefnda eykur súrefnisskortinn. Vökvasöfnun getur einnig orðið í heila (heilabjúgur - e. cerebral edema) sem veldur rugli, meðvitundarleysi og dauða sé ekki gripið til viðeigandi meðferðar.

Líkur á veikinni

Líkur á háfjallaveiki og alvarleiki hennar aukast eftir því sem ferðin upp er farin hraðar, hversu mikilli hæð er náð og hversu mikil áreynslan er á leiðinni. Um það bil 20% þeirra sem ferðast upp í 2.100-3.200 metra hæð fá væga háfjallaveiki, en í þessari hæð er afar sjaldgæft að fólk fái lungnabjúg og heilabjúg. Aftur á móti finnur flest fólk fyrir að minnsta kosti vægum einkennum þegar komið er upp í meira en 4.600 metra hæð. Um 10% þeirra sem ekki hafa aðlagast háfjallaloftinu (e. un-acclimatized) fær lungnabjúg og 1,5% heilabjúg í þessari hæð.

Meðferð

Viðeigandi meðferð við háfjallaveiki, sama á hvaða stigi hún er, er að koma viðkomandi eins hratt og örugglega og mögulegt er niður í minni hæð. Ef súrefniskútur er fyrir hendi ber einnig að gefa honum súrefni. Í alvarlegum tilfellum gæti þurft að leggja viðkomandi inn á sjúkrahús. Þar fengi hann súrefni og viðeigandi lyf við lungnabjúg og heilabjúg sé hann með þau einkenni.

Forvarnir

Fræðsla til þeirra sem hyggja á háfjallaferðir er lykilatriði. Lögð er áhersla á að fara rólega upp og stoppa í 1-2 daga fyrir hverja 600 metra sem farið er ofar en 2.400 metra. Hópar sem fara ofar en 3.000 metra ættu að hafa með sér nokkurra daga súrefnisbirgðir.

Lyfið acetazolamíð flýtir fyrir aðlögun að minna súrefni og minnkar væg einkenni háfjallaveiki. Töku þess ætti að hefja einum degi fyrir uppferð og halda áfram í um tvo daga eftir að komið er niður aftur. Mælt er með þessu einkum í þeim tilfellum þegar nauðsynlegt er að auka hæð hratt.

Einstaklingar sem eiga það til að verða blóðlitlir (einkum konur) ættu að ráðfæra sig við lækni um hvort æskilegt sé að taka inn járn til að bæta ástandið áður en lagt er í ferðina. Blóðlitlir einstaklingar hafa færri rauðkorn og flytja því minna súrefni en aðrir með blóðinu.

Nauðsynlegt er að fá nægan vökva en forðast ber áfengi. Æskilegt er að borða reglulega og mælt er með kolvetnaríkum fæðutegundum. Fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma ætti að sleppa háfjallaferðum.

Heimild:

Mynd: California Institute of Technology - Graduate Aeronnautical Laboratories

Höfundur

Útgáfudagur

12.5.2003

Spyrjandi

Jón Hafliði Sigurjónsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er háfjallaveiki?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2003. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3406.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2003, 12. maí). Hvað er háfjallaveiki? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3406

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er háfjallaveiki?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2003. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3406>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er háfjallaveiki?


Háfjallaveiki er kvilli sem hrjáir fólk sem ferðast of hratt upp í mikla hæð (oftast yfir 2.400 metra), einkum þá sem búa að öllu jöfnu við sjávarmál. Í þessum hópi eru meðal annars fjallgöngumenn, aðrir göngugarpar og skíðamenn.

Orsakir og einkenni

Orsakir háfjallaveiki eru minni loftþrýstingur og lítill súrefnisstyrkur í mikilli hæð. Hún hefur áhrif á taugakerfi, lungu, vöðva og hjarta. Einkennin eru allt frá því að vera væg til þess að vera lífshættuleg.

Einkenni vægrar eða miðlungs háfjallaveiki eru eftirfarandi:
  • höfuðverkur
  • svefnerfiðleikar
  • lystarleysi
  • flökurleiki eða uppköst
  • þreyta
  • svimi eða vímutilfinning
  • hraður hjartsláttur
  • mæði við áreynslu
Einkenni sem oftast eru tengd alvarlegri háfjallaveiki eru eftirfarandi:
  • hósti
  • mæði í hvíld
  • herpingur í bringu eða óeðlilegt slímrennsli (e. congestion)
  • bláleitur húðlitur
  • vangeta til að ganga í beina línu eða ganga með öllu
  • minni meðvitund eða fráhvarf frá félagslegum samskiptum
  • rugl
  • gráleit eða föl húð (bendir til heilabjúgs)
Í flestum tilfellum eru einkennin væg en í alvarlegum tilfellum safnast vökvi í lungun (lungnabjúgur - e. pulmonary edema) og í kjölfarið koma fram mæði og erfiðleikar við öndun. Það síðarnefnda eykur súrefnisskortinn. Vökvasöfnun getur einnig orðið í heila (heilabjúgur - e. cerebral edema) sem veldur rugli, meðvitundarleysi og dauða sé ekki gripið til viðeigandi meðferðar.

Líkur á veikinni

Líkur á háfjallaveiki og alvarleiki hennar aukast eftir því sem ferðin upp er farin hraðar, hversu mikilli hæð er náð og hversu mikil áreynslan er á leiðinni. Um það bil 20% þeirra sem ferðast upp í 2.100-3.200 metra hæð fá væga háfjallaveiki, en í þessari hæð er afar sjaldgæft að fólk fái lungnabjúg og heilabjúg. Aftur á móti finnur flest fólk fyrir að minnsta kosti vægum einkennum þegar komið er upp í meira en 4.600 metra hæð. Um 10% þeirra sem ekki hafa aðlagast háfjallaloftinu (e. un-acclimatized) fær lungnabjúg og 1,5% heilabjúg í þessari hæð.

Meðferð

Viðeigandi meðferð við háfjallaveiki, sama á hvaða stigi hún er, er að koma viðkomandi eins hratt og örugglega og mögulegt er niður í minni hæð. Ef súrefniskútur er fyrir hendi ber einnig að gefa honum súrefni. Í alvarlegum tilfellum gæti þurft að leggja viðkomandi inn á sjúkrahús. Þar fengi hann súrefni og viðeigandi lyf við lungnabjúg og heilabjúg sé hann með þau einkenni.

Forvarnir

Fræðsla til þeirra sem hyggja á háfjallaferðir er lykilatriði. Lögð er áhersla á að fara rólega upp og stoppa í 1-2 daga fyrir hverja 600 metra sem farið er ofar en 2.400 metra. Hópar sem fara ofar en 3.000 metra ættu að hafa með sér nokkurra daga súrefnisbirgðir.

Lyfið acetazolamíð flýtir fyrir aðlögun að minna súrefni og minnkar væg einkenni háfjallaveiki. Töku þess ætti að hefja einum degi fyrir uppferð og halda áfram í um tvo daga eftir að komið er niður aftur. Mælt er með þessu einkum í þeim tilfellum þegar nauðsynlegt er að auka hæð hratt.

Einstaklingar sem eiga það til að verða blóðlitlir (einkum konur) ættu að ráðfæra sig við lækni um hvort æskilegt sé að taka inn járn til að bæta ástandið áður en lagt er í ferðina. Blóðlitlir einstaklingar hafa færri rauðkorn og flytja því minna súrefni en aðrir með blóðinu.

Nauðsynlegt er að fá nægan vökva en forðast ber áfengi. Æskilegt er að borða reglulega og mælt er með kolvetnaríkum fæðutegundum. Fólk með hjarta- eða lungnasjúkdóma ætti að sleppa háfjallaferðum.

Heimild:

Mynd: California Institute of Technology - Graduate Aeronnautical Laboratories...