Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:41 • sest 16:41 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:23 • Sest 25:51 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:47 • Síðdegis: 13:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:57 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna mala kettir? Eru til önnur dýr sem mala? Gæti ég með einhverjum hætti malað?

Páll Hersteinsson (1951-2011)

Flestar ef ekki allar tegundir af kattaættinni (Felidae), en þær eru taldar vera um það bil 36, virðast geta malað. Ekki er vitað til að önnur dýr mali og eru menn þá meðtaldir.

Heimiliskettir mala samfellt, það er að segja ekki er hægt að greina neina breytingu þegar dýrið andar að sér eða frá sér. Hið sama á við um gaupuna en aftur á móti mala ljón aðeins þegar þau anda frá sér.

Í flestum tilvikum virðist mega setja samasemmerki milli vellíðunar og þess að kattardýr mali. Heimiliskettir mala gjarnan þegar þeir liggja í kjöltu eiganda síns. Kvendýr allra tegundanna mala þegar afkvæmin sjúga þær. Ljónynjur mala einnig þegar þær eru í bríma, það er þegar þær eru móttækilegar fyrir athygli karldýrs. Þótt merkilegt megi virðast mala læður oft meðan þær eru að gjóta þótt ekki virðist líklegt að þeim þyki það sérstaklega gott. Þá munu vera dæmi um að særðir kettir mali. Merkingin er því fremur óljós.

Í rauninni er ekki vitað hvernig kettir fara að því að að mala. Það virðist einfaldlega ekki hafa verið rannsakað. Sennilega hefur ekki tekist að sannfæra rannsóknarsjóði um að slíkt verkefni sé þess virði að styrkja það! Tvær tilgátur hafa þó verið settar fram. Sumir telja að malið sé framkallað af raddböndum og að loftstreymi um þau framkalli þetta sérkennilega hljóð. Aðrir telja malið stafa af titringi í aðalbláæð í brjóstholi.

Sjá einnig:

Höfundur

Páll Hersteinsson (1951-2011)

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

17.4.2000

Spyrjandi

Benjamín Sigurgeirsson

Efnisorð

Tilvísun

Páll Hersteinsson (1951-2011). „Hvers vegna mala kettir? Eru til önnur dýr sem mala? Gæti ég með einhverjum hætti malað?“ Vísindavefurinn, 17. apríl 2000, sótt 10. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=343.

Páll Hersteinsson (1951-2011). (2000, 17. apríl). Hvers vegna mala kettir? Eru til önnur dýr sem mala? Gæti ég með einhverjum hætti malað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=343

Páll Hersteinsson (1951-2011). „Hvers vegna mala kettir? Eru til önnur dýr sem mala? Gæti ég með einhverjum hætti malað?“ Vísindavefurinn. 17. apr. 2000. Vefsíða. 10. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=343>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna mala kettir? Eru til önnur dýr sem mala? Gæti ég með einhverjum hætti malað?
Flestar ef ekki allar tegundir af kattaættinni (Felidae), en þær eru taldar vera um það bil 36, virðast geta malað. Ekki er vitað til að önnur dýr mali og eru menn þá meðtaldir.

Heimiliskettir mala samfellt, það er að segja ekki er hægt að greina neina breytingu þegar dýrið andar að sér eða frá sér. Hið sama á við um gaupuna en aftur á móti mala ljón aðeins þegar þau anda frá sér.

Í flestum tilvikum virðist mega setja samasemmerki milli vellíðunar og þess að kattardýr mali. Heimiliskettir mala gjarnan þegar þeir liggja í kjöltu eiganda síns. Kvendýr allra tegundanna mala þegar afkvæmin sjúga þær. Ljónynjur mala einnig þegar þær eru í bríma, það er þegar þær eru móttækilegar fyrir athygli karldýrs. Þótt merkilegt megi virðast mala læður oft meðan þær eru að gjóta þótt ekki virðist líklegt að þeim þyki það sérstaklega gott. Þá munu vera dæmi um að særðir kettir mali. Merkingin er því fremur óljós.

Í rauninni er ekki vitað hvernig kettir fara að því að að mala. Það virðist einfaldlega ekki hafa verið rannsakað. Sennilega hefur ekki tekist að sannfæra rannsóknarsjóði um að slíkt verkefni sé þess virði að styrkja það! Tvær tilgátur hafa þó verið settar fram. Sumir telja að malið sé framkallað af raddböndum og að loftstreymi um þau framkalli þetta sérkennilega hljóð. Aðrir telja malið stafa af titringi í aðalbláæð í brjóstholi.

Sjá einnig:...