Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað var kosningabandalag Alþýðuflokks og Framsóknarflokks árið 1956 kallað?

Sævar Helgi Bragason

Andstæðingar kosningabandalagsins sem Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur gerðu með sér fyrir alþingiskosningarnar 24. júní 1956 kölluðu það gjarnan Hræðslubandalagið. Forsvarsmenn bandalagsins kölluðu það ýmist Umbótabandalagið eða Bandalag umbótaflokkanna. Með sameiginlegu framboði í öllum kjördæmum freistuðu flokkarnir þess að ná meirihluta á Alþingi. Hugmyndin var að nýta kjördæmaskipunina til að ná meirihluta þingmanna án þess að hafa meirihluta kjósenda á bak við sig. Það mistókst naumlega því að Hræðslubandalagið hlaut 33,9% atkvæða og 25 þingmenn af 52, en í kosningunum 1953 höfðu sömu flokkar fengið samanlagt 37,5% atkvæða og 22 þingmenn.

Árið 1956 sleit Framsóknarflokkurinn stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og hóf samvinnu við Alþýðuflokkinn. Til að ná meirihluta og mynda stjórn undir forystu Hermanns Jónassonar urðu þeir að leita stuðnings hjá Alþýðubandalaginu sem þá var undir forystu Hannibals Valdimarssonar. Alþýðubandalagið var stofnað rétt fyrir kosningarnar 1956, úr bandalagi Sósíalistaflokksins og félaga í Málfundafélagi jafnaðarmanna. Meðal helstu stefnumála þessarar nýju vinstri ríkisstjórnar var að senda bandaríska herinn úr landi, en ekkert varð úr því.

Samvinna flokkanna tveggja í kosningabaráttunni var fólgin í því að flokkarnir buðu ekki fram hvor gegn öðrum. Í kjördæmum þar sem Alþýðuflokkurinn var sterkur voru stuðningsmenn Framsóknarflokks hvattir til að kjósa Alþýðuflokk og öfugt. Þetta þýddi í raun að Alþýðuflokkurinn bauð ekki fram í dreifbýli en Framsóknarflokkurinn ekki í Reykjavík og kaupstaðakjördæmum að Seyðisfirði undanskildum. Önnur samvinna flokkanna kom til að mynda fram í því að fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, Rannveig Þorsteinsdóttir, settist í þriðja sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík en skemmst er frá því að segja að hún náði ekki kjöri.

Nafngift andstæðinganna á bandalaginu festist, enda drógu framsóknar- og alþýðuflokksmenn ekki dul á að hræðsla rak þá saman. Hermann Jónasson vildi gera allt til að bola Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Það sem rak Framsóknarflokk út í kosningabandalag var andúðin á Sjálfstæðisflokknum, en auk þess höfðu framsóknarmenn ekki gleymt því að litlu munaði að Sjálfstæðisflokkurinn næði hreinum meirihluta á Alþingi í kosningunum árið 1953. Alþýðuflokksmenn sáu sér leik á borði með bandalaginu að geta útilokað Sósíalistaflokkinn eða Alþýðubandalagið frá stjórnarþátttöku. Alþýðuflokksmenn vildu koma á fót vinstri stjórn með Framsóknarflokknum en án sósíalista og það voru því ýmsum sár vonbrigði að þurfa að leita til Alþýðubandalagsins um stjórnarmyndun eftir kosningarnar.

Samvinna flokkanna í kosningabaráttunni var mjög náin, en mikill styr stóð um lögmæti þess og urðu um það harðar deilur á Alþingi haustið 1956. Sumir töldu að slíkt bandalag stæðist ekki stjórnarskrá en Jón Ásbjörnsson, þáverandi forseti Hæstaréttar, úrskurðaði hins vegar síðar að ekkert ólögmætt hafi verið við bandalagið.

Hræðslubandalagið náði ekki markmiði sínu, þrátt fyrir að flokkarnir hefðu unnið þrjá þingmenn, en þeir þurftu tvo til viðbótar til að ná hreinum meirihluta. Þessi tilraun flokkanna leiddi hins vegar til þess að kjördæmamálið komst á dagskrá og gerbreytt kjördæmaskipan var tekin upp árið 1959.

Í þessum kosningum árið 1956 hlaut Sjálfstæðisflokkur 42,2% atkvæða og 19 þingmenn, Framsóknarflokkur 15,6% og 17 þingmenn, Alþýðuflokkur 18,3% og 8 þingmenn, Alþýðubandalag 19,2% og 8 þingmenn og Þjóðvarnarflokkurinn 4,5%, fengu engan þingmann en misstu tvo. Eins og sjá má var þingmannafjöldi flokka í litlu samræmi við heildarfjölda atkvæða og misræmi vegna kjördæmaskipunar mikið.

Ríkisstjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags sat í einungis tvö ár. Forsætisráðherra var Hermann Jónasson, en Emil Jónsson var utanríkisráðherra í nokkra mánuði þar til Guðmundur Í. Guðmundsson tók við af honum. Ríkisstjórnin var þannig skipuð:
  • Hermann Jónasson (Framsókn) – Forsætis-, dómsmála-, og landbúnaðarráðherra.
  • Eysteinn Jónsson (Framsókn) – Fjármála- og samgönguráðherra.
  • Gylfi Þ. Gíslason (Alþýðuflokki) – Menntamála- og iðnaðarráðherra.
  • Guðmundur Í. Guðmundsson (Alþýðuflokki) – Utanríkisráðherra.
  • Emil Jónsson (Alþýðuflokki) – Utanríkisráðherra.
  • Lúðvík Jósepsson (Alþýðubandalagi) – Sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra.
  • Hannibal Valdimarsson (Alþýðubandalagi) - Félagsmálaráðherra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Einar Laxness. Íslandssaga – I. bindi a-h – Alfræði Vöku-Helgafells. Vaka Helgafell, Reykjavík, 1995.
  • Illugi Jökulsson. Ísland í aldanna rás – II. bindi, 1951-1970. JPV Útgáfa, Reykjavík, 2001.

Mynd:

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

20.5.2003

Spyrjandi

Axel Aage Schiöth, f. 1988

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvað var kosningabandalag Alþýðuflokks og Framsóknarflokks árið 1956 kallað?“ Vísindavefurinn, 20. maí 2003, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3434.

Sævar Helgi Bragason. (2003, 20. maí). Hvað var kosningabandalag Alþýðuflokks og Framsóknarflokks árið 1956 kallað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3434

Sævar Helgi Bragason. „Hvað var kosningabandalag Alþýðuflokks og Framsóknarflokks árið 1956 kallað?“ Vísindavefurinn. 20. maí. 2003. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3434>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað var kosningabandalag Alþýðuflokks og Framsóknarflokks árið 1956 kallað?
Andstæðingar kosningabandalagsins sem Alþýðuflokkur og Framsóknarflokkur gerðu með sér fyrir alþingiskosningarnar 24. júní 1956 kölluðu það gjarnan Hræðslubandalagið. Forsvarsmenn bandalagsins kölluðu það ýmist Umbótabandalagið eða Bandalag umbótaflokkanna. Með sameiginlegu framboði í öllum kjördæmum freistuðu flokkarnir þess að ná meirihluta á Alþingi. Hugmyndin var að nýta kjördæmaskipunina til að ná meirihluta þingmanna án þess að hafa meirihluta kjósenda á bak við sig. Það mistókst naumlega því að Hræðslubandalagið hlaut 33,9% atkvæða og 25 þingmenn af 52, en í kosningunum 1953 höfðu sömu flokkar fengið samanlagt 37,5% atkvæða og 22 þingmenn.

Árið 1956 sleit Framsóknarflokkurinn stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og hóf samvinnu við Alþýðuflokkinn. Til að ná meirihluta og mynda stjórn undir forystu Hermanns Jónassonar urðu þeir að leita stuðnings hjá Alþýðubandalaginu sem þá var undir forystu Hannibals Valdimarssonar. Alþýðubandalagið var stofnað rétt fyrir kosningarnar 1956, úr bandalagi Sósíalistaflokksins og félaga í Málfundafélagi jafnaðarmanna. Meðal helstu stefnumála þessarar nýju vinstri ríkisstjórnar var að senda bandaríska herinn úr landi, en ekkert varð úr því.

Samvinna flokkanna tveggja í kosningabaráttunni var fólgin í því að flokkarnir buðu ekki fram hvor gegn öðrum. Í kjördæmum þar sem Alþýðuflokkurinn var sterkur voru stuðningsmenn Framsóknarflokks hvattir til að kjósa Alþýðuflokk og öfugt. Þetta þýddi í raun að Alþýðuflokkurinn bauð ekki fram í dreifbýli en Framsóknarflokkurinn ekki í Reykjavík og kaupstaðakjördæmum að Seyðisfirði undanskildum. Önnur samvinna flokkanna kom til að mynda fram í því að fyrrum þingmaður Framsóknarflokksins, Rannveig Þorsteinsdóttir, settist í þriðja sæti á lista Alþýðuflokksins í Reykjavík en skemmst er frá því að segja að hún náði ekki kjöri.

Nafngift andstæðinganna á bandalaginu festist, enda drógu framsóknar- og alþýðuflokksmenn ekki dul á að hræðsla rak þá saman. Hermann Jónasson vildi gera allt til að bola Sjálfstæðisflokknum frá völdum. Það sem rak Framsóknarflokk út í kosningabandalag var andúðin á Sjálfstæðisflokknum, en auk þess höfðu framsóknarmenn ekki gleymt því að litlu munaði að Sjálfstæðisflokkurinn næði hreinum meirihluta á Alþingi í kosningunum árið 1953. Alþýðuflokksmenn sáu sér leik á borði með bandalaginu að geta útilokað Sósíalistaflokkinn eða Alþýðubandalagið frá stjórnarþátttöku. Alþýðuflokksmenn vildu koma á fót vinstri stjórn með Framsóknarflokknum en án sósíalista og það voru því ýmsum sár vonbrigði að þurfa að leita til Alþýðubandalagsins um stjórnarmyndun eftir kosningarnar.

Samvinna flokkanna í kosningabaráttunni var mjög náin, en mikill styr stóð um lögmæti þess og urðu um það harðar deilur á Alþingi haustið 1956. Sumir töldu að slíkt bandalag stæðist ekki stjórnarskrá en Jón Ásbjörnsson, þáverandi forseti Hæstaréttar, úrskurðaði hins vegar síðar að ekkert ólögmætt hafi verið við bandalagið.

Hræðslubandalagið náði ekki markmiði sínu, þrátt fyrir að flokkarnir hefðu unnið þrjá þingmenn, en þeir þurftu tvo til viðbótar til að ná hreinum meirihluta. Þessi tilraun flokkanna leiddi hins vegar til þess að kjördæmamálið komst á dagskrá og gerbreytt kjördæmaskipan var tekin upp árið 1959.

Í þessum kosningum árið 1956 hlaut Sjálfstæðisflokkur 42,2% atkvæða og 19 þingmenn, Framsóknarflokkur 15,6% og 17 þingmenn, Alþýðuflokkur 18,3% og 8 þingmenn, Alþýðubandalag 19,2% og 8 þingmenn og Þjóðvarnarflokkurinn 4,5%, fengu engan þingmann en misstu tvo. Eins og sjá má var þingmannafjöldi flokka í litlu samræmi við heildarfjölda atkvæða og misræmi vegna kjördæmaskipunar mikið.

Ríkisstjórn Alþýðuflokks, Framsóknarflokks og Alþýðubandalags sat í einungis tvö ár. Forsætisráðherra var Hermann Jónasson, en Emil Jónsson var utanríkisráðherra í nokkra mánuði þar til Guðmundur Í. Guðmundsson tók við af honum. Ríkisstjórnin var þannig skipuð:
  • Hermann Jónasson (Framsókn) – Forsætis-, dómsmála-, og landbúnaðarráðherra.
  • Eysteinn Jónsson (Framsókn) – Fjármála- og samgönguráðherra.
  • Gylfi Þ. Gíslason (Alþýðuflokki) – Menntamála- og iðnaðarráðherra.
  • Guðmundur Í. Guðmundsson (Alþýðuflokki) – Utanríkisráðherra.
  • Emil Jónsson (Alþýðuflokki) – Utanríkisráðherra.
  • Lúðvík Jósepsson (Alþýðubandalagi) – Sjávarútvegs- og viðskiptaráðherra.
  • Hannibal Valdimarsson (Alþýðubandalagi) - Félagsmálaráðherra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Einar Laxness. Íslandssaga – I. bindi a-h – Alfræði Vöku-Helgafells. Vaka Helgafell, Reykjavík, 1995.
  • Illugi Jökulsson. Ísland í aldanna rás – II. bindi, 1951-1970. JPV Útgáfa, Reykjavík, 2001.

Mynd:...