Sólin Sólin Rís 08:47 • sest 17:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:12 • Sest 17:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:42 • Síðdegis: 24:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 18:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:47 • sest 17:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:12 • Sest 17:57 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:42 • Síðdegis: 24:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:08 • Síðdegis: 18:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er átt við með þjóðstjórn og utanþingsstjórn?

JGÞ

Orðið þjóðstjórn merkir samstjórn allra eða flestra stjórnmálaflokka á alþingi. Þjóðstjórn hefur einu sinni verið mynduð á Íslandi (1939-42). Sú stjórn var samsteypustjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðiflokks og Alþýðuflokks sem naut stuðnings Bændaflokks. Hér er hægt að skoða dæmi um orðið þjóðstjórn á vef alþingis og þá geta menn til að mynda lesið hvað þingmenn hafa að segja um hana.

Utanþingsstjórn er ríkisstjórn skipuð mönnum sem ekki eru kjörnir þingmenn. Utanþingsstjórn hefur einu sinni verið mynduð hér á landi þegar Sveinn Björnsson sem þá var ríkisstjóri, leysti stjórnarkreppu í landinu árið 1942 með því að skipa utanþingsstjórn. Hún sat frá desember 1942 fram í október 1944. Hér eru dæmi um orðið utanþingsstjórn á vef alþingis.

Meira lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Íslensk orðabók, þriðja útgáfa, ritstj. Mörður Árnason, Edda, Reykjavík 2002.
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.

Höfundur

Útgáfudagur

28.1.2009

Spyrjandi

Ástvaldur Lárusson, f. 1991, Pétur Guðmundsson, Þórður Matthíasson, Sunna Sigfríðardóttir, Íris Christersdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er átt við með þjóðstjórn og utanþingsstjórn?“ Vísindavefurinn, 28. janúar 2009, sótt 24. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51289.

JGÞ. (2009, 28. janúar). Hvað er átt við með þjóðstjórn og utanþingsstjórn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51289

JGÞ. „Hvað er átt við með þjóðstjórn og utanþingsstjórn?“ Vísindavefurinn. 28. jan. 2009. Vefsíða. 24. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51289>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er átt við með þjóðstjórn og utanþingsstjórn?
Orðið þjóðstjórn merkir samstjórn allra eða flestra stjórnmálaflokka á alþingi. Þjóðstjórn hefur einu sinni verið mynduð á Íslandi (1939-42). Sú stjórn var samsteypustjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðiflokks og Alþýðuflokks sem naut stuðnings Bændaflokks. Hér er hægt að skoða dæmi um orðið þjóðstjórn á vef alþingis og þá geta menn til að mynda lesið hvað þingmenn hafa að segja um hana.

Utanþingsstjórn er ríkisstjórn skipuð mönnum sem ekki eru kjörnir þingmenn. Utanþingsstjórn hefur einu sinni verið mynduð hér á landi þegar Sveinn Björnsson sem þá var ríkisstjóri, leysti stjórnarkreppu í landinu árið 1942 með því að skipa utanþingsstjórn. Hún sat frá desember 1942 fram í október 1944. Hér eru dæmi um orðið utanþingsstjórn á vef alþingis.

Meira lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:
  • Íslensk orðabók, þriðja útgáfa, ritstj. Mörður Árnason, Edda, Reykjavík 2002.
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
...