Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Af hverju geta ráðherrar ráðið aðstoðarmenn án þess að auglýsa störf þeirra?

Baldur S. Blöndal

Upprunalega spurningin var:

Af hverju eru ráðningar aðstoðarmanna ráðherra undanskildar lögum um auglýsingaskildu starfsmanna ríkisins?

Stutta svarið við spurningunni er að aðstoðarmenn ráðherra eru ekki ríkisstarfsmenn á sama hátt og annað starfsfólk ráðuneyta. Þeir eru ráðnir til sinna starfa eins lengi og ráðherra ákveður og aldrei lengur en ráðherrann sjálfur. Ráðningarsamband þeirra er því af allt öðrum toga en tíðkast alla jafna hjá hinu opinbera og þess vegna þarf ekki að auglýsa störf þeirra.

Til að útskýra þetta nánar er rétt að skoða fyrst lagaheimildina og rökstuðning löggjafans fyrir þessari undantekningu. Heimildina er að finna í 22. gr. laga um stjórnarráð Íslands þar sem kveðið er á um að ráðherra sé heimilt að ráða til sín tvo aðstoðarmenn (allt að fimm með ákvörðun ríkisstjórnar). Í ákvæðinu er sérstaklega tekið fram að ráðningin sé ekki auglýsingaskyld þrátt fyrir 2. mgr. 7. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Það er meginregla að ríkið skuli auglýsa öll laus störf. Undantekningar frá þessari reglu má þó meðal annars finna í reglugerð um auglýsingar á lausum störfum og sérreglum, líkt og þeirri sem gildir um aðstoðarmann ráðherra.

Fyrsta ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur. Flestir ráðherrar eru með tvo aðstoðarmenn.

Undantekningin er útskýrð á eftirfarandi hátt í lögskýringargögnum laga um Stjórnarráðið:

Aðstoðarmaður ráðherra, sem og ráðgjafi ráðherra, er eins og lagaákvæðið ber með sér einstaklingur sem er ráðherra til aðstoðar og hefur almennt verið litið svo á að ráðherra sé heimilt, þrátt fyrir jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar og jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, að horfa til stjórnmálaskoðana þegar hann velur sér aðstoðarmann eða ráðgjafa.

[...] Þörf ráðherra fyrir pólitískt aðstoðarfólk er mikil og með sterku aðstoðarmannakerfi er auðveldara að tryggja aðgreiningu á milli hins tvíþætta hlutverks ráðherra sem stjórnvaldshafa annars vegar og pólitísks stefnumótunaraðila hins vegar. Aðstoðarmaður ráðherra og ráðgjafi ráðherra eru ekki embættismenn heldur starfa þeir í ráðuneyti sem ráðnir starfsmenn eins lengi og ráðherra ákveður en ekki lengur en ráðherrann sjálfur. Tekið er fram í ákvæðinu að ákvæði um auglýsingaskyldu í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins eiga ekki við um ráðningu aðstoðarmanna og ráðgjafa samkvæmt ákvæðinu.

Staða aðstoðarmanns ráðherra er sérstök og þar skiptir hlutlægt hæfi aðila til aðstoðar ekki endilega mestu, heldur frekar hve vel aðstoðarmaðurinn og ráðherrann geta unnið saman. Aðstoðarmaðurinn er bundinn tilteknum ráðherra og getur ekki starfað lengur en ráðherrann. Starfið er þess vegna persónubundið og heimilt er að líta til stjórnmálaskoðana við ráðningu aðstoðarmanna.

Í grein sem Gestur Páll Reynisson og Ómar H. Kristmundsson skrifuðu komust þeir að því að um átta af hverjum tíu aðstoðarmönnum ráðherra á tímabilinu 1974-2014 höfðu áður starfað innan stjórnmálaflokks ráðherrans. Í greininni segir þetta:

Draga má þær ályktanir af framangreindu að það sem mestu skipti við val ráðherra á aðstoðarmanni sé að hann hafi áður starfað innan flokks ráðherra og ráðherra þekki hann persónulega t.d. í starfi innan kjördæmis. Með þessu er undirstrikað að aðstoðarmaður er fyrst og síðast pólitískur trúnaðarmaður ráðherra. Val byggist síður á tiltekinni reynslu eða þekkingu, þó finna megi dæmi um slíkt.

Þar sem starfstími aðstoðarmanns er bundinn við ráðherrann getur aðstoðarmaðurinn misst starfið á marga vegu, oft vegna þess að ný ríkisstjórn tekur við með nýjum ráðherrum. Ráðningarsambandið er þess vegna mjög frábrugðið því sem gengur og gerist hjá hinu opinbera þar sem starfsöryggi í lagalegum skilningi er meira en á hinum almenna vinnumarkaði (hér er átt við að lagaleg umgjörð er meiri hjá hinu opinbera hvað varðar uppsagnir starfsmanna).

Frá aldamótunum 2000 hafa 64 einstaklingar sest í ráðherrastól en það heyrir raunar til algjörra undantekninga ef ráðherrar sitja lengur en 4 ár samfleytt. Því má með sanni segja að starfsöryggi þessara aðstoðarmanna ráðherra sé í litlu samræmi við það öryggi sem þeir starfsmenn hins opinbera sem ráðnir eru með venjubundnum hætti njóta.

Hið nána samstarf aðstoðarmanns við ráðherra, sem erfitt er að leggja mat á samkvæmt almennum hæfniviðmiðum, ásamt því takmarkaða starfsöryggi sem þeir njóta, eru því líklega helstu ástæðurnar fyrir þessari undantekningu frá meginreglu um auglýsingaskyldu.

Heimildir og mynd

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

9.3.2021

Spyrjandi

Gunnar Tr.

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Af hverju geta ráðherrar ráðið aðstoðarmenn án þess að auglýsa störf þeirra?“ Vísindavefurinn, 9. mars 2021. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=80622.

Baldur S. Blöndal. (2021, 9. mars). Af hverju geta ráðherrar ráðið aðstoðarmenn án þess að auglýsa störf þeirra? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=80622

Baldur S. Blöndal. „Af hverju geta ráðherrar ráðið aðstoðarmenn án þess að auglýsa störf þeirra?“ Vísindavefurinn. 9. mar. 2021. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=80622>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju geta ráðherrar ráðið aðstoðarmenn án þess að auglýsa störf þeirra?
Upprunalega spurningin var:

Af hverju eru ráðningar aðstoðarmanna ráðherra undanskildar lögum um auglýsingaskildu starfsmanna ríkisins?

Stutta svarið við spurningunni er að aðstoðarmenn ráðherra eru ekki ríkisstarfsmenn á sama hátt og annað starfsfólk ráðuneyta. Þeir eru ráðnir til sinna starfa eins lengi og ráðherra ákveður og aldrei lengur en ráðherrann sjálfur. Ráðningarsamband þeirra er því af allt öðrum toga en tíðkast alla jafna hjá hinu opinbera og þess vegna þarf ekki að auglýsa störf þeirra.

Til að útskýra þetta nánar er rétt að skoða fyrst lagaheimildina og rökstuðning löggjafans fyrir þessari undantekningu. Heimildina er að finna í 22. gr. laga um stjórnarráð Íslands þar sem kveðið er á um að ráðherra sé heimilt að ráða til sín tvo aðstoðarmenn (allt að fimm með ákvörðun ríkisstjórnar). Í ákvæðinu er sérstaklega tekið fram að ráðningin sé ekki auglýsingaskyld þrátt fyrir 2. mgr. 7. gr. laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Það er meginregla að ríkið skuli auglýsa öll laus störf. Undantekningar frá þessari reglu má þó meðal annars finna í reglugerð um auglýsingar á lausum störfum og sérreglum, líkt og þeirri sem gildir um aðstoðarmann ráðherra.

Fyrsta ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur. Flestir ráðherrar eru með tvo aðstoðarmenn.

Undantekningin er útskýrð á eftirfarandi hátt í lögskýringargögnum laga um Stjórnarráðið:

Aðstoðarmaður ráðherra, sem og ráðgjafi ráðherra, er eins og lagaákvæðið ber með sér einstaklingur sem er ráðherra til aðstoðar og hefur almennt verið litið svo á að ráðherra sé heimilt, þrátt fyrir jafnræðisreglu 65. gr. stjórnarskrárinnar og jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, að horfa til stjórnmálaskoðana þegar hann velur sér aðstoðarmann eða ráðgjafa.

[...] Þörf ráðherra fyrir pólitískt aðstoðarfólk er mikil og með sterku aðstoðarmannakerfi er auðveldara að tryggja aðgreiningu á milli hins tvíþætta hlutverks ráðherra sem stjórnvaldshafa annars vegar og pólitísks stefnumótunaraðila hins vegar. Aðstoðarmaður ráðherra og ráðgjafi ráðherra eru ekki embættismenn heldur starfa þeir í ráðuneyti sem ráðnir starfsmenn eins lengi og ráðherra ákveður en ekki lengur en ráðherrann sjálfur. Tekið er fram í ákvæðinu að ákvæði um auglýsingaskyldu í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins eiga ekki við um ráðningu aðstoðarmanna og ráðgjafa samkvæmt ákvæðinu.

Staða aðstoðarmanns ráðherra er sérstök og þar skiptir hlutlægt hæfi aðila til aðstoðar ekki endilega mestu, heldur frekar hve vel aðstoðarmaðurinn og ráðherrann geta unnið saman. Aðstoðarmaðurinn er bundinn tilteknum ráðherra og getur ekki starfað lengur en ráðherrann. Starfið er þess vegna persónubundið og heimilt er að líta til stjórnmálaskoðana við ráðningu aðstoðarmanna.

Í grein sem Gestur Páll Reynisson og Ómar H. Kristmundsson skrifuðu komust þeir að því að um átta af hverjum tíu aðstoðarmönnum ráðherra á tímabilinu 1974-2014 höfðu áður starfað innan stjórnmálaflokks ráðherrans. Í greininni segir þetta:

Draga má þær ályktanir af framangreindu að það sem mestu skipti við val ráðherra á aðstoðarmanni sé að hann hafi áður starfað innan flokks ráðherra og ráðherra þekki hann persónulega t.d. í starfi innan kjördæmis. Með þessu er undirstrikað að aðstoðarmaður er fyrst og síðast pólitískur trúnaðarmaður ráðherra. Val byggist síður á tiltekinni reynslu eða þekkingu, þó finna megi dæmi um slíkt.

Þar sem starfstími aðstoðarmanns er bundinn við ráðherrann getur aðstoðarmaðurinn misst starfið á marga vegu, oft vegna þess að ný ríkisstjórn tekur við með nýjum ráðherrum. Ráðningarsambandið er þess vegna mjög frábrugðið því sem gengur og gerist hjá hinu opinbera þar sem starfsöryggi í lagalegum skilningi er meira en á hinum almenna vinnumarkaði (hér er átt við að lagaleg umgjörð er meiri hjá hinu opinbera hvað varðar uppsagnir starfsmanna).

Frá aldamótunum 2000 hafa 64 einstaklingar sest í ráðherrastól en það heyrir raunar til algjörra undantekninga ef ráðherrar sitja lengur en 4 ár samfleytt. Því má með sanni segja að starfsöryggi þessara aðstoðarmanna ráðherra sé í litlu samræmi við það öryggi sem þeir starfsmenn hins opinbera sem ráðnir eru með venjubundnum hætti njóta.

Hið nána samstarf aðstoðarmanns við ráðherra, sem erfitt er að leggja mat á samkvæmt almennum hæfniviðmiðum, ásamt því takmarkaða starfsöryggi sem þeir njóta, eru því líklega helstu ástæðurnar fyrir þessari undantekningu frá meginreglu um auglýsingaskyldu.

Heimildir og mynd...