Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:13 • sest 18:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:20 • Sest 00:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:43 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 08:57 • Síðdegis: 21:43 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gera ráðherrar?

Björn Reynir Halldórsson

Upprunalega hljóðaði spurningin svona:
Hverjir eru ráðherrarnir og hvað gera þeir (starfslýsing)?

Ráðherrarnir fara með framkvæmdavald ríkisins, ásamt forseta Íslands, og hafa yfirumsjón með málum sem heyra undir þeirra ráðuneyti. Þannig er það í þeirra verkahring að setja í framkvæmd ýmis mál sem þarf að vinna, hvort sem það er bygging nýs framhaldsskóla eða virkjunar, eða almennur rekstur á sjúkrahúsum, þjóðgörðum og fleiri stofnunum sem undir ríkið falla.

Meðal þess sem ráðherrar gera er að koma með frumvörp sem unnin eru í ráðuneyti þeirra og leggja fyrir þingið. Þegar lög eru svo samþykkt bera ráðherrar upp lögin fyrir forseta Íslands til staðfestingar. Þá skipa ráðherra æðstu yfirmenn stofnanna sem undir ráðuneyti þeirra heyrir. Í flestum tilfellum gefur það auga leið hvers konar mál hver ráðherra fæst við en sérstaklega má þó nefna að innanríkisráðherra fer með dómsmál og samgöngumál. Undir forsætisráðuneyti heyrir æðsta stjórn ríkisins alla jafna og er forsætisráðherra nokkurs konar verkstjóri ríkisstjórnarinnar.

Fjöldi ráðherra og ráðuneyta getur verið breytileg eftir því hverjir sitja í ríkisstjórn. Í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eru ellefu ráðherrar. Talið frá vinstri: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Sigríður Á. Andersen, Svandís Svavarsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Katrín Jakobsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Bjarni Benediktsson, Kristján Þór Júlíusson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Ásmundur Einar Daðason.

Það getur verið töluvert rót á starfslýsingum ráðherra enda geta verkefni auðveldlega færst á milli ráðuneyta, eftir því sem hentar hverri ríkisstjórn fyrir sig. Til þess þarf forsetaúrskurð. Verkaskipting getur því endurspeglað gildismat hverrar ríkisstjórnar fyrir sig.

Yfirlit yfir alla ráðherra frá lýðveldisstofnun og alla ráðherra á tímabilinu 1904-1944 má nálgast á vef stjórnarráðsins. Einnig má sjá þar stefnuyfirlýsingar núverandi og fyrri ríkisstjórna. Þá má nálgast reglur um starfshætti ríkisstjórnarinnar á vef Stjórnartíðinda. Einnig er hægt að glöggva sig betur á starfsemi hvers ráðuneyti fyrir sig á heimasvæðum þeirra á veraldarvefnum.

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

6.12.2018

Spyrjandi

Margrét Ólafsdóttir

Tilvísun

Björn Reynir Halldórsson. „Hvað gera ráðherrar?“ Vísindavefurinn, 6. desember 2018, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=17935.

Björn Reynir Halldórsson. (2018, 6. desember). Hvað gera ráðherrar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=17935

Björn Reynir Halldórsson. „Hvað gera ráðherrar?“ Vísindavefurinn. 6. des. 2018. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=17935>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gera ráðherrar?
Upprunalega hljóðaði spurningin svona:

Hverjir eru ráðherrarnir og hvað gera þeir (starfslýsing)?

Ráðherrarnir fara með framkvæmdavald ríkisins, ásamt forseta Íslands, og hafa yfirumsjón með málum sem heyra undir þeirra ráðuneyti. Þannig er það í þeirra verkahring að setja í framkvæmd ýmis mál sem þarf að vinna, hvort sem það er bygging nýs framhaldsskóla eða virkjunar, eða almennur rekstur á sjúkrahúsum, þjóðgörðum og fleiri stofnunum sem undir ríkið falla.

Meðal þess sem ráðherrar gera er að koma með frumvörp sem unnin eru í ráðuneyti þeirra og leggja fyrir þingið. Þegar lög eru svo samþykkt bera ráðherrar upp lögin fyrir forseta Íslands til staðfestingar. Þá skipa ráðherra æðstu yfirmenn stofnanna sem undir ráðuneyti þeirra heyrir. Í flestum tilfellum gefur það auga leið hvers konar mál hver ráðherra fæst við en sérstaklega má þó nefna að innanríkisráðherra fer með dómsmál og samgöngumál. Undir forsætisráðuneyti heyrir æðsta stjórn ríkisins alla jafna og er forsætisráðherra nokkurs konar verkstjóri ríkisstjórnarinnar.

Fjöldi ráðherra og ráðuneyta getur verið breytileg eftir því hverjir sitja í ríkisstjórn. Í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur eru ellefu ráðherrar. Talið frá vinstri: Guðmundur Ingi Guðbrandsson, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, Sigríður Á. Andersen, Svandís Svavarsdóttir, Sigurður Ingi Jóhannsson, Katrín Jakobsdóttir, Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands, Bjarni Benediktsson, Kristján Þór Júlíusson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir og Ásmundur Einar Daðason.

Það getur verið töluvert rót á starfslýsingum ráðherra enda geta verkefni auðveldlega færst á milli ráðuneyta, eftir því sem hentar hverri ríkisstjórn fyrir sig. Til þess þarf forsetaúrskurð. Verkaskipting getur því endurspeglað gildismat hverrar ríkisstjórnar fyrir sig.

Yfirlit yfir alla ráðherra frá lýðveldisstofnun og alla ráðherra á tímabilinu 1904-1944 má nálgast á vef stjórnarráðsins. Einnig má sjá þar stefnuyfirlýsingar núverandi og fyrri ríkisstjórna. Þá má nálgast reglur um starfshætti ríkisstjórnarinnar á vef Stjórnartíðinda. Einnig er hægt að glöggva sig betur á starfsemi hvers ráðuneyti fyrir sig á heimasvæðum þeirra á veraldarvefnum.

Heimildir og mynd:

...