Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru innherjaviðskipti?

Gylfi Magnússon

Hugtakið innherjaviðskipti er notað um viðskipti með verðbréf, einkum hlutabréf, sem skráð eru í kauphöll þegar annaðhvort kaupandi eða seljandi, eða þeir báðir, hafa aðgang að upplýsingum sem ekki hafa verið gerðar opinberar en væru líklegar til að hafa áhrif á markaðsverð ef svo væri.

Innherjum er skipt í tvo flokka, fruminnherja og aðra. Fruminnherjar eru þeir sem stöðu sinnar vegna teljast alltaf innherjar. Í hverju fyrirtæki eru það meðal annars forstjóri, stjórnarmenn og helstu stjórnendur aðrir og endurskoðandi. Aðrir verða innherjar ef þeir fá aðgang að trúnaðarupplýsingum sem geta haft áhrif á markaðsverð.

Innherjum er óheimilt að reyna að hagnast á þeim trúnaðarupplýsingum sem þeir búa yfir, til dæmis með því að kaupa verðbréf sem telja má líklegt í ljósi upplýsinganna að muni hækka í verði. Slík viðskipti kallast innherjasvik. Fruminnherjum er hins vegar heimilt að eiga viðskipti með verðbréf viðkomandi fyrirtækis þegar þeir búa ekki yfir trúnaðarupplýsingum sem geta haft áhrif á markaðsverð, slík viðskipti eru innherjaviðskipti en teljast ekki innherjasvik. Nokkuð strangar reglur gilda um slík viðskipti og meðal annars verður að tilkynna um þau til viðkomandi kauphallar.

Ástæða þess að strangar reglur gilda um viðskipti innherja er einkum sú að ef innherjar eiga viðskipti við aðila sem búa yfir lakari upplýsingum þá er mikil hætta á því að þeir síðarnefndu beri skarðan hlut frá borði. Ef engar hömlur væru á viðskiptum innherja væri því hætt við að aðrir hefðu lítinn áhuga á viðskiptum og verðbréfamarkaðir virkuðu illa eða jafnvel alls ekki.

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

28.5.2003

Spyrjandi

Bjarkey Gunnarsdóttir

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað eru innherjaviðskipti?“ Vísindavefurinn, 28. maí 2003, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3455.

Gylfi Magnússon. (2003, 28. maí). Hvað eru innherjaviðskipti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3455

Gylfi Magnússon. „Hvað eru innherjaviðskipti?“ Vísindavefurinn. 28. maí. 2003. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3455>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru innherjaviðskipti?
Hugtakið innherjaviðskipti er notað um viðskipti með verðbréf, einkum hlutabréf, sem skráð eru í kauphöll þegar annaðhvort kaupandi eða seljandi, eða þeir báðir, hafa aðgang að upplýsingum sem ekki hafa verið gerðar opinberar en væru líklegar til að hafa áhrif á markaðsverð ef svo væri.

Innherjum er skipt í tvo flokka, fruminnherja og aðra. Fruminnherjar eru þeir sem stöðu sinnar vegna teljast alltaf innherjar. Í hverju fyrirtæki eru það meðal annars forstjóri, stjórnarmenn og helstu stjórnendur aðrir og endurskoðandi. Aðrir verða innherjar ef þeir fá aðgang að trúnaðarupplýsingum sem geta haft áhrif á markaðsverð.

Innherjum er óheimilt að reyna að hagnast á þeim trúnaðarupplýsingum sem þeir búa yfir, til dæmis með því að kaupa verðbréf sem telja má líklegt í ljósi upplýsinganna að muni hækka í verði. Slík viðskipti kallast innherjasvik. Fruminnherjum er hins vegar heimilt að eiga viðskipti með verðbréf viðkomandi fyrirtækis þegar þeir búa ekki yfir trúnaðarupplýsingum sem geta haft áhrif á markaðsverð, slík viðskipti eru innherjaviðskipti en teljast ekki innherjasvik. Nokkuð strangar reglur gilda um slík viðskipti og meðal annars verður að tilkynna um þau til viðkomandi kauphallar.

Ástæða þess að strangar reglur gilda um viðskipti innherja er einkum sú að ef innherjar eiga viðskipti við aðila sem búa yfir lakari upplýsingum þá er mikil hætta á því að þeir síðarnefndu beri skarðan hlut frá borði. Ef engar hömlur væru á viðskiptum innherja væri því hætt við að aðrir hefðu lítinn áhuga á viðskiptum og verðbréfamarkaðir virkuðu illa eða jafnvel alls ekki....