Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvernig fara skuldsett kaup á fyrirtækjum fram?

Gylfi Magnússon

Talað er um skuldsett kaup á fyrirtæki (e. leveraged buyout) þegar kaupendur leggja ekki fram nægt eigið fé til að kaupa allt hlutafé þess á markaðsvirði. Til að greiða fyrri eigendum fyrir hlutaféð þarf því að koma til lánsfé. Ýmist taka kaupendurnir sjálfir lán eða þeir láta fyrirtækið sem þeir voru að eignast taka lán.

Þá þekkist einnig að í kjölfar slíkra kaupa sé hluti eigna hins keypta fyrirtækis seldur og afraksturinn notaður til að greiða fyrri eigendum eða til að greiða skammtímalán sem tekin voru til að geta greitt fyrri eigendum. Sem dæmi um þetta væri hugsanlegt að fyrirtæki sem starfar í eigin húsnæði selji það og leigi síðan aftur og afrakstur sölunnar sé notaður til að greiða skuldir sem stofnað var til við kaup á fyrirtækinu.

Allur gangur er á því hve mikið eigið fé þarf að leggja fram við skuldsett kaup á fyrirtæki, það getur jafnvel verið ekkert. Þá er á sama hátt misjafnt hvort leggja þarf fram sérstakar tryggingar vegna lánanna. Alla jafna byggir lánstraustið sem kaupendur njóta þó fyrst og fremst á trú lánveitenda á því að þeim muni takast að reka fyrirtækið það vel að tekjurnar sem það myndar dugi til að endurgreiða lánin.

Lánskjör í slíkum viðskiptum eru að sama skapi mjög mismunandi en undir flestum kringumstæðum er við því að búast að lánveitendur krefjist nokkuð hárra vaxta vegna þess að viðskiptin eru áhættusöm fyrir þá. Þegar lánað er til kaupa á hlutafé og lántakinn á lítið eigið fé getur áhættan sem lánveitandinn tekur verið svipuð og ef hann hefði sjálfur keypt hlutafé og því eðlilegt að hann geri svipaða ávöxtunarkröfu til lánsins og gerð er til hlutafjár.

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Mig langar til að vita hvernig skuldsett kaup á fyrirtækjum fara fram? Hvaða ábyrgðir þurfa að vera og á hvaða kjörum eru þessi lán?

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

3.6.2003

Spyrjandi

Stefán Stefánsson

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvernig fara skuldsett kaup á fyrirtækjum fram?“ Vísindavefurinn, 3. júní 2003. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3472.

Gylfi Magnússon. (2003, 3. júní). Hvernig fara skuldsett kaup á fyrirtækjum fram? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3472

Gylfi Magnússon. „Hvernig fara skuldsett kaup á fyrirtækjum fram?“ Vísindavefurinn. 3. jún. 2003. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3472>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig fara skuldsett kaup á fyrirtækjum fram?
Talað er um skuldsett kaup á fyrirtæki (e. leveraged buyout) þegar kaupendur leggja ekki fram nægt eigið fé til að kaupa allt hlutafé þess á markaðsvirði. Til að greiða fyrri eigendum fyrir hlutaféð þarf því að koma til lánsfé. Ýmist taka kaupendurnir sjálfir lán eða þeir láta fyrirtækið sem þeir voru að eignast taka lán.

Þá þekkist einnig að í kjölfar slíkra kaupa sé hluti eigna hins keypta fyrirtækis seldur og afraksturinn notaður til að greiða fyrri eigendum eða til að greiða skammtímalán sem tekin voru til að geta greitt fyrri eigendum. Sem dæmi um þetta væri hugsanlegt að fyrirtæki sem starfar í eigin húsnæði selji það og leigi síðan aftur og afrakstur sölunnar sé notaður til að greiða skuldir sem stofnað var til við kaup á fyrirtækinu.

Allur gangur er á því hve mikið eigið fé þarf að leggja fram við skuldsett kaup á fyrirtæki, það getur jafnvel verið ekkert. Þá er á sama hátt misjafnt hvort leggja þarf fram sérstakar tryggingar vegna lánanna. Alla jafna byggir lánstraustið sem kaupendur njóta þó fyrst og fremst á trú lánveitenda á því að þeim muni takast að reka fyrirtækið það vel að tekjurnar sem það myndar dugi til að endurgreiða lánin.

Lánskjör í slíkum viðskiptum eru að sama skapi mjög mismunandi en undir flestum kringumstæðum er við því að búast að lánveitendur krefjist nokkuð hárra vaxta vegna þess að viðskiptin eru áhættusöm fyrir þá. Þegar lánað er til kaupa á hlutafé og lántakinn á lítið eigið fé getur áhættan sem lánveitandinn tekur verið svipuð og ef hann hefði sjálfur keypt hlutafé og því eðlilegt að hann geri svipaða ávöxtunarkröfu til lánsins og gerð er til hlutafjár.

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Mig langar til að vita hvernig skuldsett kaup á fyrirtækjum fara fram? Hvaða ábyrgðir þurfa að vera og á hvaða kjörum eru þessi lán?
...