Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvernig kemur maður konunni sinni í gott skap?

Ritstjórn Vísindavefsins

Þetta er góð og mikilvæg spurning sem margir hafa glímt við árum saman án þess að verða nokkurs vísari. Hún hefur vakið miklar umræður í ritstjórn en niðurstaðan birtist nú eftir 8 mánaða meðgöngu.

Meginatriðið er náttúrlega að byrja á því að gera sér ljóst að það er ekki til neitt almennt svar við þessu því að konur eru mjög ólíkar innbyrðis. Málshátturinn segir um þetta að "svo er margt sinnið sem skinnið".

Þeir sem hyggja á félagsvísindalegar rannsóknir á þessari spurningu þurfa þess vegna að gera sterklega ráð fyrir því að það sem kemur einni konu í syngjandi gott skap getur haft þveröfug áhrif á aðra konu. Og jafnvel þótt konan sé sú sama geta áhrifin af sömu hegðun verið þveröfug næsta dag.

Þeir sem vilja sjá þetta í verki geta til dæmis prófað að bjóða slembiúrtaki svo sem 10 kvenna í mat og hefja síðan gagnrýna umræðu um hið mikla vandamál nútímans, offituna. Ef úrtakið er raunverulega slembi- er líklegt að nokkrar konur standi fljótlega upp frá borðinu og rjúki burt í fússi en álíka margar láti sér vel líka og ýti undir umræðuna sem mest þær mega. Sams konar niðurstaða, en með öfugum formerkjum, mundi fást með ræðuhöldum um lystarstol (Anorexia nervosa). Og ef karlmenn eru líka meðal hlustenda við borðið má allt eins búast við að viðbrögð þeirra verði á sömu lund.

Talið er að sumum konum líki illa að eiginmenn þeirra eða sambýlismenn sitji öllum stundum fyrir framan sjónvarpsskjá og horfi á hvítan knött sem hreyfist þar fram og aftur með ákveðnum hætti. Þetta eru oft konur sem hafa undarleg áhugamál eins og þau að þeim sé sýnd athygli eða að hjónin/sambýlisfólkið geri eitthvað saman í staðinn, til dæmis að vinna í garðinum, fara í göngutúr eða í leikhús, nú eða þá bara að spjalla saman.

En aðrar konur kunna vel að meta fótboltagláp karla. Þær losna þá við áreiti frá þeim á meðan og geta sinnt eigin áhugamálum; jafnvel farið út með vinkonum sínum í leikhús eða á myndlistarsýningar, en rannsóknir sýna að það eru konur (vinkonur) sem halda slíkri starfsemi uppi í landinu ásamt þokkalegum matsölustöðum og fleiru sem talið er til menningar. Einnig benda rannsóknir til þess að konur standi algerlega undir flugi til sólarlanda en þangað fara jafnvel heilu saumaklúbbarnir, ýmist með mökum eða án þeirra. Þeir karlar sem fara ekki með í slíkar ferðir geta horft á alveg ótrúlega mikið af fótbolta á meðan.

En svo eru líka til konur sem bregðast við fótboltanum með því að búa sér til áhuga á honum og horfa á hann jafnvel af enn meiri áfergju en karlarnir. Slíkt er kallað að fara með kerfinu og þykir oft gefast vel í mannlegum samskiptum, meðal annars til að ná enn öðrum markmiðum í leiðinni. Oft bera þess konar viðbrögð vitni um óvenjulegan persónustyrk ("sterkan karakter").

Rannsóknir benda einnig til þess að viðhorf kvenna til íþróttaiðkunar og líkamsræktar karla séu býsna sundurleit. Sumar konur sjá eftir þeim tíma karlanna sem í þetta fer og finnst þeir ættu frekar að taka til í bílskúrnum, sinna garðinum og mála þakið. Aðrar gera mikið úr því að líkamsræktin verði að áráttu sem taki af þeim öll völd í lífi makans. Og svo er í þriðja lagi ekki laust við að sumar konur eigi erfitt með að þola samanburðinn ef karlinn verður með þessu úr hófi spengilegur.

Það er þess vegna engan veginn víst að konan komist í gott skap ef karlinn vill sýna henni þá félaga tvíhöfða (biceps) og þríhöfða (triceps)*, nú eða þá stælta vöðva í ganglimum sem hann hefur byggt upp með löngum hlaupum í hvaða veðri sem er.

Hins vegar eru vissulega til sögur af konum sem gleðjast og batna í skapi þegar karlinn lyftir lóðum eða hleypur út á Nes. Slíkar konur halda því fram að þetta margborgi sig fyrir þær af því að það hafi svo góð áhrif á karlinn. Er þó ekki fullsannað að svo sé því að stundum fylgir þessari iðju eins og einn eða tveir bjórar með félögunum, og getur þá orðið erfitt að greina hvaðan góðu áhrifin koma.

Hér er aðeins rúm til að ræða toppinn á þeim mikla ísjaka sem spurningin leiðir hugann að. Fræðileg umræða um vekjaraklukkuna á morgnana, morgunútvarpið, vitlausu innkaupin, kalda kaffið, draslið á skrifborðinu, óhreina þvottinn, uppþvottavélina, beyglurnar á bílnum, blómin sem eru ekki í réttum lit og allt það verður greinilega að bíða betri tíma.

En að lokum skal þess getið vegna jafnréttislaganna að svarið hefði orðið næstum alveg eins ef spyrjandi (spyrjönd?) hefði viljað koma manninum sínum í gott skap. Þá þyrfti bara að skipta um orðin karl og kona í svarinu og kannski setja sápuóperu í staðinn fyrir fótbolta.

Og þá er ekki annað eftir en að geta þess að þetta er föstudagssvar og því ber ekki að taka eitt einasta orð alvarlega.

------

* Þetta eru vöðvarnir í upphandleggnum

Útgáfudagur

13.6.2003

Spyrjandi

Arnar S.

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvernig kemur maður konunni sinni í gott skap?“ Vísindavefurinn, 13. júní 2003. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3499.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2003, 13. júní). Hvernig kemur maður konunni sinni í gott skap? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3499

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvernig kemur maður konunni sinni í gott skap?“ Vísindavefurinn. 13. jún. 2003. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3499>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig kemur maður konunni sinni í gott skap?
Þetta er góð og mikilvæg spurning sem margir hafa glímt við árum saman án þess að verða nokkurs vísari. Hún hefur vakið miklar umræður í ritstjórn en niðurstaðan birtist nú eftir 8 mánaða meðgöngu.

Meginatriðið er náttúrlega að byrja á því að gera sér ljóst að það er ekki til neitt almennt svar við þessu því að konur eru mjög ólíkar innbyrðis. Málshátturinn segir um þetta að "svo er margt sinnið sem skinnið".

Þeir sem hyggja á félagsvísindalegar rannsóknir á þessari spurningu þurfa þess vegna að gera sterklega ráð fyrir því að það sem kemur einni konu í syngjandi gott skap getur haft þveröfug áhrif á aðra konu. Og jafnvel þótt konan sé sú sama geta áhrifin af sömu hegðun verið þveröfug næsta dag.

Þeir sem vilja sjá þetta í verki geta til dæmis prófað að bjóða slembiúrtaki svo sem 10 kvenna í mat og hefja síðan gagnrýna umræðu um hið mikla vandamál nútímans, offituna. Ef úrtakið er raunverulega slembi- er líklegt að nokkrar konur standi fljótlega upp frá borðinu og rjúki burt í fússi en álíka margar láti sér vel líka og ýti undir umræðuna sem mest þær mega. Sams konar niðurstaða, en með öfugum formerkjum, mundi fást með ræðuhöldum um lystarstol (Anorexia nervosa). Og ef karlmenn eru líka meðal hlustenda við borðið má allt eins búast við að viðbrögð þeirra verði á sömu lund.

Talið er að sumum konum líki illa að eiginmenn þeirra eða sambýlismenn sitji öllum stundum fyrir framan sjónvarpsskjá og horfi á hvítan knött sem hreyfist þar fram og aftur með ákveðnum hætti. Þetta eru oft konur sem hafa undarleg áhugamál eins og þau að þeim sé sýnd athygli eða að hjónin/sambýlisfólkið geri eitthvað saman í staðinn, til dæmis að vinna í garðinum, fara í göngutúr eða í leikhús, nú eða þá bara að spjalla saman.

En aðrar konur kunna vel að meta fótboltagláp karla. Þær losna þá við áreiti frá þeim á meðan og geta sinnt eigin áhugamálum; jafnvel farið út með vinkonum sínum í leikhús eða á myndlistarsýningar, en rannsóknir sýna að það eru konur (vinkonur) sem halda slíkri starfsemi uppi í landinu ásamt þokkalegum matsölustöðum og fleiru sem talið er til menningar. Einnig benda rannsóknir til þess að konur standi algerlega undir flugi til sólarlanda en þangað fara jafnvel heilu saumaklúbbarnir, ýmist með mökum eða án þeirra. Þeir karlar sem fara ekki með í slíkar ferðir geta horft á alveg ótrúlega mikið af fótbolta á meðan.

En svo eru líka til konur sem bregðast við fótboltanum með því að búa sér til áhuga á honum og horfa á hann jafnvel af enn meiri áfergju en karlarnir. Slíkt er kallað að fara með kerfinu og þykir oft gefast vel í mannlegum samskiptum, meðal annars til að ná enn öðrum markmiðum í leiðinni. Oft bera þess konar viðbrögð vitni um óvenjulegan persónustyrk ("sterkan karakter").

Rannsóknir benda einnig til þess að viðhorf kvenna til íþróttaiðkunar og líkamsræktar karla séu býsna sundurleit. Sumar konur sjá eftir þeim tíma karlanna sem í þetta fer og finnst þeir ættu frekar að taka til í bílskúrnum, sinna garðinum og mála þakið. Aðrar gera mikið úr því að líkamsræktin verði að áráttu sem taki af þeim öll völd í lífi makans. Og svo er í þriðja lagi ekki laust við að sumar konur eigi erfitt með að þola samanburðinn ef karlinn verður með þessu úr hófi spengilegur.

Það er þess vegna engan veginn víst að konan komist í gott skap ef karlinn vill sýna henni þá félaga tvíhöfða (biceps) og þríhöfða (triceps)*, nú eða þá stælta vöðva í ganglimum sem hann hefur byggt upp með löngum hlaupum í hvaða veðri sem er.

Hins vegar eru vissulega til sögur af konum sem gleðjast og batna í skapi þegar karlinn lyftir lóðum eða hleypur út á Nes. Slíkar konur halda því fram að þetta margborgi sig fyrir þær af því að það hafi svo góð áhrif á karlinn. Er þó ekki fullsannað að svo sé því að stundum fylgir þessari iðju eins og einn eða tveir bjórar með félögunum, og getur þá orðið erfitt að greina hvaðan góðu áhrifin koma.

Hér er aðeins rúm til að ræða toppinn á þeim mikla ísjaka sem spurningin leiðir hugann að. Fræðileg umræða um vekjaraklukkuna á morgnana, morgunútvarpið, vitlausu innkaupin, kalda kaffið, draslið á skrifborðinu, óhreina þvottinn, uppþvottavélina, beyglurnar á bílnum, blómin sem eru ekki í réttum lit og allt það verður greinilega að bíða betri tíma.

En að lokum skal þess getið vegna jafnréttislaganna að svarið hefði orðið næstum alveg eins ef spyrjandi (spyrjönd?) hefði viljað koma manninum sínum í gott skap. Þá þyrfti bara að skipta um orðin karl og kona í svarinu og kannski setja sápuóperu í staðinn fyrir fótbolta.

Og þá er ekki annað eftir en að geta þess að þetta er föstudagssvar og því ber ekki að taka eitt einasta orð alvarlega.

------

* Þetta eru vöðvarnir í upphandleggnum...