Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða tungumál eru töluð í Kanada?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Í Kanada eru tvö opinber tungumál, enska og franska. Það þýðir meðal annars að þessi tvö tungumál eiga að vera jafn rétthá í stjórnsýslu landsins og að þegnarnir eigi að geta átt samskipti við stjórnvöld og stofnanir á hvoru tungumálinu sem er.

Kanadíska hagstofan (Statistics Canada) birtir niðurstöður manntala á fimm ára fresti. Þar er margt forvitnilegt að finna, meðal annars upplýsingar um hin ýmsu móðurmál íbúa landsins. Móðurmál er þá skilgreint sem fyrsta mál sem fólk lærði á bernskuheimili sínu og skilur enn þá þegar manntalið er framkvæmt.

Fylki Kanada sýnd í mismunandi litum. Það er breytilegt á milli einstakra fylkja hvaða tungumál eru ráðandi.

Síðast var framkvæmt manntal árið 2001 og sýna niðurstöður þess að þó að langflestir íbúa hafi ensku eða frönsku að móðurmáli, fer þeim fjölgandi sem eiga sér annað móðurmál en þessi tvö opinberu tungumál Kanada. Er það fyrst og fremst rakið til aukins fjölda innflytjenda sem eiga sér annað móðurmál en ensku eða frönsku.

Yfir 100 tungumál voru tilgreind sem móðurmál í niðurstöðum manntalsins. Þar er að finna mál sem lengi hafa verið töluð í landinu eins og þýsku, ítölsku, úkraínsku, hollensku og pólsku enda eiga innflytjendur frá þessum löndum sér langa sögu í Kanada. Á síðustu árum hefur þó orðið æ algengara að íbúar í Kanada tilgreini asísk tungumál eða mál frá Miðausturlöndum sem móðurmál sitt.

Niðurstöður manntalsins 2001 sýndu að 59,1% landsmanna hafði ensku sem móðurmál og 22,9% frönsku. Um 18%, eða yfir 5 milljónir Kanadamanna, áttu sér hins vegar annað móðurmál en þau tvö fyrrnefndu. Þetta er tölvuverð aukning frá næsta manntali á undan (1996) því þá sögðust um 12,5% þjóðarinnar eiga sér annað móðurmál en opinberu tungumálin tvö.

Fyrir utan ensku og frönsku er kínverska algengasta móðurmálið í Kanada þar sem tæplega 872.400 manns, eða um 2,9% þjóðarinnar, sögðu hana vera móðurmál sitt. Ítalska er í fjórða sæti, þá kemur þýska í fimmta sæti, punjabí er í sjötta sæti og þar á eftir kemur spænska.

Það er breytilegt á milli einstakra fylkja í Kanada hvaða tungumál eru ráðandi og hversu hátt hlutfall íbúa á sér annað móðurmál en opinberu málin tvö eins og sjá má í töflu hér frá kanadísku hagstofunni. Að fylkjunum Québec og New Brunswick undanskildum hafa yfir 70% íbúa ensku sem móðurmál. Raunar er hlutfallið yfir 90% í austustu fylkjunum þremur, Nýfundnalandi og Labrador, Prince Edward-eyju og Nova Scotia. Franska er hins vegar móðurmál 81,2% íbúa í Québec og 32,9% íbúa í New Brunswick. Í öðrum fylkjum er franska ekki mjög algeng þar sem hún er móðurmál 0,4-4,4% íbúanna.

Hvað varðar önnur tungumál þá á tæplega fjórðungur íbúa í fylkjunum Ontario og Bresku-Kólumbíu sér annað móðurmál en ensku eða frönsku. Skýrist þetta fyrst og fremst af háu hlutfalli innflytjenda en eins og sjá má í töflu hér er yfir fjórðungur íbúa þessara fylkja innflytjendur.

Loks má geta þess að sjálfsstjórnarhéraðið Nunavut sker sig mjög úr þar sem rúmlega 70% íbúana eiga sér annað móðurmál en ensku eða frönsku. Eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Er einhver byggð á Baffinslandi? eru Inúítar mikill meirihluti íbúa Nunavut og hafa þeir flestir inuktitut sem móðurmál. Hins vegar eru íbúar Nunavut mjög lítið hlutfall Kanadamanna og því hefur inuktitut lítið vægi þegar skoðað er hvaða móðurmál eru algengust í landinu.

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

7.7.2003

Síðast uppfært

22.8.2018

Spyrjandi

Ragna Guðmundsdóttir,
f. 1989

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaða tungumál eru töluð í Kanada?“ Vísindavefurinn, 7. júlí 2003, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3559.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2003, 7. júlí). Hvaða tungumál eru töluð í Kanada? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3559

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvaða tungumál eru töluð í Kanada?“ Vísindavefurinn. 7. júl. 2003. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3559>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða tungumál eru töluð í Kanada?
Í Kanada eru tvö opinber tungumál, enska og franska. Það þýðir meðal annars að þessi tvö tungumál eiga að vera jafn rétthá í stjórnsýslu landsins og að þegnarnir eigi að geta átt samskipti við stjórnvöld og stofnanir á hvoru tungumálinu sem er.

Kanadíska hagstofan (Statistics Canada) birtir niðurstöður manntala á fimm ára fresti. Þar er margt forvitnilegt að finna, meðal annars upplýsingar um hin ýmsu móðurmál íbúa landsins. Móðurmál er þá skilgreint sem fyrsta mál sem fólk lærði á bernskuheimili sínu og skilur enn þá þegar manntalið er framkvæmt.

Fylki Kanada sýnd í mismunandi litum. Það er breytilegt á milli einstakra fylkja hvaða tungumál eru ráðandi.

Síðast var framkvæmt manntal árið 2001 og sýna niðurstöður þess að þó að langflestir íbúa hafi ensku eða frönsku að móðurmáli, fer þeim fjölgandi sem eiga sér annað móðurmál en þessi tvö opinberu tungumál Kanada. Er það fyrst og fremst rakið til aukins fjölda innflytjenda sem eiga sér annað móðurmál en ensku eða frönsku.

Yfir 100 tungumál voru tilgreind sem móðurmál í niðurstöðum manntalsins. Þar er að finna mál sem lengi hafa verið töluð í landinu eins og þýsku, ítölsku, úkraínsku, hollensku og pólsku enda eiga innflytjendur frá þessum löndum sér langa sögu í Kanada. Á síðustu árum hefur þó orðið æ algengara að íbúar í Kanada tilgreini asísk tungumál eða mál frá Miðausturlöndum sem móðurmál sitt.

Niðurstöður manntalsins 2001 sýndu að 59,1% landsmanna hafði ensku sem móðurmál og 22,9% frönsku. Um 18%, eða yfir 5 milljónir Kanadamanna, áttu sér hins vegar annað móðurmál en þau tvö fyrrnefndu. Þetta er tölvuverð aukning frá næsta manntali á undan (1996) því þá sögðust um 12,5% þjóðarinnar eiga sér annað móðurmál en opinberu tungumálin tvö.

Fyrir utan ensku og frönsku er kínverska algengasta móðurmálið í Kanada þar sem tæplega 872.400 manns, eða um 2,9% þjóðarinnar, sögðu hana vera móðurmál sitt. Ítalska er í fjórða sæti, þá kemur þýska í fimmta sæti, punjabí er í sjötta sæti og þar á eftir kemur spænska.

Það er breytilegt á milli einstakra fylkja í Kanada hvaða tungumál eru ráðandi og hversu hátt hlutfall íbúa á sér annað móðurmál en opinberu málin tvö eins og sjá má í töflu hér frá kanadísku hagstofunni. Að fylkjunum Québec og New Brunswick undanskildum hafa yfir 70% íbúa ensku sem móðurmál. Raunar er hlutfallið yfir 90% í austustu fylkjunum þremur, Nýfundnalandi og Labrador, Prince Edward-eyju og Nova Scotia. Franska er hins vegar móðurmál 81,2% íbúa í Québec og 32,9% íbúa í New Brunswick. Í öðrum fylkjum er franska ekki mjög algeng þar sem hún er móðurmál 0,4-4,4% íbúanna.

Hvað varðar önnur tungumál þá á tæplega fjórðungur íbúa í fylkjunum Ontario og Bresku-Kólumbíu sér annað móðurmál en ensku eða frönsku. Skýrist þetta fyrst og fremst af háu hlutfalli innflytjenda en eins og sjá má í töflu hér er yfir fjórðungur íbúa þessara fylkja innflytjendur.

Loks má geta þess að sjálfsstjórnarhéraðið Nunavut sker sig mjög úr þar sem rúmlega 70% íbúana eiga sér annað móðurmál en ensku eða frönsku. Eins og lesa má um í svari sama höfundar við spurningunni Er einhver byggð á Baffinslandi? eru Inúítar mikill meirihluti íbúa Nunavut og hafa þeir flestir inuktitut sem móðurmál. Hins vegar eru íbúar Nunavut mjög lítið hlutfall Kanadamanna og því hefur inuktitut lítið vægi þegar skoðað er hvaða móðurmál eru algengust í landinu.

Heimild:

Mynd:...