Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

doktor.is

Hvers vegna geta bara læður verið þrílitar?

Svarið við þessari spurningu felst í eiginleikum kynlitninga katta. Líkt og hjá okkur mannfólkinu ákvarðast kynferði katta af kynlitningum sem hver einstaklingur fær frá foreldrum sínum. X-litningur kemur frá móður og X- eða Y-litningur frá föður. Ef báðir kynlitningarnir eru X-litningar verður einstaklingurinn kvenkyns en ef Y-litningur er til staðar verður hann karlkyns.

Genið sem kallar fram þrílita litaafbrigðið er víkjandi og finnst aðeins á X-litninginum. Til að þrílitur komi fram þarf genið því líka að vera á hinum kynlitningnum og slíkt gerist aðeins ef um læðu er að ræða.

Þess ber að geta að til eru þrílit fress. Um er að ræða algjörar undantekningar sem stafa af erfðagalla. Þrílit fress hafa þrjá kynlitninga, tvo X- og einn Y-litning. Slíkt hefur einnig í för með sér ófrjósemi. Sami erfðagalli þekkist hjá mönnum og nefnist hann Klinefelter-heilkenni. Ófrjósemi fylgir líka hjá mönnum.

Myndin sýnir þrílita læðu og er fengin á vefsetri Aluren.com

Útgáfudagur

8.7.2003

Spyrjandi

Gerður Ósk Jóhannsdóttir

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna geta bara læður verið þrílitar?“ Vísindavefurinn, 8. júlí 2003. Sótt 18. nóvember 2018. http://visindavefur.is/svar.php?id=3564.

Jón Már Halldórsson. (2003, 8. júlí). Hvers vegna geta bara læður verið þrílitar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3564

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna geta bara læður verið þrílitar?“ Vísindavefurinn. 8. júl. 2003. Vefsíða. 18. nóv. 2018. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3564>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sigríður Matthíasdóttir

1965

Sigríður Matthíasdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Rannsóknir hennar spanna allvítt svið innan sagnfræðinnar en hún hefur meðal annars fengist við sögu íslenskrar þjóðernisstefnu, háskólasögu og sögu íslenskra vesturferða með áherslu á sögu kvenna.