Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:57 • sest 19:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:40 • Síðdegis: 17:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:49 • Síðdegis: 24:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hverjir eru kostir og gallar augnaðgerða með leysi?

Jóhannes Kári Kristinsson

Síðasta rúma áratuginn hafa leysiaðgerðir við sjónlagsgöllum verið einn þeirra kosta sem standa nærsýnum og fjarsýnum til boða. Þó engar aðgerðir séu gallalausar þá teljast augnaðgerðir með leysi mjög öruggar og tíðni aukaverkana er lág.

Það er mikil frelsun að losna við „hækjur“ líkt og gleraugu og snertilinsur en augnaðgerð með leysi er þó ekki fyrir alla. Um þriðjungi sjúklinga er vísað frá eftir svokallaða forskoðun sem þarf að framkvæma fyrir aðgerð. Meginhlutverk slíkrar skoðunar er að minnka áhættu viðkomandi eins og mögulegt er.

Til þess að fá innsýn inn í kosti og galla augnaðgerða með leysi er ekki úr vegi að bera þær saman við eiginleika og aukaverkanir af gleraugum og snertilinsum:

  GlerauguSnertilinsurLeysiaðgerð
Ending2-5 ár1 dagur - 1 árAlla ævi
LækningNeiNei
HjálpartækiÞörf á gleraugum/snertilinsum í 5% tilvika (en minna háð þeim en áður)
KostnaðurHárMjög hárHár1
SjóngæðiMikil en fer eftir kringumstæðumÞokkaleg (mjúkar) - mjög mikil (harðar)Mikil - mjög mikil í 99% tilvika
SýkingAldreiSjaldanMjög sjaldan
SjónskekkjaAldreiAldreiStöku sinnum2
AugnþurrkurAldreiStundum3Stundum (lagast oftast á 3 mánuðum)
GeislabaugarUndir vissum kringumstæðumUndir vissum kringumstæðumAfar sjaldan (hverfur þá oftast á innan við 3 mánuðum)
BlindaAfar sjaldan (vegna glerbrotsskurða)Sjaldan (vegna sýkinga)Hefur aldrei verið lýst

  1. Samkvæmt nýlegri rannsókn frá Spáni voru snertilinsur dýrasti kosturinn af þessum þremur, leysiaðgerð næstdýrasti en gleraugu ódýrasti kosturinn. Rétt er að geta þess að gleraugu á Spáni eru allmiklu ódýrari en hér á landi en meðalverð á augnaðgerð með leysi á Spáni er 3.300 evrur sem er sambærilegt við verð á slíkri augnaðgerð á Íslandi.
  2. Langoftast er unnt að lagfæra þessa sjónskekkju með viðbótaraðgerð.
  3. Ein af algengustu ástæðum þess að fólk leitar til augnlækna til að kanna möguleika á augnaðgerð með leysi er óþol fyrir snertilinsum sem meðal annars getur stafað af augnþurrki.
Vonandi gefur þetta svar nokkra hugmynd um kosti og galla augnaðgerða með leysi, sérstaklega ef þær eru bornar saman við hina valkostina - því fólk með sjónlagsgalla þarf jú ávallt að velja á milli þessara þriggja kosta.

Nánar má lesa á Vísindavefnum um leysiaðgerðir við sjónlagsgöllum í svari sama höfundar við spurningunni Er hægt að lækna nærsýni og sjónskekkju með skurðaðgerð? Ennfremur skal bent á pistil hans á doktor.is og grein um sjónlagsaðgerðir í Læknablaðinu (7/8 tbl. 88. árg. 2002). Einnig má finna góða umfjöllun um slíkar aðgerðir á vefsíðunni www.sjonlag.is.

Myndir eru fengnar af vefsíðu Dr. S. Josephs Weinstock

Höfundur

Jóhannes Kári Kristinsson

sérfræðingur í augnlækningum

Útgáfudagur

8.7.2003

Spyrjandi

Andri Ólafsson, f. 1987

Tilvísun

Jóhannes Kári Kristinsson. „Hverjir eru kostir og gallar augnaðgerða með leysi?“ Vísindavefurinn, 8. júlí 2003, sótt 17. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3567.

Jóhannes Kári Kristinsson. (2003, 8. júlí). Hverjir eru kostir og gallar augnaðgerða með leysi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3567

Jóhannes Kári Kristinsson. „Hverjir eru kostir og gallar augnaðgerða með leysi?“ Vísindavefurinn. 8. júl. 2003. Vefsíða. 17. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3567>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hverjir eru kostir og gallar augnaðgerða með leysi?
Síðasta rúma áratuginn hafa leysiaðgerðir við sjónlagsgöllum verið einn þeirra kosta sem standa nærsýnum og fjarsýnum til boða. Þó engar aðgerðir séu gallalausar þá teljast augnaðgerðir með leysi mjög öruggar og tíðni aukaverkana er lág.

Það er mikil frelsun að losna við „hækjur“ líkt og gleraugu og snertilinsur en augnaðgerð með leysi er þó ekki fyrir alla. Um þriðjungi sjúklinga er vísað frá eftir svokallaða forskoðun sem þarf að framkvæma fyrir aðgerð. Meginhlutverk slíkrar skoðunar er að minnka áhættu viðkomandi eins og mögulegt er.

Til þess að fá innsýn inn í kosti og galla augnaðgerða með leysi er ekki úr vegi að bera þær saman við eiginleika og aukaverkanir af gleraugum og snertilinsum:

  GlerauguSnertilinsurLeysiaðgerð
Ending2-5 ár1 dagur - 1 árAlla ævi
LækningNeiNei
HjálpartækiÞörf á gleraugum/snertilinsum í 5% tilvika (en minna háð þeim en áður)
KostnaðurHárMjög hárHár1
SjóngæðiMikil en fer eftir kringumstæðumÞokkaleg (mjúkar) - mjög mikil (harðar)Mikil - mjög mikil í 99% tilvika
SýkingAldreiSjaldanMjög sjaldan
SjónskekkjaAldreiAldreiStöku sinnum2
AugnþurrkurAldreiStundum3Stundum (lagast oftast á 3 mánuðum)
GeislabaugarUndir vissum kringumstæðumUndir vissum kringumstæðumAfar sjaldan (hverfur þá oftast á innan við 3 mánuðum)
BlindaAfar sjaldan (vegna glerbrotsskurða)Sjaldan (vegna sýkinga)Hefur aldrei verið lýst

  1. Samkvæmt nýlegri rannsókn frá Spáni voru snertilinsur dýrasti kosturinn af þessum þremur, leysiaðgerð næstdýrasti en gleraugu ódýrasti kosturinn. Rétt er að geta þess að gleraugu á Spáni eru allmiklu ódýrari en hér á landi en meðalverð á augnaðgerð með leysi á Spáni er 3.300 evrur sem er sambærilegt við verð á slíkri augnaðgerð á Íslandi.
  2. Langoftast er unnt að lagfæra þessa sjónskekkju með viðbótaraðgerð.
  3. Ein af algengustu ástæðum þess að fólk leitar til augnlækna til að kanna möguleika á augnaðgerð með leysi er óþol fyrir snertilinsum sem meðal annars getur stafað af augnþurrki.
Vonandi gefur þetta svar nokkra hugmynd um kosti og galla augnaðgerða með leysi, sérstaklega ef þær eru bornar saman við hina valkostina - því fólk með sjónlagsgalla þarf jú ávallt að velja á milli þessara þriggja kosta.

Nánar má lesa á Vísindavefnum um leysiaðgerðir við sjónlagsgöllum í svari sama höfundar við spurningunni Er hægt að lækna nærsýni og sjónskekkju með skurðaðgerð? Ennfremur skal bent á pistil hans á doktor.is og grein um sjónlagsaðgerðir í Læknablaðinu (7/8 tbl. 88. árg. 2002). Einnig má finna góða umfjöllun um slíkar aðgerðir á vefsíðunni www.sjonlag.is.

Myndir eru fengnar af vefsíðu Dr. S. Josephs Weinstock...