Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Til hvers eru undirskálar?

Ritstjórn Vísindavefsins

Upphaflega var spurt á þessa leið: Til hvers eru undirskálar? Ef maður hugsar um það er enginn tilgangur með þeim. Eða hvað?

Undirskálar eru mikið þarfaþing. Án undirskála hefði H.C. Andersen til dæmis lent í vandræðum þegar hann skrifaði söguna Eldfærin:
Í fyrsta herberginu muntu sjá stóra kistu. Á henni situr hundur. Þér bregður kannski í brún því augun í honum eru á stærð við undirskálar.

Íslenskum börnum hefði leiðst meira um aldamótin 1900 ef undirskálar hefðu ekki komið til en þær nýttust þeim við að blása sápukúlur eins og lesa má um hér á vef Þjóðminjasafnsins.

Hér áður fyrr höfðu margir þann sið að hella kaffi úr bollanum á undirskálina og drekka svo af henni. Trúlega hefur þetta verið gert til að kæla kaffið. Hefðu undirskálar ekki verið fyrir hendi hefði orðið mikið sull þegar fólk fór að hella úr bollanum (þá væntanlega á ekki neitt!) og sjálfsagt hefðu margir skaðbrennt sig. Það er því kannski undirskálinni að þakka að við skulum vera til þar sem sullið og brunaskaðarnir hefðu líklega haft neikvæð áhrif á tilhugalíf forfeðra okkar.

Án undirskála hefðu enskumælandi þjóðir ekki getað fundið hentugt nafn á fljúgandi diska sem nefnast auðvitað flying saucers. Fólk sem dundar sér við að safna undirskálum hefði ekkert að gera og mundi kannski leiðast út í afbrot. Postulínssalar byggju við bágari kjör þar sem þeir gætu aðeins selt fólki bolla, diska og sósuskálar. Og verk Meret Oppenheim (1913-1985), Loðinn morgunverður, sem sést hér væri mun fátæklegra á að líta.

Eins og sjá má væri lítið varið í heiminn ef engar væru undirskálarnar. Að lokum má nefna að þær koma sjálfsagt að gagni við að geyma skeiðar og sykurmola sem notuð eru við kaffi- eða tedrykkju og eins það að þær verja borð og dúka fyrir dropum sem annars gætu lekið á þau úr bollunum. Um hegðun kaffibletta á dúkum má lesa nánar í svari Halldórs Svavarssonar við spurningunni Hvers vegna verða kaffiblettir dekkstir við jaðarinn þegar þeir þorna? En allt þetta er auðvitað bara skemmtileg tilviljun og tæpast ástæðan fyrir tilvist undirskála. Eða hvað?

Að lokum er rétt að minna á að þetta er föstudagssvar og má því ekki taka hvert orð í því bókstaflega. Hins vegar kunna að leynast í því sannleikskorn sem við eftirlátum lesendum að finna, hverjum og einum eftir sínu höfði.Ritstjórn hefur borist athugasemd frá athugulum lesanda. Hann segir að Vesturlandabúar hafi misskilið hlutverk undirskála herfilega. Þegar þær bárust til Vesturlanda frá Kína fyrir margt löngu, hafi ferðalangurinn gleymt því að Kínverjar settu skálar þessar ofan á heita drykki, ekki undir. Með réttu ætti því svarið að fjalla um yfirskálar en ekki undirskálar! Ritstjórn hefur þó ákveðið að láta svarið standa og vonast eftir spurningu um yfirskálar frá forvitnum lesanda.


Heimild:

Ævintýri H.C. Andersen, þýð. Sigrún Árnadóttir, Reykjavík: Vaka-Helgafell 1998.

Mynd:

Center for Instructional Technology Development við Toronto-háskóla

Útgáfudagur

11.7.2003

Spyrjandi

Steingrímur Páll, f. 1988

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Til hvers eru undirskálar?“ Vísindavefurinn, 11. júlí 2003. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3576.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2003, 11. júlí). Til hvers eru undirskálar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3576

Ritstjórn Vísindavefsins. „Til hvers eru undirskálar?“ Vísindavefurinn. 11. júl. 2003. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3576>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Til hvers eru undirskálar?

Upphaflega var spurt á þessa leið: Til hvers eru undirskálar? Ef maður hugsar um það er enginn tilgangur með þeim. Eða hvað?

Undirskálar eru mikið þarfaþing. Án undirskála hefði H.C. Andersen til dæmis lent í vandræðum þegar hann skrifaði söguna Eldfærin:
Í fyrsta herberginu muntu sjá stóra kistu. Á henni situr hundur. Þér bregður kannski í brún því augun í honum eru á stærð við undirskálar.

Íslenskum börnum hefði leiðst meira um aldamótin 1900 ef undirskálar hefðu ekki komið til en þær nýttust þeim við að blása sápukúlur eins og lesa má um hér á vef Þjóðminjasafnsins.

Hér áður fyrr höfðu margir þann sið að hella kaffi úr bollanum á undirskálina og drekka svo af henni. Trúlega hefur þetta verið gert til að kæla kaffið. Hefðu undirskálar ekki verið fyrir hendi hefði orðið mikið sull þegar fólk fór að hella úr bollanum (þá væntanlega á ekki neitt!) og sjálfsagt hefðu margir skaðbrennt sig. Það er því kannski undirskálinni að þakka að við skulum vera til þar sem sullið og brunaskaðarnir hefðu líklega haft neikvæð áhrif á tilhugalíf forfeðra okkar.

Án undirskála hefðu enskumælandi þjóðir ekki getað fundið hentugt nafn á fljúgandi diska sem nefnast auðvitað flying saucers. Fólk sem dundar sér við að safna undirskálum hefði ekkert að gera og mundi kannski leiðast út í afbrot. Postulínssalar byggju við bágari kjör þar sem þeir gætu aðeins selt fólki bolla, diska og sósuskálar. Og verk Meret Oppenheim (1913-1985), Loðinn morgunverður, sem sést hér væri mun fátæklegra á að líta.

Eins og sjá má væri lítið varið í heiminn ef engar væru undirskálarnar. Að lokum má nefna að þær koma sjálfsagt að gagni við að geyma skeiðar og sykurmola sem notuð eru við kaffi- eða tedrykkju og eins það að þær verja borð og dúka fyrir dropum sem annars gætu lekið á þau úr bollunum. Um hegðun kaffibletta á dúkum má lesa nánar í svari Halldórs Svavarssonar við spurningunni Hvers vegna verða kaffiblettir dekkstir við jaðarinn þegar þeir þorna? En allt þetta er auðvitað bara skemmtileg tilviljun og tæpast ástæðan fyrir tilvist undirskála. Eða hvað?

Að lokum er rétt að minna á að þetta er föstudagssvar og má því ekki taka hvert orð í því bókstaflega. Hins vegar kunna að leynast í því sannleikskorn sem við eftirlátum lesendum að finna, hverjum og einum eftir sínu höfði.Ritstjórn hefur borist athugasemd frá athugulum lesanda. Hann segir að Vesturlandabúar hafi misskilið hlutverk undirskála herfilega. Þegar þær bárust til Vesturlanda frá Kína fyrir margt löngu, hafi ferðalangurinn gleymt því að Kínverjar settu skálar þessar ofan á heita drykki, ekki undir. Með réttu ætti því svarið að fjalla um yfirskálar en ekki undirskálar! Ritstjórn hefur þó ákveðið að láta svarið standa og vonast eftir spurningu um yfirskálar frá forvitnum lesanda.


Heimild:

Ævintýri H.C. Andersen, þýð. Sigrún Árnadóttir, Reykjavík: Vaka-Helgafell 1998.

Mynd:

Center for Instructional Technology Development við Toronto-háskóla

...