Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðið taxi, í merkingunni leigubíll, kom fyrst fram í ensku í samsetta orðinu taxicab. Þetta var á þeim árum þegar bíllinn var að taka við af hestinum og forskeytið taxi-forskeytið hafði tengst leiguakstri þegar Þjóðverjinn Wilhelm Bruhn fann upp gjaldmælinn árið 1891 og kallaði hann taximeter. Bruhn setti hugtakið saman úr franska orðinu taxe sem þýðir „verð“, og hinu gríska metron sem merkir „mæling“. Þýski bílaframleiðandinn Gottlieb Daimler framleiddi fyrsta bílinn sem var sérstaklega hannaður til leiguaksturs árið 1897 og nefndi hann Daimler Victoria. Honum fylgdi hinn nýuppfundni gjaldmælir Bruhns.
Bruhn var raunar ekki sá fyrsti til að finna upp gjaldmæli fyrir leiguakstur en frá hans uppfinningu eru gjaldmælar dagsins í dag runnir. Fyrri tilraunir til að mæla akstur leiguvagna höfðu ekki mætt hrifningu ökumannanna sem vildu ekki að vélar segðu fyrir um tekjur þeirra. Upphaflega gekk uppfinning Bruhns lítið betur og að sögn líkaði nokkrum ökumönnum svo illa við gjaldmæli hans að þeir fleygðu uppfinningamanninum út í á.
Leita má að rótum orðsins taxi aftur í sögu rómanskra mála, alla leið til latínu. Ein merking latneska sagnorðsins taxo er að „meta“ (leggja mat á e-ð) í nafnhætti, og líklegt er að franska orðið taxe sé þaðan ættað. Þess má svo geta að orðið tax, í merkingunni „skattur, að skattleggja“, kemur inn í enskt mál á 14. öld, runnið af áðurnefnda latneska sagnorðinu taxo eftir viðkomu í franskri tungu. Taxi og tax eru því rótskyld orð.
Heimildir og myndir:
Cassell's New Latin-English English-Latin Dictionary, ritstj. D. P. Simpson, Cassell & Company Ltd, London 1959
Unnar Árnason. „Hvaðan kemur orðið TAXI fyrir leigubíla?“ Vísindavefurinn, 21. júlí 2003, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3595.
Unnar Árnason. (2003, 21. júlí). Hvaðan kemur orðið TAXI fyrir leigubíla? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3595
Unnar Árnason. „Hvaðan kemur orðið TAXI fyrir leigubíla?“ Vísindavefurinn. 21. júl. 2003. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3595>.