Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaFélagsvísindiLögfræðiHafa skólar vald til að láta börn undir lögaldri skrifa undir agabrot án þess að tilkynna foreldrum það?
Á Íslandi gilda lög um grunnskóla sem sett voru árið 1995 (lög nr. 66/1995) og fjalla þau um starfsumhverfi skóla, þjónustu og skyldur sem hvíla á skólastjórn og nemendum sem sækja grunnskóla.
Hér á landi er einnig í gildi reglugerð frá menntamálaráðuneytinu um skólareglur í grunnskólum. Í þeim er skýrt kveðið á um það að foreldrar/forráðamenn skuli látnir vita ef eitthvað kemur fyrir barnið á skólatíma, hvort sem það tengist meiðslum eða óvandaðri hegðun. Þetta er meginreglan í reglugerðinni.
Skólayfirvöldum er óheimilt að grípa til agaviðurlaga gagnvart nemendum ef um ítrekuð agabrot er um að ræða nema foreldrum sé tilkynnt um það. Skólanum er hinsvegar heimilt að vara nemendur við og veita áminningu eftir því sem þurfa þykir án þess að bera það sérstaklega undir forráðamenn, enda eiga þau viðurlög og áminningar að hvetja nemendur til bættrar hegðunar.
Hvort skólayfirvöldum beri að tilkynna um agabrot eða ekki virðist því markast af því hvort það sé ítrekað eða alvarlegt. Í tilfelli líkamsárása eða skaða á eignum, skal hins vegar alltaf láta forráðamenn vita.
Eðlilegt þykir þó að láta forráðamenn vita af öllum þeim atvikum sem koma upp í skólastarfi, þó svo um lítilsháttar agabrot sé að ræða enda eiga samskipti foreldra og skóla að grundvallast á gagnkvæmri virðingu, kurteisislegri framkomu og tillitsemi, skv. 5. gr. 1. mgr. reglugerðarinnar.
Magnús Viðar Skúlason. „Hafa skólar vald til að láta börn undir lögaldri skrifa undir agabrot án þess að tilkynna foreldrum það?“ Vísindavefurinn, 23. júlí 2003, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3602.
Magnús Viðar Skúlason. (2003, 23. júlí). Hafa skólar vald til að láta börn undir lögaldri skrifa undir agabrot án þess að tilkynna foreldrum það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3602
Magnús Viðar Skúlason. „Hafa skólar vald til að láta börn undir lögaldri skrifa undir agabrot án þess að tilkynna foreldrum það?“ Vísindavefurinn. 23. júl. 2003. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3602>.