Sólin Sólin Rís 03:40 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:00 • Síðdegis: 00:00 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvert er algengasta nafn á sveitabæ á Íslandi?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að finna gagnasafn sem kallast Bæjatal. Þar má leita að bæjarheitum eftir stafrófsröð, með því að slá inn tiltekið nafn eða leita eftir sveitarfélögum og sýslum. Þegar leitað er að ákveðnu bæjarnafni birtast niðurstöður sem sýna öll bæjarnöfn þar sem viðkomandi orð er að finna, bæði heitið eitt og sér og sem samsett orð ef það á við.

Bæjatalið hefur verið notað til þess að taka saman lista yfir algengustu bæjarnöfn á Íslandi og er sá listi einnig á vef Árnastofnunar. Rétt er að taka fram að á listanum eru aðeins talin með þau tilfelli þar sem bæjarnafnið stendur eitt og sér en ekki þegar það stendur með öðrum orðum. Ef Hóll – algengasta bæjarnafn á Íslandi er notað sem dæmi – þá eru ekki talin með bæjarnöfn eins og Ytri-Hóll og Litli-Hóll. Ekki eru heldur talin með þau tilfelli þar sem heitið kemur fram sem ending, samanber Grænhóll eða Staðarhóll og aðeins er talið einu sinni í þeim tilfellum sem heitið er notað með númeri, samanber Hóll I og Hóll II.

Hvammur er annað algengasta bæjarheiti á Íslandi. Hér sést Hvammur í Dölum en þar nam Auður djúpúðga land og reisti sér bústað. Ættfaðir Sturlunga, Sturla Þórðarson, bjó í Hvammi og þar fæddust synir hans Þórður, Sighvatur og Snorri. Mörgum öldum seinna ólst upp í Hvammi Árni Magnússon prófessor og handritasafnari.

Tíu algengustu bæjarnöfnin á Íslandi samkvæmt listanum á vef Árnastofnunar eru:

Bæjarnafn:Fjöldi:
Hóll31
Hvammur28
Bakki24
Hlíð22
Grund21
Brekka20
Gröf19
Þverá18
Kirkjuból17
Tunga17

Samkvæmt þessu er Hóll algengasta bæjarnafnið á Íslandi og ber 31 bær það nafn. Flestir bæir sem heita Hóll eru á Norðurlandi eða um helmingur þeirra sem á listanum eru. Þess má geta að orðið hóll kemur 228 sinnum fyrir í bæjartalinu þegar allar niðurstöður fyrir það orð eru teknar saman.

Hvammur kemur 28 sinnum fyrir sem heiti eitt og sér. Þar af eru 12 bæir á Norðurlandi með því nafni. Alls kemur heitið hvammur fyrir 78 sinnum eitt og sér eða sem samsetning.

Þriðja algengasta bæjarnafnið á Íslandi er Bakki en 24 bæir bera það nafn. Rétt eins og Hvammur og Hóll virðist Bakki vera nokkuð algengara norðanlands en í öðrum landshlutum því 11 bæir á Norðurlandi kallast Bakki. Heitið er töluvert vinsælt í samsetningum því það kemur 144 sinnum fyrir í gagnagrunninum.

Þeir sem hafa áhuga á tíðni bæjarnafna eða dreifingu þeirra um landið ættu að skoða Bæjatalið og þær upplýsingar sem þar er að finna. Leitarniðurstöður má svo til dæmis afrita yfir í töflureikni eins og Excel og vinna með á ýmsan máta.

Mynd:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.8.2013

Spyrjandi

Hilmar Egill Sveinbjörnsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvert er algengasta nafn á sveitabæ á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 22. ágúst 2013. Sótt 25. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3605.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2013, 22. ágúst). Hvert er algengasta nafn á sveitabæ á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3605

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvert er algengasta nafn á sveitabæ á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 22. ágú. 2013. Vefsíða. 25. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3605>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvert er algengasta nafn á sveitabæ á Íslandi?
Á vef Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er að finna gagnasafn sem kallast Bæjatal. Þar má leita að bæjarheitum eftir stafrófsröð, með því að slá inn tiltekið nafn eða leita eftir sveitarfélögum og sýslum. Þegar leitað er að ákveðnu bæjarnafni birtast niðurstöður sem sýna öll bæjarnöfn þar sem viðkomandi orð er að finna, bæði heitið eitt og sér og sem samsett orð ef það á við.

Bæjatalið hefur verið notað til þess að taka saman lista yfir algengustu bæjarnöfn á Íslandi og er sá listi einnig á vef Árnastofnunar. Rétt er að taka fram að á listanum eru aðeins talin með þau tilfelli þar sem bæjarnafnið stendur eitt og sér en ekki þegar það stendur með öðrum orðum. Ef Hóll – algengasta bæjarnafn á Íslandi er notað sem dæmi – þá eru ekki talin með bæjarnöfn eins og Ytri-Hóll og Litli-Hóll. Ekki eru heldur talin með þau tilfelli þar sem heitið kemur fram sem ending, samanber Grænhóll eða Staðarhóll og aðeins er talið einu sinni í þeim tilfellum sem heitið er notað með númeri, samanber Hóll I og Hóll II.

Hvammur er annað algengasta bæjarheiti á Íslandi. Hér sést Hvammur í Dölum en þar nam Auður djúpúðga land og reisti sér bústað. Ættfaðir Sturlunga, Sturla Þórðarson, bjó í Hvammi og þar fæddust synir hans Þórður, Sighvatur og Snorri. Mörgum öldum seinna ólst upp í Hvammi Árni Magnússon prófessor og handritasafnari.

Tíu algengustu bæjarnöfnin á Íslandi samkvæmt listanum á vef Árnastofnunar eru:

Bæjarnafn:Fjöldi:
Hóll31
Hvammur28
Bakki24
Hlíð22
Grund21
Brekka20
Gröf19
Þverá18
Kirkjuból17
Tunga17

Samkvæmt þessu er Hóll algengasta bæjarnafnið á Íslandi og ber 31 bær það nafn. Flestir bæir sem heita Hóll eru á Norðurlandi eða um helmingur þeirra sem á listanum eru. Þess má geta að orðið hóll kemur 228 sinnum fyrir í bæjartalinu þegar allar niðurstöður fyrir það orð eru teknar saman.

Hvammur kemur 28 sinnum fyrir sem heiti eitt og sér. Þar af eru 12 bæir á Norðurlandi með því nafni. Alls kemur heitið hvammur fyrir 78 sinnum eitt og sér eða sem samsetning.

Þriðja algengasta bæjarnafnið á Íslandi er Bakki en 24 bæir bera það nafn. Rétt eins og Hvammur og Hóll virðist Bakki vera nokkuð algengara norðanlands en í öðrum landshlutum því 11 bæir á Norðurlandi kallast Bakki. Heitið er töluvert vinsælt í samsetningum því það kemur 144 sinnum fyrir í gagnagrunninum.

Þeir sem hafa áhuga á tíðni bæjarnafna eða dreifingu þeirra um landið ættu að skoða Bæjatalið og þær upplýsingar sem þar er að finna. Leitarniðurstöður má svo til dæmis afrita yfir í töflureikni eins og Excel og vinna með á ýmsan máta.

Mynd:

...