Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta sjávarspendýr unnið hreint vatn úr söltum sjó?

Jón Már Halldórsson

Vatn er öllum dýrum lífsnauðsynlegt. Dýr nálgast vatn aðallega á þrennan hátt:
  1. með því að drekka það
  2. úr fæðu
  3. með lífefnafræðilegum leiðum, það er að segja við oxun á fitu eða kolvetni.
Dýr á svæðum þar sem vatnsskortur er viðvarandi, til dæmis eyðimerkur- og sjávardýr, styðjast að mestu leyti við vatn sem fengið er úr oxun á ofantöldum efnasamböndum til að vinna gegn vatnstapi vegna uppgufunar, úrgangs- og þvaglosunar.



Selir í Hindisvík á Vatnsnesi við Húnaflóa

Rannsóknir á selum og sæljónum benda til þess að fyrir utan að fá vatn úr fæðunni og í gegnum oxun á fitum og kolvetni, þá drekki þau einnig sjó. En hversu algengt það er meðal annarra sjávarspendýra vita líffræðingar ekki enda afar erfitt að fylgjast með slíku hátterni.

Saltstyrkur í blóði og öðrum líkamsvessum sjávarspendýra er svipaður og hjá landspendýrum og öðrum hryggdýrum, eða um þriðjungur af saltstyrk sjávar. Það þýðir að þessi dýr drekka vökva sem er þrisvar sinnum mettaðri af salti en vökvinn í líkama þeirra.

Slík neysla yrði öllum venjulegum landspendýrum (þar meðtöldum mönnum) að fjörtjóni. Mælingar á þvagi sela hafa leitt í ljós að saltstyrkur þess er allt að 2,5 sinnum meiri en sjávarins og 7-8 sinnum meiri en í blóði þeirra. Það bendir til að galdurinn sem gerir þessum sjávarspendýrum kleift að drekka sjó, liggi í lífeðlisfræði nýrnanna.

Í nýrum spendýra fer vökva- og saltstjórnun fram í tveimur skrefum. Í fyrsta lagi rennur blóðið um svæði sem fínhreinsar það, svonefnda æðhnoðra (glomeruli). Smáar sameindir, svo sem sölt og vökvasameindir, síast úr blóðinu en stærri sameindir, til dæmis prótín og rauð blóðkorn, halda áfram ferðinni. Næst gengur hreinsaði blóðvökvinn inn í langa rás sem nefnd er nýrungslykkja eða sveigpípla (e. loop of Henle). Þar mest allt vatn sem eftir er sogað upp og afgangsvökvinn verður þeim mun saltari og fer úr líkamanum sem þvag. Kenningin sem hvað vinsælust er varðandi drykkju sjávarspendýra á söltum sjó, gerir ráð fyrir að þau hafi lengri nýrungslykkju og geti því sogað upp meira vatn en landspendýr.

Nefna má að í rannsóknum á selum hefur komið fram að þeir gleypa talsvert af snjó til að ná í ferskt vatn. Slíkt er ekki mögulegt fyrir allar selategundir þar sem sumar þeirra lifa á svæðum þar sem aldrei fellur snjór.

Heimildir og mynd:
  • Eckert, R. ofl. 1988. Animal Physiology: Mechanisms and Adaptation. W.H. Freeman and Company. Boston
  • www.kafarinn.is
Á vefsetri Queen's University at Kingston (á ensku) má lesa heilmargt um nýru og nýrungslykkju (Loop of Henle).

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

25.7.2003

Spyrjandi

Ástrún Friðbjörnsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta sjávarspendýr unnið hreint vatn úr söltum sjó?“ Vísindavefurinn, 25. júlí 2003, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3610.

Jón Már Halldórsson. (2003, 25. júlí). Geta sjávarspendýr unnið hreint vatn úr söltum sjó? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3610

Jón Már Halldórsson. „Geta sjávarspendýr unnið hreint vatn úr söltum sjó?“ Vísindavefurinn. 25. júl. 2003. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3610>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta sjávarspendýr unnið hreint vatn úr söltum sjó?
Vatn er öllum dýrum lífsnauðsynlegt. Dýr nálgast vatn aðallega á þrennan hátt:

  1. með því að drekka það
  2. úr fæðu
  3. með lífefnafræðilegum leiðum, það er að segja við oxun á fitu eða kolvetni.
Dýr á svæðum þar sem vatnsskortur er viðvarandi, til dæmis eyðimerkur- og sjávardýr, styðjast að mestu leyti við vatn sem fengið er úr oxun á ofantöldum efnasamböndum til að vinna gegn vatnstapi vegna uppgufunar, úrgangs- og þvaglosunar.



Selir í Hindisvík á Vatnsnesi við Húnaflóa

Rannsóknir á selum og sæljónum benda til þess að fyrir utan að fá vatn úr fæðunni og í gegnum oxun á fitum og kolvetni, þá drekki þau einnig sjó. En hversu algengt það er meðal annarra sjávarspendýra vita líffræðingar ekki enda afar erfitt að fylgjast með slíku hátterni.

Saltstyrkur í blóði og öðrum líkamsvessum sjávarspendýra er svipaður og hjá landspendýrum og öðrum hryggdýrum, eða um þriðjungur af saltstyrk sjávar. Það þýðir að þessi dýr drekka vökva sem er þrisvar sinnum mettaðri af salti en vökvinn í líkama þeirra.

Slík neysla yrði öllum venjulegum landspendýrum (þar meðtöldum mönnum) að fjörtjóni. Mælingar á þvagi sela hafa leitt í ljós að saltstyrkur þess er allt að 2,5 sinnum meiri en sjávarins og 7-8 sinnum meiri en í blóði þeirra. Það bendir til að galdurinn sem gerir þessum sjávarspendýrum kleift að drekka sjó, liggi í lífeðlisfræði nýrnanna.

Í nýrum spendýra fer vökva- og saltstjórnun fram í tveimur skrefum. Í fyrsta lagi rennur blóðið um svæði sem fínhreinsar það, svonefnda æðhnoðra (glomeruli). Smáar sameindir, svo sem sölt og vökvasameindir, síast úr blóðinu en stærri sameindir, til dæmis prótín og rauð blóðkorn, halda áfram ferðinni. Næst gengur hreinsaði blóðvökvinn inn í langa rás sem nefnd er nýrungslykkja eða sveigpípla (e. loop of Henle). Þar mest allt vatn sem eftir er sogað upp og afgangsvökvinn verður þeim mun saltari og fer úr líkamanum sem þvag. Kenningin sem hvað vinsælust er varðandi drykkju sjávarspendýra á söltum sjó, gerir ráð fyrir að þau hafi lengri nýrungslykkju og geti því sogað upp meira vatn en landspendýr.

Nefna má að í rannsóknum á selum hefur komið fram að þeir gleypa talsvert af snjó til að ná í ferskt vatn. Slíkt er ekki mögulegt fyrir allar selategundir þar sem sumar þeirra lifa á svæðum þar sem aldrei fellur snjór.

Heimildir og mynd:
  • Eckert, R. ofl. 1988. Animal Physiology: Mechanisms and Adaptation. W.H. Freeman and Company. Boston
  • www.kafarinn.is
Á vefsetri Queen's University at Kingston (á ensku) má lesa heilmargt um nýru og nýrungslykkju (Loop of Henle)....