Sólin Sólin Rís 06:01 • sest 20:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:34 • Síðdegis: 21:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:23 • Síðdegis: 15:33 í Reykjavík

Hver var Akkilles?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Akkilles var sonur Peleifs konungs í Þessalíu og Þetisar sjávargyðju. Hinir ólympsku guðir ákváðu að Peleifur skyldi kvænast Þetisi þrátt fyrir að hún hefði engan hug á því. Áður höfðu æðsti guðinn Seifur og sjávarguðinn Póseidon verið biðlar Þetisar en þeir drógu bónorð sín í skyndi til baka þegar þeir fréttu þann spádóm að sonur hennar yrði föður sínum æðri. Þá ákváðu guðirnir að hún skyldi gefin dauðlegum manni.Akkilles sem ungur maður ásamt kennara sínum kentárnum Kíroni (úr Louvre-safninu.)

Gríska skáldið Pindar (um 520- um 438 f. Kr.) segir frá því að kentárinn Kíron, sem síðar varð kennari Akkillesar, hafi leiðbeint Peleifi í ástamálum hans. Hann benti honum einfaldlega á að ná traustataki á sjávardísinni og sleppa henni ekki fyrr en hún játaðist honum. Þetis var þeirrar náttúru gædd að geta ummyndast og á meðan Peleifur hélt henni varð hún að eldi, vatni, höggormi og ljónynju. Þessi saga af tilhugalífi foreldra Akkillesar var vinsælt viðfangsefni þeirra sem skreyttu forn grísk skrautker.

Peleifur og Þetis áttu sjö börn en sex þeirra dóu þegar Þetis kastaði þeim í eld til að komast að raun um hvort þau væru guðakyns eða mennsk. Akkilles var sjöunda barn þeirra og átti að hljóta sömu örlög og systkini sín en Peleifur faðir hans bjargaði honum úr eldinum á síðustu stundu.

Ekki ber þó öllum saman um þetta og samkvæmt einni frásögn sem margir þekkja átti Þetis að hafa dýft syni sínum ofan í undirheimafljótið Styx til að gera hann ósæranlegan, aðeins á hælnum þar sem móðir hans hélt honum var hægt að sigra hann og þaðan er dregið orðið Akkillesarhæll.

Akkilles var mesta hetja Akkea í 10 ára löngu stríði þeirra við Trójumenn um borgina Tróju. Ilíonskviða gríska skáldsins Hómers (8. öld f. Kr.) fjallar um Trójustríðið og rauði þráðurinn í henni er reiði Akkillesar sem neitar að berjast vegna þess að Agamemnon yfirkonungur Akkea nam á brott hertekna ástmey Akkillesar.Akkilles í fullum herklæðum (úr Museum of Fine Arts í Boston.)

Akkilles lætur ekki af reiði sinni fyrr en vinur hans Patróklus er felldur af hetju Trójumanna Hektori, syni Príamusar konungs í Tróju. Þá loks fer hann til orustunnar í nýjum herklæðum sem Hefestus smíðaguð gerir og vill hefna vinar síns.

Svo mikil ógn stóð Trójumönnum af Akkillesi að þegar þeir hyggjast draga lík Patróklusar á brott og hálshöggva öðrum til viðvörunar nægir Akkillesi að sýna sig og hrópa ógurlega til að hrekja þá á brott:
Hinn tigulegi Akkilles kallaði hátt þrisvar fyrir handan díkið, og þrisvar sló felmtri á Trójumenn og hina frægu liðsmenn þeirra. Þá drápust þar tólf hraustustu kappar, er urðu fyrir kerrum og spjótum sjálfra þeirra. (Ilíonskviða.18.369)
Akkilles fellir síðan Hektor og til að smána líkið dregur hann það í kringum haug Patróklusar, þykir sumum guðunum vænt um það en aðrir hneykslast á athæfinu. Að lokum lætur Akkilles lík Hektors í hendur Príamusi svo hægt sé að jarða hann.

Samkvæmt fornum ritskýrendum lauk ævi Akkillesar með því að París, bróðir Hektors, skaut ör í hæl hetjunnar þegar hann hugðist kvænast einni af dætrum Príamusar. Akkilles var þá brenndur og ösku hans blandað saman við ösku Patróklusar.

Þýski kvikmyndaleikstjórinn Wolfgang Petersen vinnur nú að mynd um Trójustríðið sem á að nefnast Trója og verður frumsýnd árið 2004. Kvikmyndaleikarinn Brad Pitt mun fara með hlutverk Akkillesar, Peter O'Toole leikur Príamus Trójukonung, Sean Bean sem lék Borómír í Hringadróttinssögu verður Ódysseifur, Orlando Bloom sem lék álfinn Legolas í sömu kvikmynd fer með hlutverk Parísar og til að leika kappann Hektor var fenginn ástralski leikarinn Eric Bana sem nýlega hefur leikið grænan risa í myndinni Hulk.

Um Trójustríðið og grískar goðsögur er einnig hægt að lesa í svari Unnars Árnasonar við spurningunni Er eitthvert sannleikskorn í grísku goðsögunum?

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

1.8.2003

Spyrjandi

Steingrímur Guðjónsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver var Akkilles?“ Vísindavefurinn, 1. ágúst 2003. Sótt 13. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3633.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 1. ágúst). Hver var Akkilles? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3633

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hver var Akkilles?“ Vísindavefurinn. 1. ágú. 2003. Vefsíða. 13. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3633>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver var Akkilles?
Akkilles var sonur Peleifs konungs í Þessalíu og Þetisar sjávargyðju. Hinir ólympsku guðir ákváðu að Peleifur skyldi kvænast Þetisi þrátt fyrir að hún hefði engan hug á því. Áður höfðu æðsti guðinn Seifur og sjávarguðinn Póseidon verið biðlar Þetisar en þeir drógu bónorð sín í skyndi til baka þegar þeir fréttu þann spádóm að sonur hennar yrði föður sínum æðri. Þá ákváðu guðirnir að hún skyldi gefin dauðlegum manni.Akkilles sem ungur maður ásamt kennara sínum kentárnum Kíroni (úr Louvre-safninu.)

Gríska skáldið Pindar (um 520- um 438 f. Kr.) segir frá því að kentárinn Kíron, sem síðar varð kennari Akkillesar, hafi leiðbeint Peleifi í ástamálum hans. Hann benti honum einfaldlega á að ná traustataki á sjávardísinni og sleppa henni ekki fyrr en hún játaðist honum. Þetis var þeirrar náttúru gædd að geta ummyndast og á meðan Peleifur hélt henni varð hún að eldi, vatni, höggormi og ljónynju. Þessi saga af tilhugalífi foreldra Akkillesar var vinsælt viðfangsefni þeirra sem skreyttu forn grísk skrautker.

Peleifur og Þetis áttu sjö börn en sex þeirra dóu þegar Þetis kastaði þeim í eld til að komast að raun um hvort þau væru guðakyns eða mennsk. Akkilles var sjöunda barn þeirra og átti að hljóta sömu örlög og systkini sín en Peleifur faðir hans bjargaði honum úr eldinum á síðustu stundu.

Ekki ber þó öllum saman um þetta og samkvæmt einni frásögn sem margir þekkja átti Þetis að hafa dýft syni sínum ofan í undirheimafljótið Styx til að gera hann ósæranlegan, aðeins á hælnum þar sem móðir hans hélt honum var hægt að sigra hann og þaðan er dregið orðið Akkillesarhæll.

Akkilles var mesta hetja Akkea í 10 ára löngu stríði þeirra við Trójumenn um borgina Tróju. Ilíonskviða gríska skáldsins Hómers (8. öld f. Kr.) fjallar um Trójustríðið og rauði þráðurinn í henni er reiði Akkillesar sem neitar að berjast vegna þess að Agamemnon yfirkonungur Akkea nam á brott hertekna ástmey Akkillesar.Akkilles í fullum herklæðum (úr Museum of Fine Arts í Boston.)

Akkilles lætur ekki af reiði sinni fyrr en vinur hans Patróklus er felldur af hetju Trójumanna Hektori, syni Príamusar konungs í Tróju. Þá loks fer hann til orustunnar í nýjum herklæðum sem Hefestus smíðaguð gerir og vill hefna vinar síns.

Svo mikil ógn stóð Trójumönnum af Akkillesi að þegar þeir hyggjast draga lík Patróklusar á brott og hálshöggva öðrum til viðvörunar nægir Akkillesi að sýna sig og hrópa ógurlega til að hrekja þá á brott:
Hinn tigulegi Akkilles kallaði hátt þrisvar fyrir handan díkið, og þrisvar sló felmtri á Trójumenn og hina frægu liðsmenn þeirra. Þá drápust þar tólf hraustustu kappar, er urðu fyrir kerrum og spjótum sjálfra þeirra. (Ilíonskviða.18.369)
Akkilles fellir síðan Hektor og til að smána líkið dregur hann það í kringum haug Patróklusar, þykir sumum guðunum vænt um það en aðrir hneykslast á athæfinu. Að lokum lætur Akkilles lík Hektors í hendur Príamusi svo hægt sé að jarða hann.

Samkvæmt fornum ritskýrendum lauk ævi Akkillesar með því að París, bróðir Hektors, skaut ör í hæl hetjunnar þegar hann hugðist kvænast einni af dætrum Príamusar. Akkilles var þá brenndur og ösku hans blandað saman við ösku Patróklusar.

Þýski kvikmyndaleikstjórinn Wolfgang Petersen vinnur nú að mynd um Trójustríðið sem á að nefnast Trója og verður frumsýnd árið 2004. Kvikmyndaleikarinn Brad Pitt mun fara með hlutverk Akkillesar, Peter O'Toole leikur Príamus Trójukonung, Sean Bean sem lék Borómír í Hringadróttinssögu verður Ódysseifur, Orlando Bloom sem lék álfinn Legolas í sömu kvikmynd fer með hlutverk Parísar og til að leika kappann Hektor var fenginn ástralski leikarinn Eric Bana sem nýlega hefur leikið grænan risa í myndinni Hulk.

Um Trójustríðið og grískar goðsögur er einnig hægt að lesa í svari Unnars Árnasonar við spurningunni Er eitthvert sannleikskorn í grísku goðsögunum?

Heimildir og myndir: ...