Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða ormar lifa í meltingarvegi fólks á Íslandi?

Karl Skírnisson

Fjölmargar ormategundir lifa í meltingarfærum fólks erlendis en tiltölulega fáar þeirra hafa fundist hér á landi. Hér á eftir verður einungis fjallað um ormategundir sem lifa, eða lifðu fyrr á árum, í meltingarfærum Íslendinga en ekki fjallað um ormategundir sem ferðalangar hafa borið til landsins erlendis frá og eru hér ekki landlægar. Ekki er heldur minnst á einfrumu sníkjudýr, sulli (lirfustig bandorma), blóðsníkjudýr, vefjasníkjudýr og óværutegundir svo sem maura, lýs og flær sem hér hafa fundist. Sum þessara sníkjudýra eru landlæg en önnur ekki og berast hingað einungis með ferðalöngum.

Eini ormurinn sem talist getur algengur í meltingarfærum fólks á Íslandi er njálgur (Enterobius vermicularis). Rannsóknir hafa sýnt að þessi litli þráðormur er sjaldgæfur í bleyjubörnum en 13% fjögurra ára barna og 7% fimm ára barna reyndust vera með njálg þegar að var gáð. Í þremur neðstu bekkjum grunnskóla fannst njálgur í 15% nemenda. Flest börnin voru einkennalaus og oftast höfðu hvorki þau né foreldrar þeirra hugmynd um njálgsmitið. Stundum magnast smitið upp og eru þekkt dæmi um að tæplega 40% barna í tilteknum bekk í grunnskóla hafi verið með njálg. Njálgur sýkir jafnt fullorðna sem börn en er jafnan sjaldgæfari í fullorðnum (Benóný Jónsson og Karl Skírnisson 1998, Karl Skírnisson 1998, Ragnheiður Hrönn Stefánsdóttir 1998).

Mannaspóluormur (Ascaris lumbricoides) er stór þráðormur sem fullvaxinn verður á stærð við blýant. Margar heimildir benda til þess að hann hafi verið landlægur á Íslandi allt fram á öndverða 20. öld. Náskyld tegund, svínaspóluormurinn (Ascaris suum) er aftur á móti landlæg í svínum hér á landi enn í dag og er vitað að hann þrífst stundum í mönnum.



Knippi af mannaspóluormum.

Lirfur nokkurra þráðormategunda eru sums staðar algengar í sjávarfiskum hér við land og kallast hringormar. Fullorðnar lifa þær í selum eða tannhvölum. Tvær þessara tegunda geta lifað í mönnum, berist þær lifandi niður í meltingarveg, og valdið í þeim sjúkdómi. Um er að ræða tegundirnar Anisakis simplex og Pseudoterranova decipiens. Lirfurnar geta menn fengið í sig með því að leggja sér til munns hráan fisk eða aðrar hráar fiskafurðir, til dæmis hrá loðnuhrogn en þar geta lirfurnar stundum leynst.

Þá skal nefndur sníkjuormur sem líkur benda til að hafi stundum farið í menn fyrr á árum. Um er að ræða bandorminn Dipylidium caninum. Danski læknirinn Harald Krabbe fann bandorminn í 57 af 100 hundum sem hann krufði á Íslandi í tengslum við rannsóknir á sullaveiki í mönnum og dýrum árið 1863. Á svæðum þar sem tegundin er algeng í hundum berst hún stundum einnig í menn. Engin staðfest tilvik sýkinga voru þó þekkt í mönnum hér á landi. Tegundinni var útrýmt þegar farið var að gefa hundum virk bandormalyf.

Að endingu skal áréttað að hunda- og kattaspóluormar lifa ekki í meltingarvegi manna en báðar þessar tegundir eru algengar í gæludýrum hér á landi. Lirfur spóluormanna geta þó tekið sér bólfestu í ýmsum vefjum og líffærum manna berist smithæf egg þeirra (sem upprunnin eru úr saur katta eða hunda) niður í meltingarveg. Þar skríða lirfur úr eggjunum og geta síðan flakkað víða um líkamann og valdið skaða.

Loks skal áhugasömum bent á að nýlega var tekið saman yfirlit um mannasníkjudýr hér á landi og birtist það í bókinni Parasites of the Colder Climates. Þar er meðal annars fjallað um öll sníkjudýr sem vart hafði orðið við á Íslandi fram til ársins 2000 (Karl Skírnisson ofl. 2003).

Tilvitnanir og myndir:
  • Benóný Jónsson og Karl Skírnisson. 1998. Njálgsýkingar í leikskólabörnum í Reykjavík og Kópavogi. Læknablaðið, 84, 215-218.
  • Karl Skírnisson. 1998. Um njálginn og líffræði hans. Læknablaðið, 84, 208-213.
  • Karl Skírnisson, Sigurður H. Richter og Matthías Eydal. 2003. Prevalence of human parasites in Iceland: Past and present status. Kafli 4, bls. 34-44 í: Parasites of the Colder Climates (ritsjórar: H. Akkuffo, I. Ljungström, E. Linder og M. Whalgren). Taylor & Francis, London og New York.
  • Ragnheiður Hrönn Stefánsdóttir. 1998. Njálgsýkingar í grunnskólabörnum á Suðvesturlandi. Námsritgerð. Líffræðiskor HÍ og Tilraunastöðin á Keldum, Reykjavík. 11 bls.
  • Actividade Pedagógica Bacteriologia-Parasitologia
  • CureZone.com


Sjá einnig önnur svör á Vísindavefnum:

Höfundur

Karl Skírnisson

dýrafræðingur, Tilraunastöð HÍ í meinafræði að Keldum

Útgáfudagur

19.8.2003

Spyrjandi

Anna María Jónsdóttir, f. 1982

Tilvísun

Karl Skírnisson. „Hvaða ormar lifa í meltingarvegi fólks á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 19. ágúst 2003, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3667.

Karl Skírnisson. (2003, 19. ágúst). Hvaða ormar lifa í meltingarvegi fólks á Íslandi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3667

Karl Skírnisson. „Hvaða ormar lifa í meltingarvegi fólks á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 19. ágú. 2003. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3667>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða ormar lifa í meltingarvegi fólks á Íslandi?
Fjölmargar ormategundir lifa í meltingarfærum fólks erlendis en tiltölulega fáar þeirra hafa fundist hér á landi. Hér á eftir verður einungis fjallað um ormategundir sem lifa, eða lifðu fyrr á árum, í meltingarfærum Íslendinga en ekki fjallað um ormategundir sem ferðalangar hafa borið til landsins erlendis frá og eru hér ekki landlægar. Ekki er heldur minnst á einfrumu sníkjudýr, sulli (lirfustig bandorma), blóðsníkjudýr, vefjasníkjudýr og óværutegundir svo sem maura, lýs og flær sem hér hafa fundist. Sum þessara sníkjudýra eru landlæg en önnur ekki og berast hingað einungis með ferðalöngum.

Eini ormurinn sem talist getur algengur í meltingarfærum fólks á Íslandi er njálgur (Enterobius vermicularis). Rannsóknir hafa sýnt að þessi litli þráðormur er sjaldgæfur í bleyjubörnum en 13% fjögurra ára barna og 7% fimm ára barna reyndust vera með njálg þegar að var gáð. Í þremur neðstu bekkjum grunnskóla fannst njálgur í 15% nemenda. Flest börnin voru einkennalaus og oftast höfðu hvorki þau né foreldrar þeirra hugmynd um njálgsmitið. Stundum magnast smitið upp og eru þekkt dæmi um að tæplega 40% barna í tilteknum bekk í grunnskóla hafi verið með njálg. Njálgur sýkir jafnt fullorðna sem börn en er jafnan sjaldgæfari í fullorðnum (Benóný Jónsson og Karl Skírnisson 1998, Karl Skírnisson 1998, Ragnheiður Hrönn Stefánsdóttir 1998).

Mannaspóluormur (Ascaris lumbricoides) er stór þráðormur sem fullvaxinn verður á stærð við blýant. Margar heimildir benda til þess að hann hafi verið landlægur á Íslandi allt fram á öndverða 20. öld. Náskyld tegund, svínaspóluormurinn (Ascaris suum) er aftur á móti landlæg í svínum hér á landi enn í dag og er vitað að hann þrífst stundum í mönnum.



Knippi af mannaspóluormum.

Lirfur nokkurra þráðormategunda eru sums staðar algengar í sjávarfiskum hér við land og kallast hringormar. Fullorðnar lifa þær í selum eða tannhvölum. Tvær þessara tegunda geta lifað í mönnum, berist þær lifandi niður í meltingarveg, og valdið í þeim sjúkdómi. Um er að ræða tegundirnar Anisakis simplex og Pseudoterranova decipiens. Lirfurnar geta menn fengið í sig með því að leggja sér til munns hráan fisk eða aðrar hráar fiskafurðir, til dæmis hrá loðnuhrogn en þar geta lirfurnar stundum leynst.

Þá skal nefndur sníkjuormur sem líkur benda til að hafi stundum farið í menn fyrr á árum. Um er að ræða bandorminn Dipylidium caninum. Danski læknirinn Harald Krabbe fann bandorminn í 57 af 100 hundum sem hann krufði á Íslandi í tengslum við rannsóknir á sullaveiki í mönnum og dýrum árið 1863. Á svæðum þar sem tegundin er algeng í hundum berst hún stundum einnig í menn. Engin staðfest tilvik sýkinga voru þó þekkt í mönnum hér á landi. Tegundinni var útrýmt þegar farið var að gefa hundum virk bandormalyf.

Að endingu skal áréttað að hunda- og kattaspóluormar lifa ekki í meltingarvegi manna en báðar þessar tegundir eru algengar í gæludýrum hér á landi. Lirfur spóluormanna geta þó tekið sér bólfestu í ýmsum vefjum og líffærum manna berist smithæf egg þeirra (sem upprunnin eru úr saur katta eða hunda) niður í meltingarveg. Þar skríða lirfur úr eggjunum og geta síðan flakkað víða um líkamann og valdið skaða.

Loks skal áhugasömum bent á að nýlega var tekið saman yfirlit um mannasníkjudýr hér á landi og birtist það í bókinni Parasites of the Colder Climates. Þar er meðal annars fjallað um öll sníkjudýr sem vart hafði orðið við á Íslandi fram til ársins 2000 (Karl Skírnisson ofl. 2003).

Tilvitnanir og myndir:
  • Benóný Jónsson og Karl Skírnisson. 1998. Njálgsýkingar í leikskólabörnum í Reykjavík og Kópavogi. Læknablaðið, 84, 215-218.
  • Karl Skírnisson. 1998. Um njálginn og líffræði hans. Læknablaðið, 84, 208-213.
  • Karl Skírnisson, Sigurður H. Richter og Matthías Eydal. 2003. Prevalence of human parasites in Iceland: Past and present status. Kafli 4, bls. 34-44 í: Parasites of the Colder Climates (ritsjórar: H. Akkuffo, I. Ljungström, E. Linder og M. Whalgren). Taylor & Francis, London og New York.
  • Ragnheiður Hrönn Stefánsdóttir. 1998. Njálgsýkingar í grunnskólabörnum á Suðvesturlandi. Námsritgerð. Líffræðiskor HÍ og Tilraunastöðin á Keldum, Reykjavík. 11 bls.
  • Actividade Pedagógica Bacteriologia-Parasitologia
  • CureZone.com


Sjá einnig önnur svör á Vísindavefnum: