Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík

Hvar er hægt að skoða bandarísku þjóðskrána?

EMB

Upphafleg spurning var á þessa leið:
Getið þið sagt mér url-ið á vefsíðu "bandarísku þjóðskrárinnar"?

Í Bandaríkjunum er ekkert til í líkingu við hina íslensku þjóðskrá. Bandarísk stjórnvöld reka ekki gagnagrunn sem inniheldur upplýsingar um fæðingardaga og búsetu fólks eða yfirleitt nokkra skrá yfir bandarísku þjóðina í heild. Almennt fá Bandaríkjamenn fyrir hjartað þegar þeir heyra um íslensku þjóðskrána sem er öllum aðgengileg á netinu.

Vissulega halda sumar bandarískar stofnanir einhvers konar skrá yfir fólk, til dæmis skattayfirvöld. Þessar skrár ná þó ekki endilega til allrar þjóðarinnar og engin dæmi eru um að þær séu opnar almenningi. Social Security Administration úthlutar hverjum og einum 9 stafa kennitölu (social security number) sem ólíkt íslensku kennitölunni er farið með sem trúnaðarupplýsingar. Þessi tala er aðeins notuð í samskiptum við opinberar stofnanir, vinnuveitendur og fjármálastofnanir.

Bandaríska kerfið býður væntanlega upp á meiri persónuvernd en hið íslenska. Á hinn bóginn virðist það viðkvæmara fyrir svindli. Til eru mörg dæmi um svokallaðan “persónustuld” þar sem þjófurinn þykist vera önnur manneskja og safnar skuldum í hennar nafni. Þetta virðist ekki mjög erfiður leikur ef upplýsingar um kennitölu viðkomandi og eftirnafn móður fyrir giftingu (“mother’s maiden name” sem oft er notað sem eins konar öryggiskóði) liggja fyrir. Þótt þjófurinn náist og sé stöðvaður getur fórnarlambið lent á svörtum lista fjármálafyrirtækja og misst allt lánstraust svo árum skiptir í kjölfarið.

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

21.8.2003

Spyrjandi

Matthildur Ingadóttir, f. 1988

Tilvísun

EMB. „Hvar er hægt að skoða bandarísku þjóðskrána?“ Vísindavefurinn, 21. ágúst 2003. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3671.

EMB. (2003, 21. ágúst). Hvar er hægt að skoða bandarísku þjóðskrána? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3671

EMB. „Hvar er hægt að skoða bandarísku þjóðskrána?“ Vísindavefurinn. 21. ágú. 2003. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3671>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar er hægt að skoða bandarísku þjóðskrána?
Upphafleg spurning var á þessa leið:

Getið þið sagt mér url-ið á vefsíðu "bandarísku þjóðskrárinnar"?

Í Bandaríkjunum er ekkert til í líkingu við hina íslensku þjóðskrá. Bandarísk stjórnvöld reka ekki gagnagrunn sem inniheldur upplýsingar um fæðingardaga og búsetu fólks eða yfirleitt nokkra skrá yfir bandarísku þjóðina í heild. Almennt fá Bandaríkjamenn fyrir hjartað þegar þeir heyra um íslensku þjóðskrána sem er öllum aðgengileg á netinu.

Vissulega halda sumar bandarískar stofnanir einhvers konar skrá yfir fólk, til dæmis skattayfirvöld. Þessar skrár ná þó ekki endilega til allrar þjóðarinnar og engin dæmi eru um að þær séu opnar almenningi. Social Security Administration úthlutar hverjum og einum 9 stafa kennitölu (social security number) sem ólíkt íslensku kennitölunni er farið með sem trúnaðarupplýsingar. Þessi tala er aðeins notuð í samskiptum við opinberar stofnanir, vinnuveitendur og fjármálastofnanir.

Bandaríska kerfið býður væntanlega upp á meiri persónuvernd en hið íslenska. Á hinn bóginn virðist það viðkvæmara fyrir svindli. Til eru mörg dæmi um svokallaðan “persónustuld” þar sem þjófurinn þykist vera önnur manneskja og safnar skuldum í hennar nafni. Þetta virðist ekki mjög erfiður leikur ef upplýsingar um kennitölu viðkomandi og eftirnafn móður fyrir giftingu (“mother’s maiden name” sem oft er notað sem eins konar öryggiskóði) liggja fyrir. Þótt þjófurinn náist og sé stöðvaður getur fórnarlambið lent á svörtum lista fjármálafyrirtækja og misst allt lánstraust svo árum skiptir í kjölfarið....