Sólin Sólin Rís 02:54 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:20 • Sest 01:15 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:25 • Síðdegis: 16:57 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:36 • Síðdegis: 23:12 í Reykjavík

Hvað er parísarhjólið í London hátt?

JGÞ

Farþegar í Lundúnaauganu (e. London eye) sem er stærðar parísarhjól í Lundúnum, ná alls 135 metra hæð. Það er helmingi hærra en frægt parísarhjól í Vínarborg lyftir mönnum og 30 metrum hærra en japanskt hjól í Yokohama, en það var áður hæsta skemmtitæki af þessari tegund.

Á vefsíðu Lundúnaaugans er safn ýmissa staðreynda um hjólið sem var opnað almenningi árið 2000. Þar kemur meðal annars fram að um 1.700 tonn af stáli voru notuð við smíði þess, en það er álíka og þarf í 250 tveggja hæða strætisvagna.

Alls geta um 15.000 manns ferðast með hjólinu á degi hverjum og á einu ári snýst hjólið, sem er sjötta hæsta mannvirki í borginni, um 8.000 sinnum á hraðanum 0,26 m/s.Hér sést hæð Lundúnaaugans í samanburði við þrjár þekktar byggingar. Lengst til vinstri er Frelsisstyttan í New York, svo Big Ben og loks Pálskirkjan Lundúnum.

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.8.2003

Spyrjandi

Linda Jónsdóttir

Tilvísun

JGÞ. „Hvað er parísarhjólið í London hátt?“ Vísindavefurinn, 22. ágúst 2003. Sótt 19. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3676.

JGÞ. (2003, 22. ágúst). Hvað er parísarhjólið í London hátt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3676

JGÞ. „Hvað er parísarhjólið í London hátt?“ Vísindavefurinn. 22. ágú. 2003. Vefsíða. 19. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3676>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er parísarhjólið í London hátt?
Farþegar í Lundúnaauganu (e. London eye) sem er stærðar parísarhjól í Lundúnum, ná alls 135 metra hæð. Það er helmingi hærra en frægt parísarhjól í Vínarborg lyftir mönnum og 30 metrum hærra en japanskt hjól í Yokohama, en það var áður hæsta skemmtitæki af þessari tegund.

Á vefsíðu Lundúnaaugans er safn ýmissa staðreynda um hjólið sem var opnað almenningi árið 2000. Þar kemur meðal annars fram að um 1.700 tonn af stáli voru notuð við smíði þess, en það er álíka og þarf í 250 tveggja hæða strætisvagna.

Alls geta um 15.000 manns ferðast með hjólinu á degi hverjum og á einu ári snýst hjólið, sem er sjötta hæsta mannvirki í borginni, um 8.000 sinnum á hraðanum 0,26 m/s.Hér sést hæð Lundúnaaugans í samanburði við þrjár þekktar byggingar. Lengst til vinstri er Frelsisstyttan í New York, svo Big Ben og loks Pálskirkjan Lundúnum.
...