Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Af hverju heita parísarhjól þessu nafni? Á ensku kallast þau Ferris wheel

Orðið parísarhjól er komið í málið úr dönsku og mun ekki hafa neitt með París að gera. Á dönsku heitir hjólið pariserhjul, á þýsku Riesenrad og á ensku eins og fram kemur í spurningunni Ferris wheel.

Í dönsku er pariserhjul talið aðlögun að orðinu Ferris wheel. Á myndinni sést parísarhjólið sem var helsta stolt heimssýningarinnar í Chicago 1893, líkt og Eiffelturninn á heimssýningunni í París 1889. Hjólið var hannað af George Washington Gale Ferris yngri.

Það var nefnt eftir George Washington Gale Ferris yngri undir lok 19. aldar og var kynnt á heimssýningunni í Chicago 1893. Hjólið hefur líka verið nefnt á ensku giant wheel og kemur þýska heitið ef til vill þaðan (Riese = risi). Í dönsku er pariserhjul talið aðlögun að Ferris wheel. Hljóðlíkingin við borgarheitið París hefur stuðlað að nafninu á tækinu.

Mynd:

Útgáfudagur

25.1.2016

Spyrjandi

Gísli Óskarsson

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Af hverju heita parísarhjól þessu nafni? Á ensku kallast þau Ferris wheel.“ Vísindavefurinn, 25. janúar 2016. Sótt 20. september 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=70675.

Guðrún Kvaran. (2016, 25. janúar). Af hverju heita parísarhjól þessu nafni? Á ensku kallast þau Ferris wheel. Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=70675

Guðrún Kvaran. „Af hverju heita parísarhjól þessu nafni? Á ensku kallast þau Ferris wheel.“ Vísindavefurinn. 25. jan. 2016. Vefsíða. 20. sep. 2017. <http://visindavefur.is/svar.php?id=70675>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Kjarnorka

Kjarnorka er langöflugasta náttúrulega orkulindin sem til er. Hún á upptök sín í atómkjörnunum. Kjarnorka sólarinnar gerir líf á jörðinni mögulegt. Menn hafa nýtt kjarnorku á ýmsa vegu. Í kjarnorkuverum er keðjuverkandi kjarnaklofnun notuð til að framleiða gufu sem er síðan látin knýja hverfla til rafmagnsframleiðslu. Kjarnorka verður annars vegar til við klofnun þyngstu atómkjarna og hins vegar við samruna léttustu kjarnanna.