Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er óháður saksóknari? Af hverju hefur hann svona mikil völd?

Magnús Viðar Skúlason

Í stuttu máli má segja að í íslensku lagaumhverfi fyrirfinnist ekkert sem kallast gæti óháður saksóknari.

Hins vegar er að finna í lögum um meðferð opinberra mála nr. 19 frá árinu 1991 ákvæði um sérstakan saksóknara. Dómsmálaráðherra skipar ríkissaksóknara í hverju umdæmi fyrir sig og sér hann um rekstur og ákærur í opinberum málum í umboði dómsmálaráðherra. Ef saksóknari ákveður af einhverjum ástæðum að sækja ekki mál en dómsmálaráðherra telur að slíkt samrýmist ekki lögum eða sé fjarstæða þá getur hinn síðarnefndi skipað sérstakan saksóknara í málinu sem gegnir þá hlutverki venjulegs saksóknara.

Í Bandaríkjunum gegnir öðru máli um skipan sérstakra eða óháðra saksóknara. Þeir eru skipaðir í veigamiklum málum þegar talið er að venjulegur saksóknari eigi erfitt með að gegna skyldum sínum af fullum trúnaði og hlutleysi. Sem dæmi má nefna svokallað Whitewater-mál gegn Clinton-hjónunum, þá var Kenneth W. Starr skipaður sérstakur saksóknari. Oftast nær eru pólitískar ástæður fyrir skipun óháðs saksóknara.

Óháðir saksóknarar njóta ákveðinna réttinda og þeir geta krafist meiri upplýsinga um mál heldur en venjulegur saksóknari. Þeir eiga að hafa óhindraðan aðgang að upplýsingum og gögnum sem þeir telja nauðsynleg til úrlausnar málsins, sem og að öllum vitnum.

Það er matsatriði hversu langt óháður saksóknari getur seilst í gagnaöflun sinni og erfitt er að leggja mat á það hvort þær upplýsingar sem hann sækist eftir tengist málinu á nokkurn hátt. Segja má að saksóknarinn verði að svara því sjálfur hversu langt hann má ganga en miðað við ábyrgð hans er hægt að krefjast þess að hann njóti fyllsta trausts þeirra sem hagsmuna hafa að gæta í málinu.

Höfundur

laganemi við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

25.8.2003

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Magnús Viðar Skúlason. „Hvað er óháður saksóknari? Af hverju hefur hann svona mikil völd?“ Vísindavefurinn, 25. ágúst 2003, sótt 4. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3681.

Magnús Viðar Skúlason. (2003, 25. ágúst). Hvað er óháður saksóknari? Af hverju hefur hann svona mikil völd? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3681

Magnús Viðar Skúlason. „Hvað er óháður saksóknari? Af hverju hefur hann svona mikil völd?“ Vísindavefurinn. 25. ágú. 2003. Vefsíða. 4. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3681>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er óháður saksóknari? Af hverju hefur hann svona mikil völd?
Í stuttu máli má segja að í íslensku lagaumhverfi fyrirfinnist ekkert sem kallast gæti óháður saksóknari.

Hins vegar er að finna í lögum um meðferð opinberra mála nr. 19 frá árinu 1991 ákvæði um sérstakan saksóknara. Dómsmálaráðherra skipar ríkissaksóknara í hverju umdæmi fyrir sig og sér hann um rekstur og ákærur í opinberum málum í umboði dómsmálaráðherra. Ef saksóknari ákveður af einhverjum ástæðum að sækja ekki mál en dómsmálaráðherra telur að slíkt samrýmist ekki lögum eða sé fjarstæða þá getur hinn síðarnefndi skipað sérstakan saksóknara í málinu sem gegnir þá hlutverki venjulegs saksóknara.

Í Bandaríkjunum gegnir öðru máli um skipan sérstakra eða óháðra saksóknara. Þeir eru skipaðir í veigamiklum málum þegar talið er að venjulegur saksóknari eigi erfitt með að gegna skyldum sínum af fullum trúnaði og hlutleysi. Sem dæmi má nefna svokallað Whitewater-mál gegn Clinton-hjónunum, þá var Kenneth W. Starr skipaður sérstakur saksóknari. Oftast nær eru pólitískar ástæður fyrir skipun óháðs saksóknara.

Óháðir saksóknarar njóta ákveðinna réttinda og þeir geta krafist meiri upplýsinga um mál heldur en venjulegur saksóknari. Þeir eiga að hafa óhindraðan aðgang að upplýsingum og gögnum sem þeir telja nauðsynleg til úrlausnar málsins, sem og að öllum vitnum.

Það er matsatriði hversu langt óháður saksóknari getur seilst í gagnaöflun sinni og erfitt er að leggja mat á það hvort þær upplýsingar sem hann sækist eftir tengist málinu á nokkurn hátt. Segja má að saksóknarinn verði að svara því sjálfur hversu langt hann má ganga en miðað við ábyrgð hans er hægt að krefjast þess að hann njóti fyllsta trausts þeirra sem hagsmuna hafa að gæta í málinu....