Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Egilsstaðaflugvöllur er aðalflugvöllur fyrir Austurland og varaflugvöllur fyrir millilandaflug. Flugvöllurinn er á Egilsstaðanesi, á bakka Lagarfljóts, mitt á milli Egilsstaða og Fellabæjar. Núverandi flugbraut var tekin í notkun þann 23. september 1993. Flugbrautin er í 76 feta hæð eða um 23 m yfir sjávarmáli. Hún er 2.000 m löng og 45 m breið.
Núverandi flugbraut leysti af hólmi aðra eldri sem þjónað hafði flugfarþegum til og frá Egilsstöðum í um 40 ár. Árið 1951 hófst gerð malarflugbrautar á Egilsstaðanesinu og var brautin fullgerð og ljósum búin þremur árum síðar. Í kjölfarið hófst reglubundið áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Áður hafði verið óreglulegt flug til Egilsstaða og þá ýmist lent á Lagarfljótinu eða á túnum á Egilsstaðanesinu.
Heimildir:
EDS. „Í hvaða hæð yfir sjávarmáli er flugvöllurinn á Egilsstöðum?“ Vísindavefurinn, 29. ágúst 2003, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3692.
EDS. (2003, 29. ágúst). Í hvaða hæð yfir sjávarmáli er flugvöllurinn á Egilsstöðum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3692
EDS. „Í hvaða hæð yfir sjávarmáli er flugvöllurinn á Egilsstöðum?“ Vísindavefurinn. 29. ágú. 2003. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3692>.