Sólin Sólin Rís 05:22 • sest 21:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:11 • Sest 05:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:38 • Síðdegis: 18:56 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:39 • Síðdegis: 12:46 í Reykjavík

Stóll sem gerður er úr tré, getur hann orðið lifandi ef maður vökvar hann nóg?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Þetta fer að sjálfsögðu eftir hönnun stólsins, viðartegund og fleiru. Ef hann er til dæmis úr harðviði sem þrífst ekki á Íslandi, vel heflaður, slípaður og lakkaður, er ekki líklegt að spyrjanda takist að koma lífi í hann. En ef maður smíðar sér stól til að mynda úr Alaskavíði (Salix alaxensis), lætur vera að taka af honum laufið og börkinn (það getur bara verið til prýði; sérstakur stíll!) og gróðursetur hann síðan á vel völdum stað, er eins víst að hann fari að skjóta rótum innan tíðar.

Þeir sem eiga leið framhjá geta síðan skemmt sér við að fylgjast með því hvernig lögun stólsins breytist þegar hann fer að vaxa. Til dæmis gæti það orðið skemmtileg heimspekileg spurning hvenær hann hættir að vera stóll og verður að tré. Um það mætti sem best efna til skoðanakönnunar meðal vegfarenda og gera þannig heimspekina að tilraunavísindum, en það er kannski gert alltof sjaldan.

Í grasafræðinni er litið á tré sem orðið hafa til úr gróðursettum stólum úr Alaskavíði sem sérstaka deilitegund sem heitir á latínu Salix alaskensis sellaris, en síðasta orðið er dregið af sella sem þýðir stóll. Á íslensku nefnist þessi deilitegund stólvíðir.

Við hvetjum lesendur til að hafa augun opin fyrir þessum trjám í umhverfi sínu og prófa til dæmis að setjast í þau eða á þau. Sumir segja sérlega gott og skilvirkt að halda sellufundi í trjálundum sem gerðir eru úr trjám af þessari deilitegund.

Eins er vitaskuld hagkvæmt að smíða stóla úr stólvíðistrjám og má þannig segja að upphaflegi stóllinn geti eignast afkvæmi hvað þá annað. Hann hefur því orðið "lifandi" ekki síður en mörg dauðyfli og furðuverur sem gegna því nafni.

En nú er mál að linni og aðeins eftir að minna lesendur á að þetta er föstudagssvar. Ef lesandinn tekur bókstaflega einhver atriði í því þá er það alfarið á hans ábyrgð.

Alvörugefnir lesendur hafa hins vegar kannski gaman af að vita að menn hafa í raun og veru dundað sér við að rækta stóla úr trjám. Hér til hliðar er mynd af bankastarfsmanninum og bóndanum John Krubsack frá Wisconsin sem ræktaði stól snemma á 20. öld.

Að sjálfsögðu er hægt að taka slíka stóla og gróðursetja þá annars staðar ef menn vilja og skilyrðin leyfa. Svarið hér á undan er því ekki nærri því eins fjarri lagi og við héldum kannski þegar við skrifuðum það! En um þetta má lesa á þessu vefsetri og undir tenglum sem þar eru.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

5.9.2003

Spyrjandi

Baldur Blöndal, f. 1989

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Stóll sem gerður er úr tré, getur hann orðið lifandi ef maður vökvar hann nóg?“ Vísindavefurinn, 5. september 2003. Sótt 24. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3712.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 5. september). Stóll sem gerður er úr tré, getur hann orðið lifandi ef maður vökvar hann nóg? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3712

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Stóll sem gerður er úr tré, getur hann orðið lifandi ef maður vökvar hann nóg?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2003. Vefsíða. 24. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3712>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Stóll sem gerður er úr tré, getur hann orðið lifandi ef maður vökvar hann nóg?
Þetta fer að sjálfsögðu eftir hönnun stólsins, viðartegund og fleiru. Ef hann er til dæmis úr harðviði sem þrífst ekki á Íslandi, vel heflaður, slípaður og lakkaður, er ekki líklegt að spyrjanda takist að koma lífi í hann. En ef maður smíðar sér stól til að mynda úr Alaskavíði (Salix alaxensis), lætur vera að taka af honum laufið og börkinn (það getur bara verið til prýði; sérstakur stíll!) og gróðursetur hann síðan á vel völdum stað, er eins víst að hann fari að skjóta rótum innan tíðar.

Þeir sem eiga leið framhjá geta síðan skemmt sér við að fylgjast með því hvernig lögun stólsins breytist þegar hann fer að vaxa. Til dæmis gæti það orðið skemmtileg heimspekileg spurning hvenær hann hættir að vera stóll og verður að tré. Um það mætti sem best efna til skoðanakönnunar meðal vegfarenda og gera þannig heimspekina að tilraunavísindum, en það er kannski gert alltof sjaldan.

Í grasafræðinni er litið á tré sem orðið hafa til úr gróðursettum stólum úr Alaskavíði sem sérstaka deilitegund sem heitir á latínu Salix alaskensis sellaris, en síðasta orðið er dregið af sella sem þýðir stóll. Á íslensku nefnist þessi deilitegund stólvíðir.

Við hvetjum lesendur til að hafa augun opin fyrir þessum trjám í umhverfi sínu og prófa til dæmis að setjast í þau eða á þau. Sumir segja sérlega gott og skilvirkt að halda sellufundi í trjálundum sem gerðir eru úr trjám af þessari deilitegund.

Eins er vitaskuld hagkvæmt að smíða stóla úr stólvíðistrjám og má þannig segja að upphaflegi stóllinn geti eignast afkvæmi hvað þá annað. Hann hefur því orðið "lifandi" ekki síður en mörg dauðyfli og furðuverur sem gegna því nafni.

En nú er mál að linni og aðeins eftir að minna lesendur á að þetta er föstudagssvar. Ef lesandinn tekur bókstaflega einhver atriði í því þá er það alfarið á hans ábyrgð.

Alvörugefnir lesendur hafa hins vegar kannski gaman af að vita að menn hafa í raun og veru dundað sér við að rækta stóla úr trjám. Hér til hliðar er mynd af bankastarfsmanninum og bóndanum John Krubsack frá Wisconsin sem ræktaði stól snemma á 20. öld.

Að sjálfsögðu er hægt að taka slíka stóla og gróðursetja þá annars staðar ef menn vilja og skilyrðin leyfa. Svarið hér á undan er því ekki nærri því eins fjarri lagi og við héldum kannski þegar við skrifuðum það! En um þetta má lesa á þessu vefsetri og undir tenglum sem þar eru....