- Af hverju eru sumir rauðhærðir?
- Hvers vegna er hárið mitt ljóst?
Tvö afbrigði eru til af melaníni - faeómelanín (gult-rautt) og eumelanín (dökkbrúnt-svart). Dökkt hár inniheldur mestmegnis eumelanín á meðan ljóst og rautt hár inniheldur mismikið af faeómelaníni sem í er járn og meira af brennisteini en í eumelaníni.
Hvað hver einstaklingur myndar fer eftir erfðum, það er að segja hvaða gen eru í frumum hans. Vitað er að fleiri en eitt gen hafa áhrif á bæði húð- og hárlit. Hér er því dæmi um fjölgena erfðir og einnig ófullkomið ríki þar sem genin geta spilað saman á mismunandi hátt, allt eftir því hvaða gen lenda saman í hverjum einstaklingi. Þess vegna er hárlitur (og húðlitur) svo margbreytilegur sem raun ber vitni.
Áður fyrr var talið að dökkt hár væri ríkjandi yfir bæði ljósu og rauðu hári, en málið er sem sagt ekki svo einfalt. Einnig er nú vitað að rauðhært fólk er með viðtaka á yfirborði frumna sinna (melanokortín-1 viðtaka) sem bindur rauða litarefnið.
Skoðið einnig önnur svör á Vísindavefnum:- Hvers vegna grána mannshár? eftir Bergþór Björnsson
- Hvað er ríkjandi gen og víkjandi gen? eftir Guðmund Eggertsson
- Af hverju eru ljóskur taldar heimskar? eftir Þorgerði Þorvaldsdóttur