Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:54 • sest 23:12 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:46 • Síðdegis: 17:17 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:55 • Síðdegis: 23:37 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju fær maður gæsahúð þegar maður hlustar á góða tónlist?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Vísindavefnum hafa borist fjölmargar spurningar um gæsahúð. Þær fjalla allar um það af hverju við fáum gæsahúð þegar við verðum fyrir hughrifum af tónlist eða við aðra tilfinningalega upplifun. Hér eru nokkur dæmi um spurningarnar:
  • Hvað veldur því að dramatísk og mikilfengleg tónlist skapar gæsahúð hjá fólki? (Magnús B.)
  • Hvert er hlutverk gæsahúðar við tilfinningalega upplifun? (Vala Pálmadóttir)
  • Af hverju fær mannskepnan gæsahúð af því að hlýða á fallega tónlist? (Birgir Baldursson)
Svo virðist þess vegna að það vefjist lítið fyrir fólki af hverju við fáum gæsahúð þegar okkur kólnar, en rétt er að skoða það aðeins fyrst.

Eðlilegur líkamshiti mannsins er 37 gráður á Celsíus en hitinn eða varmaorkan á rætur að rekja til niðurbrots sykurs, fitu og prótína í líkamanum. Niðurbrotið fer aðallega fram í vöðvum og lifur og þar myndast varmi sem dreifist fyrir tilstuðlan blóðrásar um líkamann. Umframvarmi sem myndast flyst úr líkamanum aðallega í gegnum húðina, ef það gerðist ekki mundum við ofhitna.

Teikning sem sýnir hárris og vöðvasamdrátt húðar.

Þegar okkur verður kalt reynir líkaminn að minnka varmatapið, til dæmis með því að tempra blóðflæði til húðar og einnig með því að minnka svitamyndun og koma þannig í veg fyrir uppgufun. Gæsahúð tilheyrir viðbrögðum líkamans við kólnun og hún er tilkomin vegna samdáttar örsmárra vöðva í húðinni.

Vöðvarnir sjá til þess að örlítið af húðinni dregst niður og svæðið í kring rís þess vegna hærra. Samdrátturinn reisir einnig hárin á líkamanum og það eykur einangrun og kemur í veg fyrir varmatap. Þetta gegnir þó litlu hlutverki hjá manninum sem er að mestu hárlaus, en hefur mikið að segja hjá dýrum með feld. Gæsahúð er þess vegna eiginleiki sem nýtist dýrum með feld til að koma í veg fyrir varmatap og hann gagnaðist einnig loðnari forfeðrum okkur.

Hárin rísa einnig á mörgum dýrum þegar þeim er ógnað og þannig líta þau illviðráðanlegri út og reyna að hrekja andstæðing sinn á brott. Hárrisi við þessar aðstæður er komið af stað á sama hátt og þegar okkur kólnar, það er að segja vegna seyti adrenalíns í líkamnum. Adrenalín er hormón undir stjórn sjálfvirka taugakerfisins og gegnir aðallega því hlutverki að undirbúa líkamann fyrir átök.

Við ýmis konar tilfinningalega upplifun og þegar við erum undir miklu álagi, getur adrenalín einnig losnað í líkamanum. Tæplega fimmtugur smiður sem dreymdi ungan um að verða píanóleikari fær gæsahúð við uppslátt í Grafarvogi þegar hann heyrir þriðja píanókonsert Rachmaninoffs. Rétt rúmlega þrítug kona á leið með krakkana í leikskólann á mánudagsmorgni heyrir í útvarpinu lagið "Careless Whisper" og fær gæsahúð, enda vangaði hún í fyrsta sinn við myndarlegan pilt á balli þegar George Michael söng lokalagið. Og harðsvíraðir KR-ingar gætu lent í því sama þegar þeir heyra Bubba Morthens syngja "Við erum KR allir sem einn ..." eftir mikilvægan sigurleik.Hér sést "gæsahúð" á gæs.

Allt stafar þetta af ósjálfráðu seyti adrenalíns úr nýrnahettumerg sem fer stundum af stað við tilfinningalega upplifun. Adrenalín hefur einnig þau áhrif að blóðþrýstingur hækkar, hjartsláttartíðni eykst, æðar þrengjast í flestum innyflum og húð og afköst vöðva aukast, svo nokkuð sé nefnt.

Gæsahúð sem myndast á húðinni þegar við hlustum á tónlist er þess vegna tilkomin af nákvæmlega sömu völdum og gæsahúðin sem við fáum þegar við stöndum ísköld á sundlaugarbarminum - af seyti hormónsins adrenalíns sem sjálfvirka taugakerfið stýrir.

Heimild og myndir:

Um áhrif hita og kulda á líkamann og adrenalín er hægt að lesa frekar í svörum við spurningum :

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

17.9.2003

Síðast uppfært

29.6.2018

Spyrjandi

Elmar Geir Unnsteinsson

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju fær maður gæsahúð þegar maður hlustar á góða tónlist?“ Vísindavefurinn, 17. september 2003, sótt 19. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3737.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 17. september). Af hverju fær maður gæsahúð þegar maður hlustar á góða tónlist? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3737

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Af hverju fær maður gæsahúð þegar maður hlustar á góða tónlist?“ Vísindavefurinn. 17. sep. 2003. Vefsíða. 19. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3737>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju fær maður gæsahúð þegar maður hlustar á góða tónlist?
Vísindavefnum hafa borist fjölmargar spurningar um gæsahúð. Þær fjalla allar um það af hverju við fáum gæsahúð þegar við verðum fyrir hughrifum af tónlist eða við aðra tilfinningalega upplifun. Hér eru nokkur dæmi um spurningarnar:

  • Hvað veldur því að dramatísk og mikilfengleg tónlist skapar gæsahúð hjá fólki? (Magnús B.)
  • Hvert er hlutverk gæsahúðar við tilfinningalega upplifun? (Vala Pálmadóttir)
  • Af hverju fær mannskepnan gæsahúð af því að hlýða á fallega tónlist? (Birgir Baldursson)
Svo virðist þess vegna að það vefjist lítið fyrir fólki af hverju við fáum gæsahúð þegar okkur kólnar, en rétt er að skoða það aðeins fyrst.

Eðlilegur líkamshiti mannsins er 37 gráður á Celsíus en hitinn eða varmaorkan á rætur að rekja til niðurbrots sykurs, fitu og prótína í líkamanum. Niðurbrotið fer aðallega fram í vöðvum og lifur og þar myndast varmi sem dreifist fyrir tilstuðlan blóðrásar um líkamann. Umframvarmi sem myndast flyst úr líkamanum aðallega í gegnum húðina, ef það gerðist ekki mundum við ofhitna.

Teikning sem sýnir hárris og vöðvasamdrátt húðar.

Þegar okkur verður kalt reynir líkaminn að minnka varmatapið, til dæmis með því að tempra blóðflæði til húðar og einnig með því að minnka svitamyndun og koma þannig í veg fyrir uppgufun. Gæsahúð tilheyrir viðbrögðum líkamans við kólnun og hún er tilkomin vegna samdáttar örsmárra vöðva í húðinni.

Vöðvarnir sjá til þess að örlítið af húðinni dregst niður og svæðið í kring rís þess vegna hærra. Samdrátturinn reisir einnig hárin á líkamanum og það eykur einangrun og kemur í veg fyrir varmatap. Þetta gegnir þó litlu hlutverki hjá manninum sem er að mestu hárlaus, en hefur mikið að segja hjá dýrum með feld. Gæsahúð er þess vegna eiginleiki sem nýtist dýrum með feld til að koma í veg fyrir varmatap og hann gagnaðist einnig loðnari forfeðrum okkur.

Hárin rísa einnig á mörgum dýrum þegar þeim er ógnað og þannig líta þau illviðráðanlegri út og reyna að hrekja andstæðing sinn á brott. Hárrisi við þessar aðstæður er komið af stað á sama hátt og þegar okkur kólnar, það er að segja vegna seyti adrenalíns í líkamnum. Adrenalín er hormón undir stjórn sjálfvirka taugakerfisins og gegnir aðallega því hlutverki að undirbúa líkamann fyrir átök.

Við ýmis konar tilfinningalega upplifun og þegar við erum undir miklu álagi, getur adrenalín einnig losnað í líkamanum. Tæplega fimmtugur smiður sem dreymdi ungan um að verða píanóleikari fær gæsahúð við uppslátt í Grafarvogi þegar hann heyrir þriðja píanókonsert Rachmaninoffs. Rétt rúmlega þrítug kona á leið með krakkana í leikskólann á mánudagsmorgni heyrir í útvarpinu lagið "Careless Whisper" og fær gæsahúð, enda vangaði hún í fyrsta sinn við myndarlegan pilt á balli þegar George Michael söng lokalagið. Og harðsvíraðir KR-ingar gætu lent í því sama þegar þeir heyra Bubba Morthens syngja "Við erum KR allir sem einn ..." eftir mikilvægan sigurleik.Hér sést "gæsahúð" á gæs.

Allt stafar þetta af ósjálfráðu seyti adrenalíns úr nýrnahettumerg sem fer stundum af stað við tilfinningalega upplifun. Adrenalín hefur einnig þau áhrif að blóðþrýstingur hækkar, hjartsláttartíðni eykst, æðar þrengjast í flestum innyflum og húð og afköst vöðva aukast, svo nokkuð sé nefnt.

Gæsahúð sem myndast á húðinni þegar við hlustum á tónlist er þess vegna tilkomin af nákvæmlega sömu völdum og gæsahúðin sem við fáum þegar við stöndum ísköld á sundlaugarbarminum - af seyti hormónsins adrenalíns sem sjálfvirka taugakerfið stýrir.

Heimild og myndir:

Um áhrif hita og kulda á líkamann og adrenalín er hægt að lesa frekar í svörum við spurningum :...