Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:07 • sest 22:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:38 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:41 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:41 • Síðdegis: 13:46 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hvaða ættbálki, ætt, ættkvísl og tegund er sandreyðurin?

Jón Már Halldórsson

Sandreyðurin (Balaenoptera borealis, e. sei whale) er ein algengasta tegund stórhvela sem finnast hér við land. Hún finnst í öllum höfum í heiminum en heldur sig frá hafsvæðum við miðbaug og heimskautasjó. Sandreyðurin tilheyrir öðrum af tveimur undirættbálkum núlifandi hvala, skíðishvala, en honum tilheyra aðeins 10 tegundir af tæpum 80 hvalategundum. Allar aðrar tilheyra undirættbálki tannhvala.Sandreyður (Balaenoptera borealis)

Eins og aðrir skíðishvalir sem finnast í hafinu umhverfis Ísland er sandreyðurin fardýr. Hún kemur hingað snemma á vorin og nýtir sér næringaríkan sjóinn þegar mergð er af átu í honum, en hverfur suður í höf á haustin.

Á fæðustöðvunum umhverfis Ísland og öðrum hafsvæðum rétt sunnan við nyðri heimskautsbaug eða rétt norðan við syðri heimskautsbaug, getur hún innbyrgt gríðarlegt magn af fæðu á einum sólahring eða 800-1.000 kg af árfætlum (eða krabbaflóm, Copepoda), ljósátu (Euphausiacea), marflóm (Amphipoda) og ýmsum smáfiski sem heldur sig í efstu lögum sjávar. Algengt er að sjá smáa kálfa sem bornir voru suður í höfum, með mæðrum sínum í „hlaðborðinu“ sem Norður-Atlantshafið hefur upp á að bjóða á vorin og sumrin.

Sandreyður

Höfuð sandreyðar

Algengast er að fullorðnar sandreyðar verði 12,5-15,5 metrar á lengd. Kvendýrin eru stærri en karldýrin og er það regla meðal reyðarhvala (Balaenopteridae). Stærsta sandreyður sem veiðst hefur, mældist hinsvegar um 20 metrar og var því sannkallaður risi meðal kynsystra sinna. Þyngd sandreyðar er yfirleitt á bilinu 20-25 tonn. Þess má geta að sandreyðurin er talin synda hraðast reyðarhvala og hún getur náð allt að 37 km/klst hraða.

Sandreyðurin er flokkuð með eftirfarandi hætti:

FlokkunareiningFlokkurFjöldi tegunda
Ríki (Regnum)Dýraríki (Animalia)taldar í milljónum
Fylking (Phylum)Seildýr (Chordata)taldar í tugum þúsunda
Undirfylking (Subphylum)Hryggdýr (Vertebrata)rúmlega 42.000
Flokkur (Classis)Spendýr (Mammalia)um það bil 4.625
Ættbálkur (Ordo)Hvalir (Cetacea)78
Undirættbálkur (Subordo)Skíðishvalir (Mysticeti)10
Ætt (Familia)Reyðarhvalir (Balaenopteridae)5
Ættkvísl (Genus)Reyðar (Balaenoptera)5
Tegund (Species)Sandreyður (Balaenoptera borealis)1

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

24.9.2003

Spyrjandi

Katrín Magnúsdóttir, f. 1988

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hvaða ættbálki, ætt, ættkvísl og tegund er sandreyðurin?“ Vísindavefurinn, 24. september 2003, sótt 23. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3754.

Jón Már Halldórsson. (2003, 24. september). Af hvaða ættbálki, ætt, ættkvísl og tegund er sandreyðurin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3754

Jón Már Halldórsson. „Af hvaða ættbálki, ætt, ættkvísl og tegund er sandreyðurin?“ Vísindavefurinn. 24. sep. 2003. Vefsíða. 23. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3754>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hvaða ættbálki, ætt, ættkvísl og tegund er sandreyðurin?
Sandreyðurin (Balaenoptera borealis, e. sei whale) er ein algengasta tegund stórhvela sem finnast hér við land. Hún finnst í öllum höfum í heiminum en heldur sig frá hafsvæðum við miðbaug og heimskautasjó. Sandreyðurin tilheyrir öðrum af tveimur undirættbálkum núlifandi hvala, skíðishvala, en honum tilheyra aðeins 10 tegundir af tæpum 80 hvalategundum. Allar aðrar tilheyra undirættbálki tannhvala.Sandreyður (Balaenoptera borealis)

Eins og aðrir skíðishvalir sem finnast í hafinu umhverfis Ísland er sandreyðurin fardýr. Hún kemur hingað snemma á vorin og nýtir sér næringaríkan sjóinn þegar mergð er af átu í honum, en hverfur suður í höf á haustin.

Á fæðustöðvunum umhverfis Ísland og öðrum hafsvæðum rétt sunnan við nyðri heimskautsbaug eða rétt norðan við syðri heimskautsbaug, getur hún innbyrgt gríðarlegt magn af fæðu á einum sólahring eða 800-1.000 kg af árfætlum (eða krabbaflóm, Copepoda), ljósátu (Euphausiacea), marflóm (Amphipoda) og ýmsum smáfiski sem heldur sig í efstu lögum sjávar. Algengt er að sjá smáa kálfa sem bornir voru suður í höfum, með mæðrum sínum í „hlaðborðinu“ sem Norður-Atlantshafið hefur upp á að bjóða á vorin og sumrin.

Sandreyður

Höfuð sandreyðar

Algengast er að fullorðnar sandreyðar verði 12,5-15,5 metrar á lengd. Kvendýrin eru stærri en karldýrin og er það regla meðal reyðarhvala (Balaenopteridae). Stærsta sandreyður sem veiðst hefur, mældist hinsvegar um 20 metrar og var því sannkallaður risi meðal kynsystra sinna. Þyngd sandreyðar er yfirleitt á bilinu 20-25 tonn. Þess má geta að sandreyðurin er talin synda hraðast reyðarhvala og hún getur náð allt að 37 km/klst hraða.

Sandreyðurin er flokkuð með eftirfarandi hætti:

FlokkunareiningFlokkurFjöldi tegunda
Ríki (Regnum)Dýraríki (Animalia)taldar í milljónum
Fylking (Phylum)Seildýr (Chordata)taldar í tugum þúsunda
Undirfylking (Subphylum)Hryggdýr (Vertebrata)rúmlega 42.000
Flokkur (Classis)Spendýr (Mammalia)um það bil 4.625
Ættbálkur (Ordo)Hvalir (Cetacea)78
Undirættbálkur (Subordo)Skíðishvalir (Mysticeti)10
Ætt (Familia)Reyðarhvalir (Balaenopteridae)5
Ættkvísl (Genus)Reyðar (Balaenoptera)5
Tegund (Species)Sandreyður (Balaenoptera borealis)1

Heimildir og myndir:...